Erlent

Hóta að skera höfuðin af

Arabísk sjónvarpsstöð sýndi í gærkvöldi myndabandsupptöku með tveimur gíslum, bandarískum hermanni og pakistönskum bílstjóra. Mannræningjarnir sem halda mönnunum hótuðu að skera af þeim höfuðin. Fjórir grímuklæddir menn vopnaðir rifflum stóðu fyrir aftan gíslana sem krupu með bundið fyrir augum. Auk þessara gísla eru þrír Tyrkir í haldi mannræningja sem hótað hafa að afhöfða þá. Óljóst er á hvers vegum þessir mannræningjar starfa en fram til þessa hafa mannræningjar verið sagðir á vegum al-Kaída.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×