Erlent

Tilbúnir að hitta Powell

Utanríkisráðherra Norður-Kóreu lýsti því yfir í gær að hann væri tilbúinn til þess að hitta utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Colin Powell, að máli. Þjóðirnar hafa átt í deilum vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda Norður-Kóreu. "Við höfum ekki gert neinar áætlanir um að hittast. En ef þeir vilja hitta okkur munum við mæta," sagði Paek Nam Sun. Paek nefndi þó ekki hvað hann myndi hugsanlega ræða við Powell en þeir sitja báðir þing 23 asískra þjóða í Jakarta í vikunni. Þjóðirnar sem sitja þingið vilja sjá friðsamlega lausn á deilu sem sprottið hefur upp vegna kjarnorkustefnu Norður-Kóreu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×