Upplausn í heimastjórninni 17. júlí 2004 00:01 Palestínska heimastjórnin er í upplausn vegna deilna um öryggismál og spillingar. Ahmed Qureia, forsætisráðherra í palestínsku heimastjórninni, sendi Jasser Arafat Palestínuforseta afsagnarbeiðni í gærmorgun en Arafat neitaði að taka hana gilda. Qureia sagði ráðherrum sínum hins vegar að hann ætlaði sér að standa fastur á afsögn sinni. Ástæðan fyrir afsögn Qureia er að stærstum hluta óánægja með það hvernig öryggismálum er háttað í Palestínu. Arafat hefur haft öll völd á því sviði í hendi sinni og hefur það fallið í grýttan jarðveg, hvort tveggja hjá Palestínumönnum og erlendis. Skipulag öryggissveita hefur þótt flókið og öryggissveitirnar hafa litlum árangri náð. Fleiri ástæður eru þó fyrir afsögn Qureia. Honum hefur gengið illa að berjast gegn spillingu og er sagður afar ósáttur við að ekkert hefur gengið að koma friðarferlinu af stað á nýjan leik. Ísraelar hafa sagt að meðan Arafat sé ráðandi aðili í Palestínu hafi þeir engan til að semja við. Öryggismál eru í brennidepli eftir mannrán á Gazasvæðinu í fyrradag. Mannránin þykja hafa sýnt fram á veikleika í öryggismálum og lýsti heimastjórnin yfir neyðarástandi á fundi sínum í gær. Arafat samþykkti í gær að endurskipuleggja palestínskar öryggissveitir. Á annan tug öryggissveita verða nú sameinaðar í þrjár stofnanir sem verða eftir sem áður undir stjórn Arafats. Al Aqsa píslarvættasveitirnar gagnrýndu hins vegar að breytingarnar tækju ekki á spillingu sem er mikil innan palestínsku heimastjórnarinnar og stofnana hennar. Arafat skipaði í tvær stöður sem stóðu auðar eftir afsagnir. Í aðra þeirra valdist frændi hans, Moussa Arafat, fyrrum yfirmaður leyniþjónustunnar sem hefur verið sakaður um spillingu. Rúmt ár er síðan staða forsætisráðherra var tekin upp í palestínsku heimastjórninni. Fyrsti maðurinn til að gegna henni var Mahmoud Abbas sem sagði upp eftir fjóra mánuði vegna ósættis við Arafat. Qureia tók við af honum í september í fyrra. Erlent Fréttir Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Sjá meira
Palestínska heimastjórnin er í upplausn vegna deilna um öryggismál og spillingar. Ahmed Qureia, forsætisráðherra í palestínsku heimastjórninni, sendi Jasser Arafat Palestínuforseta afsagnarbeiðni í gærmorgun en Arafat neitaði að taka hana gilda. Qureia sagði ráðherrum sínum hins vegar að hann ætlaði sér að standa fastur á afsögn sinni. Ástæðan fyrir afsögn Qureia er að stærstum hluta óánægja með það hvernig öryggismálum er háttað í Palestínu. Arafat hefur haft öll völd á því sviði í hendi sinni og hefur það fallið í grýttan jarðveg, hvort tveggja hjá Palestínumönnum og erlendis. Skipulag öryggissveita hefur þótt flókið og öryggissveitirnar hafa litlum árangri náð. Fleiri ástæður eru þó fyrir afsögn Qureia. Honum hefur gengið illa að berjast gegn spillingu og er sagður afar ósáttur við að ekkert hefur gengið að koma friðarferlinu af stað á nýjan leik. Ísraelar hafa sagt að meðan Arafat sé ráðandi aðili í Palestínu hafi þeir engan til að semja við. Öryggismál eru í brennidepli eftir mannrán á Gazasvæðinu í fyrradag. Mannránin þykja hafa sýnt fram á veikleika í öryggismálum og lýsti heimastjórnin yfir neyðarástandi á fundi sínum í gær. Arafat samþykkti í gær að endurskipuleggja palestínskar öryggissveitir. Á annan tug öryggissveita verða nú sameinaðar í þrjár stofnanir sem verða eftir sem áður undir stjórn Arafats. Al Aqsa píslarvættasveitirnar gagnrýndu hins vegar að breytingarnar tækju ekki á spillingu sem er mikil innan palestínsku heimastjórnarinnar og stofnana hennar. Arafat skipaði í tvær stöður sem stóðu auðar eftir afsagnir. Í aðra þeirra valdist frændi hans, Moussa Arafat, fyrrum yfirmaður leyniþjónustunnar sem hefur verið sakaður um spillingu. Rúmt ár er síðan staða forsætisráðherra var tekin upp í palestínsku heimastjórninni. Fyrsti maðurinn til að gegna henni var Mahmoud Abbas sem sagði upp eftir fjóra mánuði vegna ósættis við Arafat. Qureia tók við af honum í september í fyrra.
Erlent Fréttir Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Sjá meira