Fleiri fréttir Háhyrningur tryllist Gestum í skemmtigarðinum Sea World Adventure Park í borginni San Antonio brá heldur betur í brún þegar háhyrningur réðst á dýratemjara sinn í miðri sýningu. Háhyrningurinn reyndi í sífellu að berja manninn ofan í vatninu og reyndi svo að bíta hann. Dýratemjarinn komst upp úr lauginni og voru meiðsl hans ekki talin alvarleg. 27.7.2004 00:01 Stjórnarkreppu í Palestínu lokið Ahmed Qureia, forsætisráðherra Palestínu, dró afsögn sína til baka í dag. Þar með líkur tveggja vikna stjórnarkreppu í Palestínu. 27.7.2004 00:01 IRA-foringi borinn til grafar Joe Cahill var borinn til grafar í gær. Það var hann sem stjórnaði írska lýðveldishernum í Belfast snemma á áttunda áratugnum þegar samtökin hófu mannskæðar árásir sínar á Norður-Írlandi. 27.7.2004 00:01 Aldrei fleiri fangar Föngum og öðrum þeim sem falla undir refsikerfi Bandaríkjanna heldur áfram að fjölga og nálgast nú að vera sjö milljónir manna. Umfang fangelsiskerfisins hefur aukist stórkostlega og hefur verið áætlað að fjögur prósent af vinnuafli Bandaríkjanna tengist löggæslu- og réttarkerfi landsins. 27.7.2004 00:01 15 laumufarþegar í Finnlandi Fimmtán laumufarþegar frá Asíu fundust um borð í flutningaskipi sem lagðist að bryggju í finnsku borginni Hamína í morgun en skipið var að koma frá Antwerpen. Ellefu þeirra eru frá Víetnam og fjórir frá Indlandi. 26.7.2004 00:01 Lífi gíslanna þyrmt Hópur íslamskra skæruliða í Írak sem heldur sjö erlendum borgurum í gíslingu hefur framlengt frest sem þeir höfðu gefið samningamönnum. Lífi gíslanna verður því þyrmt um sinn en hópurinn ítrekar kröfur sínar um að kúveiskt fyrirtæki, sem starfsmennirnir vinna fyrir, dragi sitt fólk frá Írak. 26.7.2004 00:01 Kerry í hafnabolta John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunu, kastaði fyrsta boltanum í hafnaboltaleik Boston Red Sox og New York Yankess sem fram fór í Boston í gær. Kerry er í Boston vegna flokksþings demókrata sem hefst í dag. Sá sem tók við boltanum var hermaður sem hefur tekið þátt í stríðinu í Afganistan. 26.7.2004 00:01 Kínverskur flugræningi yfirbugaður Kínverji sem gerði tilraun til að ræna Boeing 737 farþegaflugvél með 108 farþegum um borð, nokkru eftir flugtak frá Peking í morgun, var yfirbugaður á flugvelli í borginni Zhengzhou eftir að flugstjórinn lenti þar í skyndingu. 26.7.2004 00:01 Hryðjuverkabæklingur í Bretlandi Upplýsingabæklingur um hvernig bregðast skuli við, verði hryðjuverkaárás gerð á Bretlandi, verður sendur inn á hvert heimili þar í landi á næstunni. Bæklingurinn inniheldur upplýsingar um fyrstu hjálp og í honum má finna leiðbeiningar um undirbúning, svo sem að gott sé að birgja sig upp af dósamat. 26.7.2004 00:01 Sprengingar í Indónesíu Sprengjur heyrðust springa í morgun við kosningamiðstöð í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, rétt áður en tilkynna átti úrslit forsetakosninga sem hafa farið fram í landinu. Vitni segist hafa séð fólk hlaupa út úr byggingunni. 26.7.2004 00:01 77 ára kona kveikir í syni sínum 77 ára gömul norsk kona frá bænum Refsnesi var úrskurðuð í gæsluvarðhald í gær, grunuð um að hafa kveikt í í fimmtugum syni sínum. Mæðginin höfðu setið að sumbli á heimili þeirra þegar eitthvað slettist upp á vinskapinn. Lögreglan telur að þegar þar var komið sögu hafi konan skvett rótsterkum spíra á drenginn sinn og kveikt svo í. 26.7.2004 00:01 Einmana Danir Óvenju margir Danir þjást af einmanaleika nú yfir sumarleyfistímann ef marka má aukið álag á neyðarlínur þar sem fólki í vanda er svarað. Fólkið kvartar yfir sumarlokunum verslana og þjónustufyrirtækja og að vinir og kunningjar séu úti um hvippinn og hvappinn þannig að ekki náist samband við þá. 26.7.2004 00:01 Bann á asísku fuglakjöti framlengt Evrópusambandið framlengdi í dag bann við innflutningi á kjúklingakjöti og lifandi fuglum frá níu Asíuríkjum af ótta við að ekki hafi náðst að útrýma fuglaflensu í löndunum. Bannið átti að falla úr gildi þann 15. ágúst nk. en það hefur verið framlengt til 15. desember. 26.7.2004 00:01 Morðingi faldist í runnum í viku Lögreglan í Bretlandi handsamaði í gær mann sem grunaður er um fjögur morð en hann hafði þá verið á flótta undan lögreglu í eina viku. Maðurinn, Mark Hobson að nafni, er 34 ára gamall og hafðist við í runnum á bak við verslunarmiðstöð í Jórvíkurskíri þessa sjö daga sem hans var leitað. 26.7.2004 00:01 Sækir um skilnað við föður sinn 14 ára drengur í Bandaríkjunum hefur sótt um skilnað við föður sinn en hann drap móður drengsins fyrir sex árum. 26.7.2004 00:01 Háttsettur Íraki myrtur Þrír létust í sjálfsmorðsárásum í borginni Mósúl í Írak í morgun og háttsettur embættismaður var myrtur á heimili sínu í Bagdad. Árásum í Írak fer fjölgandi. 26.7.2004 00:01 Forsætisráðherra Tékka tilnefndur Forseti Tékklands, Vaclav Klaus hefur tilnefnt leiðtoga Sósíaldemókrataflokksins til að leiða næstu ríkisstjórn landsins. Fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Vladimir Spidla, sagði af sér eftir að flokkur hans tapaði í Evrópuþingskosningum í síðasta mánuði. 26.7.2004 00:01 Hver er John Kerry? Hver er John Kerry? Það er spurningin sem hann verður helst að svara á flokksþingi demókrata sem hefst í dag í Boston. 26.7.2004 00:01 Þúsund látnir af völdum flóða Nær þúsund manns hafa látið lífið í miklum flóðum í Suður-Asíu síðasta mánuðinn. Um tveir þriðju hlutar Bangladess eru undir vatni og eru flóðin þar þau verstu í tæpan áratug. 26.7.2004 00:01 66 ára maður gekk berkserksgang Að minnsta kosti fjórir menn særðust þegar 66 ára gamall maður gekk berserksgang og skaut úr riffli á nágranna sína í Munchen í Þýskalandi í dag. Byssumaðurinn skaut síðan sjálfan sig í höfuðið. Hann var fluttur á sjúkrahús ásamt fórnarlömbum sínum en hann hringdi á dyrabjöllum nágranna sinna og skaut þá í maga og hnakka. 26.7.2004 00:01 Danir drepa í Stöðugt fleiri Danir drepa í sígarettunum fyrir fullt og allt samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups. Flestir þeirra sem hætta að reykja eru á aldrinum 25-34 ára en þrátt fyrir það eru reykingamenn enn fjölmennastir í þessum aldurshópi. 26.7.2004 00:01 Átök í kjölfar mótmælakeðju Sex Palestínumenn voru drepnir í átökum við ísraelskar hersveitir á Vesturbakkanum í gær. Þá sendu ísraelskar þyrlur flugskeyti á byggingar í Gazaborg í kjölfar árásar vígamanna á félagsmiðstöð landtökumanna þar sem sex börn særðust. 26.7.2004 00:01 Gripið verði til refsiaðgerða Evrópusambandið vill að Sameinuðu þjóðirnar grípi til refsiaðgerða gegn Súdönum bindi þeir ekki þegar í stað enda á átökin í Darfur-héraði. Bandaríkjamenn hafa þegar lýst sig sömu skoðunar og telja átökin í Súdan jafngilda þjóðarmorði. 26.7.2004 00:01 Sprenging á McDonald´s í Mexíkó Sprenging skók McDonald´s-skyndibitastað í Mexíkóborg í morgun. Yfirvöld hafa ekki enn viljað greina frá hvað olli sprengingunni eða hvort einhverjir hafi slasast. Að sögn embættismanns á borgarskrifstofum Mexíkóborgar er veitingastaðurinn í verslunarmiðstöðinni Lindavista Plaza í norðurhluta borgarinnar. 26.7.2004 00:01 Höfrungar og selir í Thames Höfrungar og selir eru meðal þeirra dýrategunda sem hafa endurnýjað heimkynni sín í Thames-ánni í London. Á viktoríutímabilinu, fyrir um tvö hundruð árum, varð Thames svo menguð að nær öllu dýralífi í ánni var eytt. 26.7.2004 00:01 Hryðjuverkabæklingur í Bretlandi Breska ríkisstjórnin hefur varið meira en milljarði íslenskra króna í því skyni að uppfræða almenning um hvernig bregðast eigi við ef hryðjuverkaárás ætti sér stað. 26.7.2004 00:01 Sjúkrahús í endurbyggingu hrundi Heil álma í fjögurra hæða sjúkrahúsi sem var í endurbyggingu hrundi til grunna í Kabúl í Afganistan í dag. Ekki er vitað hve margir voru í byggingunni þegar hún hrundi en ljóst er að nokkrir eru fastir í rústunum. 26.7.2004 00:01 300 lögreglumenn í skotbardaga Aðgerðin Drekaveiðin eða „Dragon Hunting“ var hrundið af stað í morgun til að handsama einn harðsvíraðasta glæpamann Taívans. Chang She-ming er grunaður um aðild að fjölda skotárása og listinn yfir glæpi er langur. Lögregla fékk vísbendingar um að Chang héldi til í Suður-Taívan og samstundis voru yfir 300 lögreglumenn sendir á staðinn. 26.7.2004 00:01 Má ekki yfirgefa Ísrael Hæstiréttur Ísraels setti í gær hömlur á ferða- og tjáningarfrelsi Ísraelsmannsins Mordechai Vanunu sem ljóstraði upp um kjarnaofn Ísraelsmanna árið 1986. 26.7.2004 00:01 Miklir skógareldar í Portúgal Miklir skógareldar geisa nú í Portúgal. Stærstu eldarnir eru í Arrabida-þjóðgarðinum um fimmtíu kílómetra suður af höfuðborginni Lissabon. Nærliggjandi strendur og hús hafa verið rýmd og 150 slökkviliðsmenn börðust við eldana í nótt. Hitinn í Portúgal er hátt í fjörutíu gráður um þessar mundir sem gerir slökkvistarf mjög erfitt. 26.7.2004 00:01 Giftar án þess að vita það Suður-afrískar konur eru eindregið hvattar til að athuga reglulega hvort þær hafi verið giftar án þeirrar vitundar. Sérstakri herferð var hleypt af stokkunum eftir að upp komst um meira en þrjú þúsund ólögleg hjónabönd. 26.7.2004 00:01 Brosandi bílar Uppfinningamenn hjá bílaframleiðandanum Toyota hafa fengið einkaleyfi í Bandaríkjunum fyrir hugmynd að bíl sem sýnir tilfinningar. 26.7.2004 00:01 Dráp og mannrán halda áfram Vígamenn í Írak drápu átta manns í dag, þar á meðal háttsettan embættismann úr innanríkisráðuneytinu. Ekkert lát er á mannránum en tveimur Jórdönum og tveimur Pakistönum var rænt í dag til viðbótar við þá sjö gísla sem hafa setið í haldi í rúma viku. 26.7.2004 00:01 Efnahagsmál ráða líklega úrslitum Efnahagsmál koma líklega til með að ráða úrslitum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Flokksþing demókrata hefst í kvöld en þar verður John Kerry formlega tilnefndur sem forsetaframbjóðandi þeirra. 26.7.2004 00:01 Aðgerðir ESB gegn Súdan Evrópusambandið samþykkti í dag að grípa til aðgerða gegn Súdan, beiti súdönsk stjórnvöld sér ekki fyrir friði í Darfúr-héraði. 26.7.2004 00:01 Norðmenn orðnir latir Norðmenn leita nú leiða til að endurvekja vinnugleði hjá fólki í landinu. Ósérhlífnin og harkan sem einkenndu norska alþýðu áður en landið varð ríkt af olíu virðast vera á undanhaldi og eftir þrjá áratugi af velsæld virðist letin vera að ná tökum á norku vinnufólki. 25.7.2004 00:01 Áströlum og Ítölum hótað Ástralíu og Ítalíu hafa borist hótanir um hryðjuverk frá samtökum sem talin eru tengjast Al-Kaída. Í tilkynningu frá samtökunum er farið fram á að löndin dragi heri sína til baka frá Írak og verði það ekki gert muni holskefla bílasprenginga ganga yfir borgir landanna. Blóðbað muni eiga sér stað og lífi borgara landanna verði breytt í hreinasta helvíti. 25.7.2004 00:01 Norðmenn afhendi ekki Nóbelinn Ungliðahreyfing norska miðflokksins, Senterpartiet, hefur látið þá skoðun í ljós að Norðmenn eigi ekki lengur skilið þá virðingu og þann heiður sem fylgir því að veita friðarverðlaun Nóbels. Ástæðan sé fylgispektin við ofbeldisfulla utatnríkisstefnu Bandaríkjastjórnar. 25.7.2004 00:01 Gefur 150 milljóna lottóvinning Óþekktur lottóvinningshafi í Japan hefur ákveðið að láta þær rúmu 150 milljónir króna sem hann vann á föstudaginn renna óskiptar til fórnarlamba nýlegra flóða í Japan. Vinningshafinn, sem virðist búa yfir einstakri gjafmildi, segist vonast til þess að fórnarlömb flóðanna verði aðnjótandi sömu heppni og fylgdi miðanum. 25.7.2004 00:01 Réttarhöldunum sífellt frestað Réttarhöldum yfir morðingja hálfíslenskrar konu í Pensacola í Bandaríkjunum hefur verið frestað í áttunda sinn. Lögfræðingar, sem sérhæfa sig í að verja hagsmuni brotaþola, fylgjast grannt með málarekstrinum. 25.7.2004 00:01 100 dagar til kosninga John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, segist staðráðinn í að sannfæra kjósendur um það á næstu þremur mánuðum að hann sé betur til þess fallinn að verja landið gegn hryðjuverkum heldur en George Bush. 25.7.2004 00:01 13 skæruliðar drepnir Varnarliðsmenn í Írak drápu þrettán skæruliða í hörðum bardögum utan við borgina Baquba í morgun. Skæruliðarnir réðust til atlögu með sprengjuvörpum og handsprengjum á varnarliðsmenn þar sem þeir aðstoðuðu bandaríska hermenn við að brjóta á bak aftur skyndiáhlaup í Baquba. 25.7.2004 00:01 2 létust og 14 særðust á Máritíus Tveir létust og fjórtán særðust í sprengingu á fjölförnum ferðamannastað í Grand Baie á Máritíus í morgun. Hinir látnu eru maður og kona á þrítugsaldri, bæði heimamenn. Að sögn lögreglu er talið að allir hinna særðu séu íbúar Máritius. Forsætisráðherra landsins var á staðnum en hann sakaði ekki. 25.7.2004 00:01 Knattspyrnudómari skaut þjálfara Knattspyrnudómari skaut þjálfara í knattspyrnuleik í Suður-Afríku í gær eftir að þjálfarinn og leikmenn hans mótmæltu gulu spjaldi að sögn lögreglunnar þar í landi. Þjálfarinn lést þar sem hann lá í blóði sínu á vellinum en dómaranum tóks hins vegar að flýja af vettvangi. 25.7.2004 00:01 13 skæruliðar létust í Írak Þrettán írakskir skæruliðar létust í bardögum við varnarliðsmenn og bandaríska hermenn rétt utan við borgina Bakúba í morgun. Hópur skæruliða réðst til atlögu að írökskum þjóðvarnarliðsmönnum með sprengjuvörpum og handsprengjum, þar sem þeir aðstoðuðu bandaríska hermenn við leit í búðum skæruliða, í Buhriz sem er um 5 km suður af Bakúba. 25.7.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Háhyrningur tryllist Gestum í skemmtigarðinum Sea World Adventure Park í borginni San Antonio brá heldur betur í brún þegar háhyrningur réðst á dýratemjara sinn í miðri sýningu. Háhyrningurinn reyndi í sífellu að berja manninn ofan í vatninu og reyndi svo að bíta hann. Dýratemjarinn komst upp úr lauginni og voru meiðsl hans ekki talin alvarleg. 27.7.2004 00:01
Stjórnarkreppu í Palestínu lokið Ahmed Qureia, forsætisráðherra Palestínu, dró afsögn sína til baka í dag. Þar með líkur tveggja vikna stjórnarkreppu í Palestínu. 27.7.2004 00:01
IRA-foringi borinn til grafar Joe Cahill var borinn til grafar í gær. Það var hann sem stjórnaði írska lýðveldishernum í Belfast snemma á áttunda áratugnum þegar samtökin hófu mannskæðar árásir sínar á Norður-Írlandi. 27.7.2004 00:01
Aldrei fleiri fangar Föngum og öðrum þeim sem falla undir refsikerfi Bandaríkjanna heldur áfram að fjölga og nálgast nú að vera sjö milljónir manna. Umfang fangelsiskerfisins hefur aukist stórkostlega og hefur verið áætlað að fjögur prósent af vinnuafli Bandaríkjanna tengist löggæslu- og réttarkerfi landsins. 27.7.2004 00:01
15 laumufarþegar í Finnlandi Fimmtán laumufarþegar frá Asíu fundust um borð í flutningaskipi sem lagðist að bryggju í finnsku borginni Hamína í morgun en skipið var að koma frá Antwerpen. Ellefu þeirra eru frá Víetnam og fjórir frá Indlandi. 26.7.2004 00:01
Lífi gíslanna þyrmt Hópur íslamskra skæruliða í Írak sem heldur sjö erlendum borgurum í gíslingu hefur framlengt frest sem þeir höfðu gefið samningamönnum. Lífi gíslanna verður því þyrmt um sinn en hópurinn ítrekar kröfur sínar um að kúveiskt fyrirtæki, sem starfsmennirnir vinna fyrir, dragi sitt fólk frá Írak. 26.7.2004 00:01
Kerry í hafnabolta John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunu, kastaði fyrsta boltanum í hafnaboltaleik Boston Red Sox og New York Yankess sem fram fór í Boston í gær. Kerry er í Boston vegna flokksþings demókrata sem hefst í dag. Sá sem tók við boltanum var hermaður sem hefur tekið þátt í stríðinu í Afganistan. 26.7.2004 00:01
Kínverskur flugræningi yfirbugaður Kínverji sem gerði tilraun til að ræna Boeing 737 farþegaflugvél með 108 farþegum um borð, nokkru eftir flugtak frá Peking í morgun, var yfirbugaður á flugvelli í borginni Zhengzhou eftir að flugstjórinn lenti þar í skyndingu. 26.7.2004 00:01
Hryðjuverkabæklingur í Bretlandi Upplýsingabæklingur um hvernig bregðast skuli við, verði hryðjuverkaárás gerð á Bretlandi, verður sendur inn á hvert heimili þar í landi á næstunni. Bæklingurinn inniheldur upplýsingar um fyrstu hjálp og í honum má finna leiðbeiningar um undirbúning, svo sem að gott sé að birgja sig upp af dósamat. 26.7.2004 00:01
Sprengingar í Indónesíu Sprengjur heyrðust springa í morgun við kosningamiðstöð í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, rétt áður en tilkynna átti úrslit forsetakosninga sem hafa farið fram í landinu. Vitni segist hafa séð fólk hlaupa út úr byggingunni. 26.7.2004 00:01
77 ára kona kveikir í syni sínum 77 ára gömul norsk kona frá bænum Refsnesi var úrskurðuð í gæsluvarðhald í gær, grunuð um að hafa kveikt í í fimmtugum syni sínum. Mæðginin höfðu setið að sumbli á heimili þeirra þegar eitthvað slettist upp á vinskapinn. Lögreglan telur að þegar þar var komið sögu hafi konan skvett rótsterkum spíra á drenginn sinn og kveikt svo í. 26.7.2004 00:01
Einmana Danir Óvenju margir Danir þjást af einmanaleika nú yfir sumarleyfistímann ef marka má aukið álag á neyðarlínur þar sem fólki í vanda er svarað. Fólkið kvartar yfir sumarlokunum verslana og þjónustufyrirtækja og að vinir og kunningjar séu úti um hvippinn og hvappinn þannig að ekki náist samband við þá. 26.7.2004 00:01
Bann á asísku fuglakjöti framlengt Evrópusambandið framlengdi í dag bann við innflutningi á kjúklingakjöti og lifandi fuglum frá níu Asíuríkjum af ótta við að ekki hafi náðst að útrýma fuglaflensu í löndunum. Bannið átti að falla úr gildi þann 15. ágúst nk. en það hefur verið framlengt til 15. desember. 26.7.2004 00:01
Morðingi faldist í runnum í viku Lögreglan í Bretlandi handsamaði í gær mann sem grunaður er um fjögur morð en hann hafði þá verið á flótta undan lögreglu í eina viku. Maðurinn, Mark Hobson að nafni, er 34 ára gamall og hafðist við í runnum á bak við verslunarmiðstöð í Jórvíkurskíri þessa sjö daga sem hans var leitað. 26.7.2004 00:01
Sækir um skilnað við föður sinn 14 ára drengur í Bandaríkjunum hefur sótt um skilnað við föður sinn en hann drap móður drengsins fyrir sex árum. 26.7.2004 00:01
Háttsettur Íraki myrtur Þrír létust í sjálfsmorðsárásum í borginni Mósúl í Írak í morgun og háttsettur embættismaður var myrtur á heimili sínu í Bagdad. Árásum í Írak fer fjölgandi. 26.7.2004 00:01
Forsætisráðherra Tékka tilnefndur Forseti Tékklands, Vaclav Klaus hefur tilnefnt leiðtoga Sósíaldemókrataflokksins til að leiða næstu ríkisstjórn landsins. Fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Vladimir Spidla, sagði af sér eftir að flokkur hans tapaði í Evrópuþingskosningum í síðasta mánuði. 26.7.2004 00:01
Hver er John Kerry? Hver er John Kerry? Það er spurningin sem hann verður helst að svara á flokksþingi demókrata sem hefst í dag í Boston. 26.7.2004 00:01
Þúsund látnir af völdum flóða Nær þúsund manns hafa látið lífið í miklum flóðum í Suður-Asíu síðasta mánuðinn. Um tveir þriðju hlutar Bangladess eru undir vatni og eru flóðin þar þau verstu í tæpan áratug. 26.7.2004 00:01
66 ára maður gekk berkserksgang Að minnsta kosti fjórir menn særðust þegar 66 ára gamall maður gekk berserksgang og skaut úr riffli á nágranna sína í Munchen í Þýskalandi í dag. Byssumaðurinn skaut síðan sjálfan sig í höfuðið. Hann var fluttur á sjúkrahús ásamt fórnarlömbum sínum en hann hringdi á dyrabjöllum nágranna sinna og skaut þá í maga og hnakka. 26.7.2004 00:01
Danir drepa í Stöðugt fleiri Danir drepa í sígarettunum fyrir fullt og allt samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups. Flestir þeirra sem hætta að reykja eru á aldrinum 25-34 ára en þrátt fyrir það eru reykingamenn enn fjölmennastir í þessum aldurshópi. 26.7.2004 00:01
Átök í kjölfar mótmælakeðju Sex Palestínumenn voru drepnir í átökum við ísraelskar hersveitir á Vesturbakkanum í gær. Þá sendu ísraelskar þyrlur flugskeyti á byggingar í Gazaborg í kjölfar árásar vígamanna á félagsmiðstöð landtökumanna þar sem sex börn særðust. 26.7.2004 00:01
Gripið verði til refsiaðgerða Evrópusambandið vill að Sameinuðu þjóðirnar grípi til refsiaðgerða gegn Súdönum bindi þeir ekki þegar í stað enda á átökin í Darfur-héraði. Bandaríkjamenn hafa þegar lýst sig sömu skoðunar og telja átökin í Súdan jafngilda þjóðarmorði. 26.7.2004 00:01
Sprenging á McDonald´s í Mexíkó Sprenging skók McDonald´s-skyndibitastað í Mexíkóborg í morgun. Yfirvöld hafa ekki enn viljað greina frá hvað olli sprengingunni eða hvort einhverjir hafi slasast. Að sögn embættismanns á borgarskrifstofum Mexíkóborgar er veitingastaðurinn í verslunarmiðstöðinni Lindavista Plaza í norðurhluta borgarinnar. 26.7.2004 00:01
Höfrungar og selir í Thames Höfrungar og selir eru meðal þeirra dýrategunda sem hafa endurnýjað heimkynni sín í Thames-ánni í London. Á viktoríutímabilinu, fyrir um tvö hundruð árum, varð Thames svo menguð að nær öllu dýralífi í ánni var eytt. 26.7.2004 00:01
Hryðjuverkabæklingur í Bretlandi Breska ríkisstjórnin hefur varið meira en milljarði íslenskra króna í því skyni að uppfræða almenning um hvernig bregðast eigi við ef hryðjuverkaárás ætti sér stað. 26.7.2004 00:01
Sjúkrahús í endurbyggingu hrundi Heil álma í fjögurra hæða sjúkrahúsi sem var í endurbyggingu hrundi til grunna í Kabúl í Afganistan í dag. Ekki er vitað hve margir voru í byggingunni þegar hún hrundi en ljóst er að nokkrir eru fastir í rústunum. 26.7.2004 00:01
300 lögreglumenn í skotbardaga Aðgerðin Drekaveiðin eða „Dragon Hunting“ var hrundið af stað í morgun til að handsama einn harðsvíraðasta glæpamann Taívans. Chang She-ming er grunaður um aðild að fjölda skotárása og listinn yfir glæpi er langur. Lögregla fékk vísbendingar um að Chang héldi til í Suður-Taívan og samstundis voru yfir 300 lögreglumenn sendir á staðinn. 26.7.2004 00:01
Má ekki yfirgefa Ísrael Hæstiréttur Ísraels setti í gær hömlur á ferða- og tjáningarfrelsi Ísraelsmannsins Mordechai Vanunu sem ljóstraði upp um kjarnaofn Ísraelsmanna árið 1986. 26.7.2004 00:01
Miklir skógareldar í Portúgal Miklir skógareldar geisa nú í Portúgal. Stærstu eldarnir eru í Arrabida-þjóðgarðinum um fimmtíu kílómetra suður af höfuðborginni Lissabon. Nærliggjandi strendur og hús hafa verið rýmd og 150 slökkviliðsmenn börðust við eldana í nótt. Hitinn í Portúgal er hátt í fjörutíu gráður um þessar mundir sem gerir slökkvistarf mjög erfitt. 26.7.2004 00:01
Giftar án þess að vita það Suður-afrískar konur eru eindregið hvattar til að athuga reglulega hvort þær hafi verið giftar án þeirrar vitundar. Sérstakri herferð var hleypt af stokkunum eftir að upp komst um meira en þrjú þúsund ólögleg hjónabönd. 26.7.2004 00:01
Brosandi bílar Uppfinningamenn hjá bílaframleiðandanum Toyota hafa fengið einkaleyfi í Bandaríkjunum fyrir hugmynd að bíl sem sýnir tilfinningar. 26.7.2004 00:01
Dráp og mannrán halda áfram Vígamenn í Írak drápu átta manns í dag, þar á meðal háttsettan embættismann úr innanríkisráðuneytinu. Ekkert lát er á mannránum en tveimur Jórdönum og tveimur Pakistönum var rænt í dag til viðbótar við þá sjö gísla sem hafa setið í haldi í rúma viku. 26.7.2004 00:01
Efnahagsmál ráða líklega úrslitum Efnahagsmál koma líklega til með að ráða úrslitum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Flokksþing demókrata hefst í kvöld en þar verður John Kerry formlega tilnefndur sem forsetaframbjóðandi þeirra. 26.7.2004 00:01
Aðgerðir ESB gegn Súdan Evrópusambandið samþykkti í dag að grípa til aðgerða gegn Súdan, beiti súdönsk stjórnvöld sér ekki fyrir friði í Darfúr-héraði. 26.7.2004 00:01
Norðmenn orðnir latir Norðmenn leita nú leiða til að endurvekja vinnugleði hjá fólki í landinu. Ósérhlífnin og harkan sem einkenndu norska alþýðu áður en landið varð ríkt af olíu virðast vera á undanhaldi og eftir þrjá áratugi af velsæld virðist letin vera að ná tökum á norku vinnufólki. 25.7.2004 00:01
Áströlum og Ítölum hótað Ástralíu og Ítalíu hafa borist hótanir um hryðjuverk frá samtökum sem talin eru tengjast Al-Kaída. Í tilkynningu frá samtökunum er farið fram á að löndin dragi heri sína til baka frá Írak og verði það ekki gert muni holskefla bílasprenginga ganga yfir borgir landanna. Blóðbað muni eiga sér stað og lífi borgara landanna verði breytt í hreinasta helvíti. 25.7.2004 00:01
Norðmenn afhendi ekki Nóbelinn Ungliðahreyfing norska miðflokksins, Senterpartiet, hefur látið þá skoðun í ljós að Norðmenn eigi ekki lengur skilið þá virðingu og þann heiður sem fylgir því að veita friðarverðlaun Nóbels. Ástæðan sé fylgispektin við ofbeldisfulla utatnríkisstefnu Bandaríkjastjórnar. 25.7.2004 00:01
Gefur 150 milljóna lottóvinning Óþekktur lottóvinningshafi í Japan hefur ákveðið að láta þær rúmu 150 milljónir króna sem hann vann á föstudaginn renna óskiptar til fórnarlamba nýlegra flóða í Japan. Vinningshafinn, sem virðist búa yfir einstakri gjafmildi, segist vonast til þess að fórnarlömb flóðanna verði aðnjótandi sömu heppni og fylgdi miðanum. 25.7.2004 00:01
Réttarhöldunum sífellt frestað Réttarhöldum yfir morðingja hálfíslenskrar konu í Pensacola í Bandaríkjunum hefur verið frestað í áttunda sinn. Lögfræðingar, sem sérhæfa sig í að verja hagsmuni brotaþola, fylgjast grannt með málarekstrinum. 25.7.2004 00:01
100 dagar til kosninga John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, segist staðráðinn í að sannfæra kjósendur um það á næstu þremur mánuðum að hann sé betur til þess fallinn að verja landið gegn hryðjuverkum heldur en George Bush. 25.7.2004 00:01
13 skæruliðar drepnir Varnarliðsmenn í Írak drápu þrettán skæruliða í hörðum bardögum utan við borgina Baquba í morgun. Skæruliðarnir réðust til atlögu með sprengjuvörpum og handsprengjum á varnarliðsmenn þar sem þeir aðstoðuðu bandaríska hermenn við að brjóta á bak aftur skyndiáhlaup í Baquba. 25.7.2004 00:01
2 létust og 14 særðust á Máritíus Tveir létust og fjórtán særðust í sprengingu á fjölförnum ferðamannastað í Grand Baie á Máritíus í morgun. Hinir látnu eru maður og kona á þrítugsaldri, bæði heimamenn. Að sögn lögreglu er talið að allir hinna særðu séu íbúar Máritius. Forsætisráðherra landsins var á staðnum en hann sakaði ekki. 25.7.2004 00:01
Knattspyrnudómari skaut þjálfara Knattspyrnudómari skaut þjálfara í knattspyrnuleik í Suður-Afríku í gær eftir að þjálfarinn og leikmenn hans mótmæltu gulu spjaldi að sögn lögreglunnar þar í landi. Þjálfarinn lést þar sem hann lá í blóði sínu á vellinum en dómaranum tóks hins vegar að flýja af vettvangi. 25.7.2004 00:01
13 skæruliðar létust í Írak Þrettán írakskir skæruliðar létust í bardögum við varnarliðsmenn og bandaríska hermenn rétt utan við borgina Bakúba í morgun. Hópur skæruliða réðst til atlögu að írökskum þjóðvarnarliðsmönnum með sprengjuvörpum og handsprengjum, þar sem þeir aðstoðuðu bandaríska hermenn við leit í búðum skæruliða, í Buhriz sem er um 5 km suður af Bakúba. 25.7.2004 00:01