Skelfilegt ástand í Chad 16. júlí 2004 00:01 Alvarleg vannæring hrjáir eitt af hverjum þremur börnum sem halda til í flóttamannabúðum í Chad eftir flótta frá Darfúr-héraði í Súdan. Ástandið þar versnar sífellt og svo virðist sem mannúðaraðstoð sé ekki nema dropi í hafið. Talið er að 200 þúsund manns hafi flúið frá Darfúr til Chad og hefst meirihluti fólksins við í flóttamannabúðum. Lítið er þar til skiptana og þjást allt að fjörutíu prósent barna af vannæringu, auk þess sem fullorðnir og Chad-búar sjálfir búa við krappan kost. Ástæða fólksflóttans frá Darfúr er átök svartra, súdanskra uppreisnarmanna og arabískra skæruliða sem fremja illvirki á vegum stjórnvalda í Khartoum. 1,2 milljónir manna hafa flúið heimili sín í héraðinu og segja sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna ástandið hvergi verra í heiminum. Fréttamaður New York Times ritar grein í blaðið í dag um ferð sem hann fór um svæði sem hafa verið á valdi uppreisnarmanna og þar sem Janjaweed-skæruliðar hafa að því er virðist framið þjóðarmorð undanfarið. Hann greinir frá skelfilegum aðstæðum fólks sem þorir ekki inn á svæði sem stjórnvöld ráða og mat er að finna og hann segir fólkið of veikburða til að flýja til Chad. Fréttamaðurinn kveðst hafa séð fjölda þorpa sem brennd voru til grunna þar sem búpeningur hafði verið drepinn og akrar eyðilagðir. Sögur gengu af því að skæruliðar hefðu drepið fólk og hent líkum þess í vatnsbrunna til að menga þá. Hann sá fjölda líka ungra manna í skurðum og var greinilegt að þeir höfðu verið teknir af lífi. Hálfur mánuður er liðinn frá því að Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, voru í Darfúr og Khartoum. Þeir vöruðu báðir stjórnvöld við og létu í það skína að refsiaðgerða væri að vænta. Fréttaritarar á svæðinu segja hins vegar engin merki sjáanleg um að ríkisstjórnin í Khartoum hafi gert nokkuð til að breyta ástandinu - morð, rán og hungurmorð séu áfram á dagskránni. Að líkindum verða í næstu viku greidd atkvæði um ályktunartillögu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem refsiaðgerðum er hótað verði ekki gjörbreyting þegar í stað, öryggis íbúa Darfúr gætt og hjálparsamtökum gert kleift að starfa óáreitt. Gagnrýnendur segja tillöguna of óljósa og væga, auk þess sem dagar og vikur líði án þess að gripið sé inn í atburðarásina. Á meðan deyi þúsundir barna, kvenna og karla drottni sínum. Erlent Fréttir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Alvarleg vannæring hrjáir eitt af hverjum þremur börnum sem halda til í flóttamannabúðum í Chad eftir flótta frá Darfúr-héraði í Súdan. Ástandið þar versnar sífellt og svo virðist sem mannúðaraðstoð sé ekki nema dropi í hafið. Talið er að 200 þúsund manns hafi flúið frá Darfúr til Chad og hefst meirihluti fólksins við í flóttamannabúðum. Lítið er þar til skiptana og þjást allt að fjörutíu prósent barna af vannæringu, auk þess sem fullorðnir og Chad-búar sjálfir búa við krappan kost. Ástæða fólksflóttans frá Darfúr er átök svartra, súdanskra uppreisnarmanna og arabískra skæruliða sem fremja illvirki á vegum stjórnvalda í Khartoum. 1,2 milljónir manna hafa flúið heimili sín í héraðinu og segja sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna ástandið hvergi verra í heiminum. Fréttamaður New York Times ritar grein í blaðið í dag um ferð sem hann fór um svæði sem hafa verið á valdi uppreisnarmanna og þar sem Janjaweed-skæruliðar hafa að því er virðist framið þjóðarmorð undanfarið. Hann greinir frá skelfilegum aðstæðum fólks sem þorir ekki inn á svæði sem stjórnvöld ráða og mat er að finna og hann segir fólkið of veikburða til að flýja til Chad. Fréttamaðurinn kveðst hafa séð fjölda þorpa sem brennd voru til grunna þar sem búpeningur hafði verið drepinn og akrar eyðilagðir. Sögur gengu af því að skæruliðar hefðu drepið fólk og hent líkum þess í vatnsbrunna til að menga þá. Hann sá fjölda líka ungra manna í skurðum og var greinilegt að þeir höfðu verið teknir af lífi. Hálfur mánuður er liðinn frá því að Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, voru í Darfúr og Khartoum. Þeir vöruðu báðir stjórnvöld við og létu í það skína að refsiaðgerða væri að vænta. Fréttaritarar á svæðinu segja hins vegar engin merki sjáanleg um að ríkisstjórnin í Khartoum hafi gert nokkuð til að breyta ástandinu - morð, rán og hungurmorð séu áfram á dagskránni. Að líkindum verða í næstu viku greidd atkvæði um ályktunartillögu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem refsiaðgerðum er hótað verði ekki gjörbreyting þegar í stað, öryggis íbúa Darfúr gætt og hjálparsamtökum gert kleift að starfa óáreitt. Gagnrýnendur segja tillöguna of óljósa og væga, auk þess sem dagar og vikur líði án þess að gripið sé inn í atburðarásina. Á meðan deyi þúsundir barna, kvenna og karla drottni sínum.
Erlent Fréttir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira