Næsti kafli að hefjast 27. júní 2004 00:01 Þó enn sé sennilega rúmt hálft ár í fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í Írak er nýr kafli að hefjast í sögu lands og þjóðar. Írakar taka formlega við völdum í eigin landi síðar í vikunni en völd bráðabirgðastjórnarinnar verða takmörkuð. Hún hefur til að mynda ekki rétt til að breyta almennum lögum landsins, verkefni sem bíður þings sem kosið verður á næsta ári. Það þing á einnig að semja stjórnarskrána sem Írak verður stjórnað eftir í framtíðinni. Halda Írak gangandi Verkefni bráðabirgðastjórnarinnar sem tekur við völdum á miðvikudag verður fyrst og fremst það að halda Írak gangandi þar til millibilsþing og stjórn verða kosin í janúar á næsta ári en þau hafa það verkefni að byggja upp stjórnkerfi Íraks sem notast verður við í framtíðinni. Í millitíðinni verður stjórnin þó hvort tveggja að hyggja að efnahagslegri uppbyggingu og uppbyggingu öryggissveita til að verjast vígamönnum sem standa fyrir stöðugum árásum í landinu. Þegar litið er til þess að innviðir írasks samfélags eru í lamasessi, orkukerfið hrunið, vatnsveitur í ólagi, heilbrigðiskerfið takmarkað og efnahagurinn í molum er ljóst að verkefni íraskra stjórnvalda næstu árin eru gífurlega erfið þó þessi uppbygging sé þegar hafin. Til að bráðabirgðastjórninni takist hlutverk sitt er nauðsynlegt að landsmenn samþykki hana, ólíkt því sem þeir gerðu með framkvæmdaráðið sem mátti þola vantrú stórs hluta þjóðarinnar. Til þess þarf meðal annars að bæta öryggisástandið. Leiðtogar hennar hafa einnig litið til þess að alþjóðleg viðurkenning kunni að auðvelda starfs stjórnarinnar. Stjórnir nágrannaríkjanna hafa lýst stuðningi við hana, sem og stærstu samtök íslamskra ríkja, Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið og Bandaríkin. Menn deila um það hvort hernámi Íraks ljúki í raun við það að bráðabirgðastjórnin tekur við völdum. Frakkar, Þjóðverjar og fleiri ríki vildu löngum frekari fullvissanir um völd Íraka en raunin varð á í samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkjamenn og Bretar vísa hins vegar til þess að það ríki sé fullvalda sem getur vísað erlendu herliði úr landi. Það vald hafi Írakar eftir valdaafsalið. Þar verður þó að taka tillit til þess að sú yfirlýsing var samþykkt eftir að ljóst þótti að þeir menn sem skipa bráðabirgðastjórnina myndu ekki óska eftir því að erlenda herliðið færi á brott. Enda myndi slík beiðni gera starfið mun erfiðara fyrir Íraksstjórn þar sem hennar eigin öryggissveitir eru ekki nógu öflugar til að halda vígamönnum niðri. Vanmáttugar öryggissveitir Eitt af því sem gerir írösku bráðabirgðastjórninni erfitt fyrir er að bandarísk stjórnvöld virðast ekki hafa undirbúið eftirleik innrásar í Írak sem skyldi og gert nokkur alvarleg mistök. Þetta kom berlega í ljós þegar óeirðir og gripdeildir brutust út við fall stjórnar Saddams Husseins. Þá voru innrásarherirnir ekki í stakk búnir að tryggja röð og reglu og er að nokkru leyti vorkunn. Til að halda friðinn þurfa menn að vera sýnilegir, þegar þeir berjast í stríði vilja þeir miklu frekar vera í felum fyrir skyttunni sem kemur til með að skjóta á þá. Eftir sem áður stendur sú staðreynd að óöld gekk í garð og var minna gert til að vinna bug á henni en nauðsynlegt var, jafnvel eftir að mesta hættan vegna stríðsins var liðin hjá. Þetta varð til þess að óbreyttir borgarar töldu sig í meiri hætti en áður. Ein þeirra ákvarðana hernámsstjórnarinnar sem hefur verið gagnrýnd er sú að leggja Íraksher niður og senda hermenn á brott. Hægt hefur gengið að byggja upp þjóðvarðlið sem er í stakk búið að berjast gegn andspyrnumönnum og hryðjuverkamönnum í Írak. Írösku öryggissveitirnar og lögreglan eru illa vopnuð og hefur þjálfun þeirra gengið seint. Þegar vígamenn hafa ráðist á lögreglustöðvar hafa þær oftar en ekki látið undan eða þurft á aðstoð erlendra hersveita til að halda aftur af árásarmönnum. Ljóst er því að langur tími getur liðið áður en þær geta tryggt öryggi í Írak. Þar getur Atlantshafsbandalagið gegn mikilvægu hlutverki, en um helgina náðist samkomulag um að bandalagið veitti Írökum hernaðaraðstoð, fyrst og fremst í formi þjálfunar öryggissveitanna. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi á dögunum að uppbygging öryggissveitanna hefði ekki gengið nógu vel. "Eftir á að hyggja hefði verið æskilegt ef við hefðum getað komið upp íröskum öryggissveitum á skemmri tíma. Við fengum mikinn fjölda manna til starfa en þeir fengu ekki búnað nógu fljótt og voru ekki þjálfaðir nógu fljótt," sagði Powell í samtali við þýska blaðið Die Welt. Enn mikið starf framundan Árásir vígamanna hafa aukist mjög í aðdraganda valdaafsalsins. Skammur tími líður á milli sprengjuárása sem kosta fjölda manns lífið og á hverjum degi láta einhverjir lífið í árásum vígamanna annars vegar og átökum andspyrnumanna og hernámsliðsins hins vegar. Þeir dagar geta talist rólegir þegar innan við tíu manns láta lífið. Á þessu verður nýja stjórnin, í samstarfi við fjölþjóðaliðið, að vinna bug. Samstarf við hernámsliðið hefur reynst mörgum Írökum dýrkeypt. Morð á háttsettum embættismönnum hafa vakið nokkra athygli. Þó hafa mun fleiri verið myrtir, einkum fólk sem gegnir störfum sem fæstir taka eftir, nema þeir sem líta eftir þeim. Ráðist hefur verið á marga á leið í eða úr vinnu, ráðist hefur verið á fólk heima við. Kona sem vann sem túlkur fyrir bandarískar hersveitir var myrt, höfuðið skorið af og komið fyrir á toppi krukku sem geymdi öskuna af líki hennar sem morðingjarnir brenndu. Erlent Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Þó enn sé sennilega rúmt hálft ár í fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í Írak er nýr kafli að hefjast í sögu lands og þjóðar. Írakar taka formlega við völdum í eigin landi síðar í vikunni en völd bráðabirgðastjórnarinnar verða takmörkuð. Hún hefur til að mynda ekki rétt til að breyta almennum lögum landsins, verkefni sem bíður þings sem kosið verður á næsta ári. Það þing á einnig að semja stjórnarskrána sem Írak verður stjórnað eftir í framtíðinni. Halda Írak gangandi Verkefni bráðabirgðastjórnarinnar sem tekur við völdum á miðvikudag verður fyrst og fremst það að halda Írak gangandi þar til millibilsþing og stjórn verða kosin í janúar á næsta ári en þau hafa það verkefni að byggja upp stjórnkerfi Íraks sem notast verður við í framtíðinni. Í millitíðinni verður stjórnin þó hvort tveggja að hyggja að efnahagslegri uppbyggingu og uppbyggingu öryggissveita til að verjast vígamönnum sem standa fyrir stöðugum árásum í landinu. Þegar litið er til þess að innviðir írasks samfélags eru í lamasessi, orkukerfið hrunið, vatnsveitur í ólagi, heilbrigðiskerfið takmarkað og efnahagurinn í molum er ljóst að verkefni íraskra stjórnvalda næstu árin eru gífurlega erfið þó þessi uppbygging sé þegar hafin. Til að bráðabirgðastjórninni takist hlutverk sitt er nauðsynlegt að landsmenn samþykki hana, ólíkt því sem þeir gerðu með framkvæmdaráðið sem mátti þola vantrú stórs hluta þjóðarinnar. Til þess þarf meðal annars að bæta öryggisástandið. Leiðtogar hennar hafa einnig litið til þess að alþjóðleg viðurkenning kunni að auðvelda starfs stjórnarinnar. Stjórnir nágrannaríkjanna hafa lýst stuðningi við hana, sem og stærstu samtök íslamskra ríkja, Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið og Bandaríkin. Menn deila um það hvort hernámi Íraks ljúki í raun við það að bráðabirgðastjórnin tekur við völdum. Frakkar, Þjóðverjar og fleiri ríki vildu löngum frekari fullvissanir um völd Íraka en raunin varð á í samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkjamenn og Bretar vísa hins vegar til þess að það ríki sé fullvalda sem getur vísað erlendu herliði úr landi. Það vald hafi Írakar eftir valdaafsalið. Þar verður þó að taka tillit til þess að sú yfirlýsing var samþykkt eftir að ljóst þótti að þeir menn sem skipa bráðabirgðastjórnina myndu ekki óska eftir því að erlenda herliðið færi á brott. Enda myndi slík beiðni gera starfið mun erfiðara fyrir Íraksstjórn þar sem hennar eigin öryggissveitir eru ekki nógu öflugar til að halda vígamönnum niðri. Vanmáttugar öryggissveitir Eitt af því sem gerir írösku bráðabirgðastjórninni erfitt fyrir er að bandarísk stjórnvöld virðast ekki hafa undirbúið eftirleik innrásar í Írak sem skyldi og gert nokkur alvarleg mistök. Þetta kom berlega í ljós þegar óeirðir og gripdeildir brutust út við fall stjórnar Saddams Husseins. Þá voru innrásarherirnir ekki í stakk búnir að tryggja röð og reglu og er að nokkru leyti vorkunn. Til að halda friðinn þurfa menn að vera sýnilegir, þegar þeir berjast í stríði vilja þeir miklu frekar vera í felum fyrir skyttunni sem kemur til með að skjóta á þá. Eftir sem áður stendur sú staðreynd að óöld gekk í garð og var minna gert til að vinna bug á henni en nauðsynlegt var, jafnvel eftir að mesta hættan vegna stríðsins var liðin hjá. Þetta varð til þess að óbreyttir borgarar töldu sig í meiri hætti en áður. Ein þeirra ákvarðana hernámsstjórnarinnar sem hefur verið gagnrýnd er sú að leggja Íraksher niður og senda hermenn á brott. Hægt hefur gengið að byggja upp þjóðvarðlið sem er í stakk búið að berjast gegn andspyrnumönnum og hryðjuverkamönnum í Írak. Írösku öryggissveitirnar og lögreglan eru illa vopnuð og hefur þjálfun þeirra gengið seint. Þegar vígamenn hafa ráðist á lögreglustöðvar hafa þær oftar en ekki látið undan eða þurft á aðstoð erlendra hersveita til að halda aftur af árásarmönnum. Ljóst er því að langur tími getur liðið áður en þær geta tryggt öryggi í Írak. Þar getur Atlantshafsbandalagið gegn mikilvægu hlutverki, en um helgina náðist samkomulag um að bandalagið veitti Írökum hernaðaraðstoð, fyrst og fremst í formi þjálfunar öryggissveitanna. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi á dögunum að uppbygging öryggissveitanna hefði ekki gengið nógu vel. "Eftir á að hyggja hefði verið æskilegt ef við hefðum getað komið upp íröskum öryggissveitum á skemmri tíma. Við fengum mikinn fjölda manna til starfa en þeir fengu ekki búnað nógu fljótt og voru ekki þjálfaðir nógu fljótt," sagði Powell í samtali við þýska blaðið Die Welt. Enn mikið starf framundan Árásir vígamanna hafa aukist mjög í aðdraganda valdaafsalsins. Skammur tími líður á milli sprengjuárása sem kosta fjölda manns lífið og á hverjum degi láta einhverjir lífið í árásum vígamanna annars vegar og átökum andspyrnumanna og hernámsliðsins hins vegar. Þeir dagar geta talist rólegir þegar innan við tíu manns láta lífið. Á þessu verður nýja stjórnin, í samstarfi við fjölþjóðaliðið, að vinna bug. Samstarf við hernámsliðið hefur reynst mörgum Írökum dýrkeypt. Morð á háttsettum embættismönnum hafa vakið nokkra athygli. Þó hafa mun fleiri verið myrtir, einkum fólk sem gegnir störfum sem fæstir taka eftir, nema þeir sem líta eftir þeim. Ráðist hefur verið á marga á leið í eða úr vinnu, ráðist hefur verið á fólk heima við. Kona sem vann sem túlkur fyrir bandarískar hersveitir var myrt, höfuðið skorið af og komið fyrir á toppi krukku sem geymdi öskuna af líki hennar sem morðingjarnir brenndu.
Erlent Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira