Fleiri fréttir

Lögsaga Svalbarða er ekki norsk

Norsk stjórnvöld hafa heimilað erlendum skipum að veiða 80 þúsund tonn af síld fram til 15. október í lögsögu Svalbarða samkvæmt Fiskifréttum. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir í samtali við Fréttablaðið ekki skilja hvers vegna íslensk stjórnvöld fari ekki dómstólaleiðina og tryggi rétt sinn á svæðinu.

Framseldur innan tveggja vikna

Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar Íraks, segir vel hugsanlegt að Saddam Hussein verði framseldur í hendur hinnar nýju stjórnar landsins innan tveggja vikna.

Heimsókn í skugga hótana

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, kom í gær til Tyrklands þar sem hann ætlar að taka þátt í leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins, sem hefst á morgun.

Mótmæla naktir

Fjölmargir félagar í dýraverndunarsamtökunum PETA stormuðu á götur út í gær klæddir í fátt nema fæðingarbúning sinn og með stóra borða þar sem nautaati hvarvetna er mótmælt.

Stungið upp á Barroso

Lagt verður til að Jose Manuel Durao Barroso, forsætisráðherra Portúgals, verði næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Nató þjálfar Íraksher

Atlantshafsbandalagið ætlar að veita íröskum hermönnum þjálfun, að því er Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Nató, sagði í gær á leiðtogafundi Nató í Tyrklandi.

Írakar komnir með völdin

Írakar eru nú sjálfs síns herrar eftir að þeim voru fengin völdin í landinu í morgun, tveimur dögum fyrr en til stóð. Í morgun kvisaðist út að til stæði að flýta valdaskiptunum og að yfirlýsingar væri að vænta.

Hóta að skera höfuðin af

Arabísk sjónvarpsstöð sýndi í gærkvöldi myndabandsupptöku með tveimur gíslum, bandarískum hermanni og pakistönskum bílstjóra. Mannræningjarnir sem halda mönnunum hótuðu að skera af þeim höfuðin.

Flugskeytaárásir í Gasa-borg

Ísraelskar herþyrlur skutu í morgum tíu flugskeytum á málmverkstæði í Gasa-borg og ollu þær miklum skemmdum en engum fregnum fer af mannfalli. Árásin var gerð í hefndarskyni fyrir sprengjuárás palestínskra hryðjuverkamanna á útstöð ísraelshers á Gasa-ströndinni.

Serbar kjósa nýjan forseta

Eftir margar tilraunir tókst Serbum loksins að kjósa sér nýjan forseta í gærkvöldi. Boris Tadic heitir maðurinn og er hlynntur vesturlöndum og hófsamur.

Þjálfun NATO á Írökum samþykkt

Tillagan um að Atlantshafsbandalagið veiti írökskum hermönnum þjálfun var samþykkt á leiðtogafundi bandalagsins í Istanbúl í morgun. Þetta er haft eftir talsmanni NATO, James Appathurai.

Óeirðir í Istanbúl

Um það bil þrjátíu manns eru slasaðir eftir óeirðir í Istanbúl í Tyrklandi í dag. Óeirðirnar brutust út þar sem um tvö þúsund manns komu saman til þess að mótmæla leiðtogafundi NATO í borginni. Æstur múgurinn kastaði grjóti og bensínsprengjum að lögreglunni sem svaraði með táragasi og vatnsfallbyssum.

Fljótandi sprengjur í höfnum

Bandaríska alríkislögreglan hefur varað við fljótandi sprengjum í höfnum landsins. Aðvaranirnar voru sendar til átján þúsund hafnarstjórna um að alls konar fljótandi hlutir geti verið dulbúnar sprengjur.

Bremer farinn frá Írak

Bandaríkjamenn hafa falið Írökum stjórn landsins, tveimur dögum á undan áætlun, og Paul Bremer, landsstjóri í Írak, er farinn heim til Bandaríkjanna.

Þjálfun NATO á írökskum hermönnum

NATO samþykkti formlega í dag að taka þátt í að endurþjálfa írakska herinn. Samþykktin gengur þó hvergi nærri jafn langt og Bandaríkjamenn höfðu vonað, þ.e. að NATO myndi senda fjölmennt herlið til Íraks til þess að taka þar þátt í friðargæslu.

Chirac gagnrýnir Bush

Jaques Chirac, forseti Frakklands, gagnrýndi George Bush, forseta Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í dag fyrir að lýsa yfir eindregnum stuðningi við umsókn Tyrkja um inngöngu í Evrópusambandið og þrýsta á sambandið um að ákveða hvenær samningaviðræður geti hafist. Bush lýsti þessu yfir í Istanbúl í gær en þar fer nú fram leiðtogafundur sambandsríkja

Ákvörðun leiðtoga ESB umdeild

Ákvörðun forystumanna Evrópusambandsins um að útnefna Manuel Durao Barroso, forsætisráðherra Portúgals, arftaka Romanos Prodis sem forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, mælist afar misjafnlega fyrir.

Fangar í Guantanamo geta áfrýjað

Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að meintir erlendir hryðjuverkamenn, sem eru í haldi Bandaríkjamanna í fangelsinu við Guantanamo-flóa á Kúbu, geti áfrýjað varðhaldinu til bandarískra dómstóla. Þessi niðurstaða er mikill áfellisdómur yfir Bush forseta og stefnu stjórnarinnar gegn hryðjuverkum.

Efast um sjálfstjórn Íraka

Því hefur víðast verið fagnað að Bandaríkjamenn hafi látið Írökum eftir að stjórna landi sínu, tveimur dögum fyrr en búist var við. Hins vegar efast margir um að Írakar hafi fengið raunverulega sjálfstjórn.

Chirac húðskammaði Bush

Frakkar halda fast við að Atlantshafsbandalagið hafi engu formlegu hlutverki að gegna í Írak. Jacques Chirac, forseti Frakklands, húðskammaði auk þess George Bush, forseta Bandaríkjanna, fyrir afskiptasemi af málefnum Evrópu á leiðtogafundi bandalagsins í Tyrklandi.

Tala ekki um það sem máli skiptir

Meirihluti spænskættaðra Bandaríkjamanna er þeirrar skoðunar að frambjóðendur stjórnmálaflokkanna ræði ekkert um þau málefni, sem helst brenna á spænskumælandi íbúum landsins.

Fangar á Kúbu geta höfðað mál

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að bandarísk stjórnvöld hafi rétt á að halda bandarískum og erlendum ríkisborgurum sem grunaðir eru um að vera tengdir hryðjuverkum í haldi. Rétturinn úrskurðaði hinsvegar jafnframt að menn sem eru í haldi stjórnvalda vegna þessa geti leitað réttar síns fyrir bandarískum dómstólum.

Kosningar í Mongólíu

Áhrifamesti stjórnmálaflokkur Mongólíu mátti þola ósigur í þingkosningum sem fram fóru um helgina. Fékk flokkurinn, Byltingarflokkur Mongólíu, 35 þingsæti af 76.

Áhyggjur af umferðaröngþveiti

Grískir embættismenn vara við gríðarlegu umferðaröngþveiti á götum Aþenu ef ekki verður gripið til sérstakra aðgerða meðan Ólympíuleikarnir standa yfir. Ólympíuleikarnir hefjast þann 13. ágúst og standa yfir í tvær vikur.

Berlusconi tapar fylgi

Forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, tapaði fylgi í svæðiskosningum sem fram fóru á Ítalíu um helgina. Mátti hann meðal annars þola ósigur í heimabæ sínum.

Ræddi varnir Íslands

Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, ræddi um varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna á fundi sem hann átti með George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, í Tyrklandi í gær.

Tilbúnir að hitta Powell

Utanríkisráðherra Norður-Kóreu lýsti því yfir í gær að hann væri tilbúinn til þess að hitta utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Colin Powell, að máli. Þjóðirnar hafa átt í deilum vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda Norður-Kóreu.

Vill ekki þjálfa hersveitir Íraks

Frakkar munu ekki senda herþjálfara til Íraks, að sögn Jacques Chirac, forseta Frakklands. Þessu lýsti hann yfir á fundi leiðtoga NATO í Istanbúl í gær en þar var ákveðið að NATO tæki virkan þátt í þjálfun hersveita Íraka.

Á fjórða tug létust á einum degi

Í það minnsta 34 manns létust í árásum og bardögum víðs vegar í Írak í gær. Mesta mannfallið varð í sprengjuárás sem var gerð í borginni Hilla síðla dags. Sautján manns létu lífið og um fjörutíu særðust að sögn herstjórnarinnar. Í borginni búa að mestu sjíamúslimar.

Samstaða um að hjálpa Írökum

Leiðtogar Bandaríkjanna og Evrópusambandsins lögðu áherslu á að Atlantshafsbandalagið yrði við beiðni Íraksstjórnar um aðstoð við uppbyggingu íraskra öryggissveita. Þessu lýstu þeir yfir eftir fund sem þeir héldu í gær til að slétta yfir deilumál sín fyrir leiðtogafund Nató sem er að hefjast í Istanbúl í Tyrklandi.

Vill Tyrkland í Evrópusambandið

Bush forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að beita sér fyrir því að Tyrkland verði tekið inn sem aðildarþjóð að Evrópusambandinu. Hann hrósaði þessari íslömsku þjóð fyrir að hafa tekið lýðræði og lögum og reglum, opnum örmum.

23 látnir í Hillah

Á þriðja tug fórst í sprengjuárásum í borginni Hillah í Írak í gær. Tugir særðust. Svo virðist sem árásum í landinu ætli aldrei að linna. Svo virðist sem tveimur bílum hafi verið ekið upp að aðalmoskunni í bænum Hillah suður af Bagdad, en moskan er kennd við Saddam Hússein.

Næsti kafli að hefjast

Eftir innrás og hernám eru Írakar að fá völd í eigin hendur. Bráðabirgðastjórnin tekur við gríðarlegum vandamálum sem herja á íraskt þjóðfélag og þarf að troða marvaðann þar til lýðræðislega kjörið þing tekur að sér uppbyggingu íraska stjórnkerfisins.

Góð niðurstaða

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er ánægður með úrslit sameiningarkosninga sem fram fóru samhliða forsetakosningunum. Sameining Akureyrarbæjar og Hríseyjarhrepps var samþykkt með miklum yfirburðum í báðum sveitarfélögum en sameining á Héraði féll hinsvegar á atkvæðum í Fljótsdalshreppi.

Í kapp við tímann

Stjórnmálaflokkarnir á Norður-Írlandi verða að fá niðurstöðu í það í sumar hvort þeir nái að mynda heimastjórn í landinu.

Skapa ný landamæri

Báðar deildir Bandaríkjaþings hafa samþykkt yfirlýsingu þess efnis að það sé óraunhæft að friðarsamkomulag milli Ísraela og Palestínumanna feli í sér endurhvarf til landamæra Ísraels frá því fyrir sex daga stríðið 1967.

Fyrirskipa áframhaldandi vinnslu

Norsk stjórnvöld hafa skipað starfsmönnum olíuborpalla sem hafa verið í verkfalli að mæta aftur til vinnu og bannað vinnuveitendum að setja verkbann á þá starfsmenn sem voru ekki í verkfalli.

Hótanir frá Pyongyang

Norður-kóresk stjórnvöld hafa hótað því að gera tilraunir með kjarnorkusprengingu ef Bandaríkjastjórn verður ekki að skilyrðum þeirra fyrir því að hætta þróun kjarnorkuvopna.

Sjóræningjum fjölgar

Sjómenn við strendur Jamaíka kvarta nú hástöfum yfir sjóræningjum sem gerast æ aðgangsharðari í landhelginni kringum eyjuna.

Sprenging í Tyrklandi

Sprenging varð einni konu að bana og slasaði fjóra á hóteli í Alanya í Tyrklandi í morgun. Talið er að um gassprengingu hafi verið að ræða, þó að tyrknesk vefsíða haldi því fram að sprengja hafi sprungið. Yfirvöld neita því, sem og fregnum af sprengju á alþjóðaflugvellinum í Istanbúl, sem fréttastöðvar greindu frá.

Barroso tilnefndur forseti

Jose Manuel Durao Barroso, forsætisráðherra Portúgals, hefur verið beðinn um að taka að sér starf forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, kveðst öruggur um að samkomulag náist um Barosso á leiðtogafundi Sambandsins á þriðjudag.

Lítill áhugi og mótmæli almennings

George Bush, forseti Bandaríkjanna, er kominn til Evrópu til fundar við leiðtoga álfunnar. Hann vonast eftir stuðningi í Írak en mætir litlum áhuga stjórnmálamanna og mótmælum almennings. Bush hittir í dag leiðtoga Evrópusambandsins á fundi á Írlandi, og er fjöldi mála á dagskrá.

Afsögn forsætisráðherra Pakistans

Forsætisráðherra Pakistans, Safarullah Khan Jamali, hefur sagt af sér eftir fund sem hann átti með forseta landsins, Pervez Musharraf. Jamali hefur þegar nefnt eftirmann sinn. Ríkisstjórnin mun einnig segja af sér en verður við völd þar til nýr forsætisráðherra hefur tekið við stjórn.Ráðherrann sagði af sér sama dag og fyrstu viðræður milli Indlands og Pakistans á þremur árum, um hið umdeilda hérað Kasmír, áttu sér stað.

Vara við sýktum síðum

Tölvusérfræðingar vara við víðtækri árás sem beinast mun að fjölda vinsælla vefsíðna. Þetta kemur fram á heimasíðu Tæknivals. Þar segir að bandarísk stjórnvöld hafi gefið út viðvörun um að allar vefsíður, hversu traustvekjandi sem þær virka, kunni að vera sýktar og geti hugsanlega haft að geyma hættulegan kóða.

Sjá næstu 50 fréttir