Erlent

Berlusconi tapar fylgi

Forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, tapaði fylgi í svæðiskosningum sem fram fóru á Ítalíu um helgina. Mátti hann meðal annars þola ósigur í heimabæ sínum. Niðurstöður kosninganna, sem fram fóru á laugardag og sunnudag, koma um tveimur vikum eftir tap flokks Berlusconi í fyrri umferð svæðiskosninganna og kosningum til Evrópuþingsins. Stjórnarandstaðan vann hins vegar á og hrósaði sigri í 14 héruðum af 22 sem kosið var í.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×