Fleiri fréttir

Treysta Blair ekki í annað stríð

Meirihluti breskra kjósenda treystir Tony Blair forsætisráðherra ekki lengur til að leiða land sitt í stríð samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem birtist í Sunday Times. 57 prósent segjast ekki myndu treysta Blair ef kæmi til annars stríðs og aðeins 31 prósent sagðist treysta honum til að leiða landið í öðru stríði.

6 látnir og 40 slasaðir í bílslysi

Að minnsta kosti sex létust og um 40 slösuðust í tuttugu bíla árekstri fyrir sunnan Róm á Ítalíu í dag. Ekki er vitað um tildrög slyssins en getgátur eru uppi um að hraðakstur eigi hlut að máli, ellegar að reykur vegna bruna nálægt hraðbrautinni hafi truflað einhverja ökumenn.

Flaug kjarnorkusprengjuvélinni

Flugmaður vélarinnar, sem varpaði kjarnorkusprengjunni á Nagasakí í Japan á lokadögum síðari heimsstyrjaldarinnar, lést í fyrradag á sjúkrahúsi í Boston í Bandaríkjunum. Hann hét Charles W. Sweeney og var 84 ára gamall.

Mótmæla málsmeðferð

Mannréttindahópar hafa lýst áhyggjum af því hver verður framgangur réttarhalda yfir írönskum fangaverði sem er sakaður um að hafa myrt íransk-kanadískan ljósmyndara.

Aftur í faðm fjölskyldunnar

Tæpum fjórum áratugum eftir að bandaríski hermaðurinn Charles Jenkins hvarf frá herdeild sinni í Suður-Kóreu og birtist í Norður-Kóreu er hann í fyrsta skipti kominn í land þar sem Bandaríkjamenn eiga möguleika á að fá hann framseldan.

Glæpamaður verður borgarstjóri

Sögulegum borgarstjórakosningum í rússnesku borginni Vladivostok við Kyrrahafið lauk í gær með sigri Vladimir Nikolayev. Nikolayev var legið á hálsi í kosningabaráttunni fyrir að reyna að hylja yfir glæpsamlega fortíð sína. Hann var handtekinn árið 1998 ásakaður um fjárkúganir og ofbeldisverk en náðaður ári síðar.

Kveikt í skrifstofum á Gasa

Liðsmenn Fatah-hreyfingar Jassers Arafats, forseta Palestínu, kveiktu í skrifstofum heimastjórnar Palestínumanna á Gasasvæðinu í dag.Mikil reiði er meðal Palestínumanna vegna þeirra breytinga sem Arafat gerði á öryggissveitum heimastjórnarinnar. Stjórnarkreppa er í landinu og neyðarástand ríkir í Gasaborg. 

Hefðu átt að vita betur

Fyrrum vopnaeftirlitssérfræðingur Bandaríkjanna, David Kay, segir að George W. Bush og Tony Blair hefðu átt að gera sér grein fyrir því áður en þeir hófu stríðið í Írak að upplýsingar um gjöreyðingavopn Íraka hefðu verið byggðar á veikum grunni og að ekkert benti til að Saddam Hussein ógnaði öryggi Vesturlanda.

Náttúruhamfarir víða um heim

Manntjón hefur orðið í náttúruhamförum víðs vegar um veröldina undanfarna daga. Slökkviliðsmenn hafa barist við skógarelda í Bandaríkjunum, fimmtán hafa látist í flóðum í Japan og að minnsta kosti sex hafa týnt lífi í ofsaveðri í Síberíu.

Hart sótt að Arafat

Staða Jasser Arafats, leiðtoga Palestínumanna, er erfiðari en hún hefur verið um margra ára skeið. Mikillar óánægju gætir með spillingu sem þykir hafa vaðið uppi innan heimastjórnarinnar auk þess sem hópar Palestínumanna keppast nú um að tryggja sér áhrif í aðdraganda þess að Ísraelar draga sig á brott frá Gazasvæðinu.

Krytur við upphaf viðræðna

Tveir stærstu stjórnmálaflokkar Ísraels hafa sett sér tveggja vikna tímamörk fyrir því að ná samkomulagi um aðkomu Verkamannaflokksins að ríkisstjórn. Frammámenn í báðum flokkum ítrekuðu þó í gær að mörg ljón væru í veginum fyrir samkomulagi.

Jarðskjálfti í Japan

Jarðskjálfti upp á 5,5 stig á Richter varð í höfuðborg Japans, Tókýó og nágrenni hennar, í dag. Engar fregnir hafa borist af slösuðu fólki en myndir og málverk skekktust og duttu niður af veggjum.

Neyðarástand á Gasa

Heimastjórn Palestínumanna hefur lýst yfir neyðarástandi á Gasasvæðinu í kjölfar mannrána og ólgu. Svo alvarlegt er ástandið að jafnvel er búist við að Ahmed Qurea forsætisráðherra segi af sér eða verði þvingaður til þess.

6 látnir og tugir sárir

Tugir manna liggja sárir og að minnsta kosti sex eru látnir eftir að tvær bílasprengjur sprungu í Bagdad í Írak í morgun. Önnur þeirra sprakk við bílalest dómsmálaráðherra landsins í nágrenni við heimili hans. Ráðherrann slapp ómeiddur en fjórir lífverðir hans létust.

Börnin jarðsett í dag

Börnin níutíu sem létust þegar eldur braust út í skólabyggingu í suðurhluta Indlands í gær verða jarðsett í dag. Flest þeirra voru yngri en tíu ára. Þrjátíu önnur eru stórslösuð.

Forsætisráðherrann segir af sér

Ahmed Qurie, forsætisráðherra Palestínumanna, sagði af sér nú fyrir stundu og tilkynnti hann Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, ákvörðun sína. Arafat neitaði hins vegar að taka við afsögninni. Fundur stendur nú yfir á meðal ráðamanna þjóðarinnar.

Einn lést og annar særðist

Bandarískur hermaður lést og annar særðist í sprengjuárás uppreisnarmanna í Írak í dag. Um var að ræða sprengju í vegarkanti nálægt borginni Baijí í norðurhluta landsins.

Streita á meðgöngu afdrifarík

Konur sem þjást af streitu um miðbik meðgöngunnar eru líklegri en aðrar konur til að eignast börn sem síðar á lífsleiðinni stríða við hegðunarvandamál. Vísindamenn í Bandaríkjunum tilkynntu þessar niðurstöður rannsóknar sinnar í gær.

Sleppa gíslinum á morgun

Mannræningjar sem hafa haft egypskan bílstjóra, Mohammed al-Gharabawi að nafni, í haldi sínu í Írak að undanförnu segjast ætla að sleppa honum á morgun að sögn Reuters-fréttastofunnar.

37% fylgjandi innrásinni í Írak

Einungis 37 prósent Bandaríkjamanna eru þeirrar skoðunar að George Bush, forseti landsins, hafi breytt rétt þegar hann ákvað að ráðast inn í Írak. 51 prósent þjóðarinnar er þeirrar skoðunar að Bandaríkin hefðu ekki átt að ráðast til atlögu. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar sem dagblaðið <em>The New York Times</em> og sjónvarpsstöðin CBS birtu í dag.

350 km langar bílaraðir

350 kílómetra langar raðir bifreiða voru á frönsku hraðbrautunum í dag en þessi helgi er fyrsta stóra ferðahelgi Frakka. Verst er ástandið í suðaustur Frakklandi en þar eru 120 kílómetra langar umferðarteppur. Biðraðirnar mynduðust strax í morgunsárið þegar fólksbíll og rúta lentu saman og leiddi það til 30 kílómetra umferðarteppu.

Afsögn forsætisráðherra Palestínu

Ahmed Qureia, forsætisráðherra Palestínu, tilkynnti ríkisstjórn sinni í dag að hann hygðist láta af embætti. Hann greindi Jasser Arafat, forseta Palestínu, frá ákvörðun sinni á fundi í morgun en Arafat neitaði að samþykkja hana.

50 ára kampavín af hafsbotni

Breskir kafarar fundu 20 þúsund flöskur af vel kældu kampavíni sem höfðu legið á botni Ermarsunds í nær hálfa öld. Ekki fæst gefið upp nákvæmlega hvar fjársjóðurinn fannst.

Mannfall heldur áfram

Tugir manna liggja sárir og að minnsta kosti sex eru látnir eftir að tvær bílsprengjur sprungu í Bagdad í Írak í morgun. Önnur sprakk í námunda við bílalest nýskipaðs dómsmálaráðherra landsins, Maliks Dohans al-Hassans. Ráðherrann slapp ómeiddur en fjórir lífverðir hans létust.

Vildu samstarf um árásir

Íranskir embættismenn settu sig í samband við al-Kaída eftir árás samtakanna á bandaríska herskipið Cole. Vildu írönsk stjórnvöld eiga samstarf við samtökin um árásir á Bandaríkin í framtíðinni að því er fram kemur á vef bandaríska vikublaðsins Time.

Upplausn í heimastjórninni

Palestínska heimastjórnin er í upplausn vegna deilna um öryggismál og spillingar. Ahmed Qureia, forsætisráðherra í palestínsku heimastjórninni, sendi Jasser Arafat Palestínuforseta afsagnarbeiðni í gærmorgun en Arafat neitaði að taka hana gilda. Qureia sagði ráðherrum sínum hins vegar að hann ætlaði sér að standa fastur á afsögn sinni.

Gengu út af friðarfundi

Súdanskir uppreisnarmenn sögðu samningamenn stjórnvalda ekki reiðubúna að koma til móts við kröfur sínar og gengu því á dyr. Vonir stóðu til að viðræðurnar yrðu til að binda endi á borgarastríð í Darfurhéraði sem hefur kostað tugi þúsunda lífið og hrakið yfir milljón manns á flótta.

Sex létust í árekstri á hraðbraut

Reykslæður sem bárust yfir hraðbraut virðast hafa verið kveikjan að 20 bíla árekstri sem kostaði sex manns lífið nærri Róm, höfuðborg Ítalíu. Auk þeirra sex sem létust slösuðust um 40 og voru margir þeirra með brunasár.

Verkamannaflokkurinn tapar sæti

Verkamannaflokkurinn breski tapaði einu þingsæti í aukakosningum sem fram fóru í gær. Litlu munaði að flokkurinn tapaði öðru sæti til.

Lítill árangur á AIDS-ráðstefnu

Alþjóðlegu alnæmisráðstefnunni í Bangkok á Tælandi er lokið án þess að nokkur teljandi árangur hafi náðst. Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, sendi Bandaríkjamönnum tóninn þegar hann hvatti ríki heims til að taka saman höndum og leggja milljarða dollara í þróun lyfja og forvarnir.

Filippseyingar á leið heim

Filippseyskar hersveitir í Írak eru nú á leið heim eftir að stjórnvöld tóku af skarið og virtu andmæli Bandaríkjastjórnar að vettugi. Vonir standa til að lífi filippseysks gísls verði þyrmt fyrir vikið.

Þörf á menningarlegri fjölbreytni

Mótun pólitískrar stefnu sem viðurkennir menningarlegan fjölbreytileika ríkja er ekki aðeins ákjósanleg stefna heldur beinlínis nauðsynleg í nútímasamfélögum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna um menningarlegan fjölbreytileika í ríkjum heims í dag.

Öryggisráðið fundar um múrinn

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun síðar í dag fjalla um ályktunartillögu þar sem Ísraelsríki er skyldað til að fara að úrskurði Alþjóðadómstólsins í Haag þess efnis að rífa beri hluta öryggismúrsins sem skilur að Ísraela og Palestínumenn.

OPEC-ríkin auka olíuframleiðslu

OPEC-ríkin ætla að auka olíuframleiðslu sína frá og með 1. ágúst. Óvíst var hvort af aukningunni yrði vegna nokkurrar verðhjöðnunar fyrr í mánuðinum en nú segja talsmenn OPEC að 500 þúsund föt verði framleidd aukalega á hverjum degi.

Skelfilegt ástand í Chad

Alvarleg vannæring hrjáir eitt af hverjum þremur börnum sem halda til í flóttamannabúðum í Chad eftir flótta frá Darfúr-héraði í Súdan. Ástandið þar versnar sífellt og svo virðist sem mannúðaraðstoð sé ekki nema dropi í hafið.

Martha Stewart fær 5 mánuði

Bandaríska kaupsýslu- og sjónvarpskonan Martha Stewart var dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir að ljúga til um hlutabréfaviðskipti í New York í dag. </font />

Réttarhöldum Milosevic frestað

Vörn Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, í réttarhöldunum yfir honum fyrir stríðglæpadómstólnum í Haag hefur aftur verið frestað, nú til 31. ágúst. Ástæðan er sögð vera heilsufar Milosevic en blóðþrýstingur hans er víst mjög hár þessa dagana.

Siniscalco settur ráðherra

Domenico Siniscalco mun verða settur efnahags- og viðskiptaráðherra Ítalíu í dag að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum innan ítölsku stjórnarinnar.

Yfirkennari skólans handtekinn

Yfirkennarinn í grunnskólanum í Kumbakonam á Indlandi, sem brann í morgun, hefur verið handtekinn. AP fréttastofan segir að a.m.k. 80 börn hafi látið lífið í eldsvoðanum og 100 liggi sár á sjúkrahúsi, þar af um 30 sem séu alvarlega slösuð. 

Strandaglópar á eyðieyju

Þrír ástralskir táningar syntu níu kílómetra að eyðieyju eftir að bát þeirra hvolfdi. Þaðan syntu þeir til annarrar eyjar þar sem þeir lifðu á kókósmjólk og ostrum í tæpa viku. 

Líf hundruð þúsunda í hættu

Þjóðarmorð og hungursneyð gætu leitt til dauða hundruð þúsunda í Darfur-héraði í Súdan. Íslensk kona, sem bjó um hríð í Súdan, segir ástandið hluta af víðtækari deilum í landinu sem eigi sér langa sögu.

Verkamannaflokkurinn fær á baukinn

Breski Verkamannaflokkurinn fékk á baukinn hjá kjósendum í aukakosningum sem fram fóru í gær. Innan flokksins hafa menn af því vaxandi áhyggjur að stríðið í Írak gæti reynst flokknum dýrkeypt í næstu kosningum.

A.m.k. 75 börn dáin í eldsvoða

Að minnsta kosti 75 börn létust í eldsvoða í grunnskóla á Indlandi í dag. 32 börn liggja slösuð á sjúkrahúsi. 300 börn voru í leikskóladeildinni á þriðju hæð skólahússins. 

Sex vikna hámark olíu

Olíuverð náði sex vikna hámarki í gær. Hráolíufatið kostaði 40 dollarar og 97 sent þegar lokað var á markaði í New York í gær. Meginástæðan er sú að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafa snarminnkað, auk þess sem áhyggjur af olíuflæði frá Miðausturlöndum virðast ætla að vera viðvarandi.

Engin fyrirskipun um brotthvarf

Algjör óvissa ríkir enn um hvort og þá hvenær sveitir Filipseyinga í Írak yfirgefa landið. Mannræningjar sem halda filipseyska gíslinum Angelo de la Cruz hafa hótað að drepa hann hverfi sveitirnar ekki til síns heima fyrir tuttugasta þessa mánaðar.

Sjá næstu 50 fréttir