Erlent

Mótmæla naktir

Fjölmargir félagar í dýraverndunarsamtökunum PETA stormuðu á götur út í gær klæddir í fátt nema fæðingarbúning sinn og með stóra borða þar sem nautaati hvarvetna er mótmælt. Þykir dýraverndunarsinnum harðræði fara fram úr hófi við atið en það er afar vinsælt í baskneska hluta Frakklands sem og á Spáni þar sem nautaat er þjóðaríþróttin. Nektina nota meðlimir samtakanna til að vekja enn meiri athygli á málefni sínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×