Erlent

Glæpamaður verður borgarstjóri

Sögulegum borgarstjórakosningum í rússnesku borginni Vladivostok við Kyrrahafið lauk í gær með sigri Vladimir Nikolayev. Nikolayev var legið á hálsi í kosningabaráttunni fyrir að reyna að hylja yfir glæpsamlega fortíð sína. Hann var handtekinn árið 1998 ásakaður um fjárkúganir og ofbeldisverk en náðaður ári síðar. Nikolayev nýtur stuðnings flokks Vladimírs Pútín forseta. Helsti keppinautur hans fékk ekki að bjóða fram í fyrri umferð kosninganna. Það var fyrrum borgarstjórinn Viktor Cherepkov sem var sakaður um að misnota aðstöðu sína og særðist eftir að handsprengju var kastað að honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×