Erlent

Sprenging í Tyrklandi

Sprenging varð einni konu að bana og slasaði fjóra á hóteli í Alanya í Tyrklandi í morgun. Talið er að um gassprengingu hafi verið að ræða, þó að tyrknesk vefsíða haldi því fram að sprengja hafi sprungið. Yfirvöld neita því, sem og fregnum af sprengju á alþjóðaflugvellinum í Istanbúl, sem fréttastöðvar greindu frá. Lögreglan í Istanbúl kveðst ekki hafa fundið neinar vísbendingar um að sprengja hafi verið falin á flugvellinum. Gríðarleg öryggisgæsla er alls staðar í Tyrklandi vegna fundar leiðtoga NATO-ríkjanna í næstu viku



Fleiri fréttir

Sjá meira


×