Erlent

Vill Tyrkland í Evrópusambandið

Bush forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að beita sér fyrir því að Tyrkland verði tekið inn sem aðildarþjóð að Evrópusambandinu. Hann hrósaði þessari íslömsku þjóð fyrir að hafa tekið lýðræði og lögum og reglum, opnum örmum. Bush hitti tyrkneska forsætisráðherrann í dag í opinberri heimsókn sinni í Tyrklandi. Á morgun mætir hann á fund 26 aðildarríkja NATO, í Istanbul. Þetta er í fyrsta sinn sem Bush kemur til Tyrklands. Hann vonast til að geta sannfært NATO um að samþykkja formlega að þjálfa írakskar öryggissveitir. Þá vonast hann til að geta bætt samskipti Bandaríkjanna við Tyrkland. NATO-ríkin ákváðu í gær til bráðabirgða að svara kalli írakska forsætisráðherrans Iyad Allawi um aðstoð við þjálfun herafla. Búist er við að sú ákvörðun verði staðfest þegar Bush mætir á fundinn sem fram fer í Istanbul og lýkur á þriðjudag, degi fyrir valdaskipin í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×