Erlent

Tala ekki um það sem máli skiptir

Meirihluti spænskættaðra Bandaríkjamanna er þeirrar skoðunar að frambjóðendur stjórnmálaflokkanna ræði ekkert um þau málefni, sem helst brenna á spænskumælandi íbúum landsins. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar, sem baráttusamtök fyrir réttindum spænskættaðra Bandaríkjamanna lét gera. Samkvæmt könnuninni hafa 58 prósent aðspurðra það á tilfinningunni að frambjóðendur tali ekki um málefni sem varði þau mest. Þriðjungur er ósammála þessu, en átta prósent tóku ekki afstöðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×