Fleiri fréttir

Kjóllinn bannaður

Fimmtán ára íslömsk stúlka fær ekki að klæðast hefðbundnum kjól og slæðu íslamskra kvenna í skólanum sem hún stundar nám við í London. Stúlkan var send heim úr skólanum í september 2002 fyrir að klæðast jilbab, síðum kjól sem hylur allan líkama hennar nema hendur og andlit.

Færri brenndir á báli en talið var

Það voru ekki nærri því jafn margir pyntaðir til játninga og brenndir á báli fyrir galdra og flestir hafa löngum talið. Þetta segja sagnfræðingar sem fóru yfir skjöl Vatíkansins til að meta útbreiðslu mannréttindabrota í tíð rannsóknarréttarins og hversu stóran hluta þess mætti rekja til kirkjunnar manna.

Sharon ekki ákærður

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, verður ekki ákærður fyrir spillingu. Ríkissaksóknari Ísraels telur hvergi nærri nógar sannanir fyrir því að Sharon hafi brotið af sér þannig að þær dugi til sakfellingar.

Stækka byggðir á vesturbakkanum

Ísraelsk stjórnvöld eru að skoða möguleika á byggingu nokkur þúsund íbúða landtökumanna á Vesturbakkanum. Þar með virðast vera að rætast áhyggjur Palestínumanna sem sögðu að brotthvarf frá Gaza væri til þess eins að draga athyglina frá frekari uppbyggingu landnemabyggða og upptöku lands Palestínumanna á Vesturbakkanum.

Einni og hálfri öld á eftir áætlun

Fyrir fjórum árum settu ríki heims sér það markmið að minnka fátækt í heiminum um helming á fimmtán árum. Í Afríku eru menn svo langt á eftir áætlun að það gæti tekið hálfa aðra öld að ná því markmiði. </font /></b />

Frestuðust um nokkra mánuði

Hryðjuverkaárásirnar á World Trade Center og bandaríska varnarmálaráðuneytið áttu fyrst að eiga sér stað í maí eða júní 2001 en ekki í september sama ár eins og raunin var. Þetta kemur fram í upplýsingum um undirbúning árásanna sem sjálfstæð rannsóknarnefnd hefur komist yfir.

Írakar vilja Saddam í eigin hendur

Íraskir ráðamenn vonast til þess að Saddam Hussein og samverkamenn hans fyrir innrásina í Írak verði ákærðir áður en bráðabirgðastjórn Íraks tekur við völdum þann 30. þessa mánaðar. Þeir gera einnig ráð fyrir að Bandaríkjamenn afhendi þeim Saddam á næstu tveimur vikum.

Líf hundruða þúsunda í hættu

Líf hundruða þúsunda er í hættu í vesturhluta Súdans þar sem stríð skæruliða og stjórnvalda, þurrkur og hungursneyð hafa náð slíku umfangi að stórfellt átak þarf til að afstýra hörmungum.

Króatía semur um skuldir

Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda í Króatíu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um tæplega 100 milljóna dala lán. Samkvæmt samkomulaginu skuldbinda króatísk stjórnvöld sig til að skera niður útgjöld ríkisins og lækka skuldir.

Buðu smokka og herbergi

Foreldrum útskriftarnema í bandarískum miðskóla var ofboðið þegar þeir fengu bréf, að því er virtist frá skólayfirvöldum, þar sem skýrt var frá því að boðið yrði upp á getnaðarvarnir á útskriftarballinu. Einnig stæðu hótelherbergi til boða þeim nemendum sem hefðu áhuga á því.

Ellefu látnir í Bagdad

Ellefu hið minnsta fórust fyrr í morgun þegar sjálfsmorðsárás var gerð á háannatíma í Bagdad. Sautján eru sagðir sárir. Talið er að maður hafi sprengt sig í loft upp um leið og bílalest óbreyttra, erlendra borgara ók hjá við svokallað Frelsistorg, en það mun vera ein megin umferðaræð borgarinnar.

Opið bréf til höfuðs Bush

Bush Bandaríkjaforseti á von á nýrri bylgju harðrar gagnrýni frá tuttugu og sex fyrrverandi sendiráðunautum og hermönnum í vikunni. Þeir hyggjast birta opið bréf þar sem hvatt er til þess að forsetinn verði ekki endurkjörinn nú í nóvember.

Myndir af gíslum í Írak

Öfgahópur í Írak sendi í gær frá sér myndir sem sýna egypska og tyrkneska gísla sem eru í haldi hópsins og voru myndirnar sýndar í Íslandi í bítið á Stöð 2 í morgun. Í yfirlýsingu sem fylgdi segir að þetta sé gert til að sýna að gíslum í Írak hafi ekki öllum verið sleppt, eins og hermt hafi verið undanfarna daga.

Þrettán látnir í Bagdad

Tala látinna, sem fórust fyrr í morgun þegar sjálfsmorðsárás var gerð á háannatíma í Bagdad, er komin upp í þrettán og gæti hækkað enn. Sautján eru sagðir sárir. Talið er að maður hafi sprengt sig í loft upp um leið og bílalest óbreyttra, erlendra borgara ók hjá við svokallað Frelsistorg en það mun vera ein megin umferðaræð borgarinnar.

Ísland fyrirmyndin

Verður í framtíðinni nauðsynlegt að sökkva sér ofan í bækur til að finna þorsk? Þetta er fyrirsögn í heilsíðuauglýsingu nærststærstu verslunarkeðju heims, Carrefour. Auglýsingin birtist í Sviss, Frakklandi, Belgíu og á Spáni föstudaginn 4. júní.

Sharon ekki ákærður

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, verður ekki ákærður fyrir spillingu í tengslum við rannsókn á meintum mútugjöfum ísraelsks auðkýfings sem sonur Sharons starfaði fyrir. Rannsókn á málinu og aðild Sharon-fjölskyldunnar hefur staðið svo mánuðum skiptir en talið var að kaupsýslumaðurinn David Appel hafi borið fé í son forsætisráðherrans sem hafi í staðinn liðkað fyrir um viðskipti Appels.

Þátttaka í Evrópukosningum dræm

Íbúar Evrópusambandsins sendu stjórnvöldum í heimalöndum sínum skýr skilaboð um helgina, sé miðað við úrslit Evrópuþingskosninga. Ekki er nóg með að þátttaka hafi verið með afbrigðum lítil, eða 44,2%, heldur guldu stjórnarflokkar nánast undantekningarlaust afhroð. Í nýju aðildarlöndununum tíu, sem gengu í Evrópusambandið fyrir aðeins nokkrum vikum, var þátttakan ennþá minni eða aðeins 26%.

Þýsk kona lést í sprengingu

Kona lést í sprengingu í íbúðarblokk í Duisburg í Þýskalandi í morgun. Einn karlmaður slasaðist. Ekki er vitað hvað olli sprengingunni sem var í íbúð á fjórðu hæð, skömmu fyrir klukkan tíu að staðartíma. Lögregla og sjúkralið er enn á staðnum en eldur braust út í blokkinni í kjölfar sprengingarinnar.

Írakskur drengur í aðgerð í Japan

Írakskur drengur, sem missti nærri sjón í stríðinu en hlaut meðferð í Japan, hitti í morgun ekkju japanska blaðamannsins sem sá til þess að hann hlaut aðstoð. Mohamad Sale er tíu ára gamall piltur frá borginni Fallujah.

Ævisaga Clintons væntanleg

Ævisaga Bills Clintons, My Life, kemur út síðar í mánuðinum og ef fer sem horfir verður hún söluhæsta stjórnmálabók allra tíma. Bæði hjá netbókabúðinni Amazon og bókabúðakeðjunni Barnes and Noble er ævisagan í efsta sæti metsölulistans, þó að hún sé ekki ennþá komin út.

Nauðsynlegt að koma Bush frá

Það er nauðsynlegt að koma George Bush, forseta Bandaríkjanna, frá við næstu kosningar þar sem hann er að leggja utanríkisstefnu Bandaríkjanna í rúst. Þetta er kjarni yfirlýsingar frá á þriðja tug fyrrverandi háttsettra diplómata og hershöfðingja. 

Tókýó enn dýrasta borg heims

Enn er langdýrast að búa í Tókýó og bæði Moskva og Pétursborg eru orðnar dýrari en New York. Þetta er samkvæmt samantekt Mercer Human Resource Consulting sem unnin er fyrir ríkisstjórnir og stórfyrirtæki sem þurfa að senda starfsmenn sína til tímabundinnar dvalar víða um heim. Upplýsingarnar gefa því ekki mynd af því hvar dýrast er fyrir heimamenn að búa.

Mannræningja ákaft leitað

Yfirvöld í Sádi-Arabíu leituðu í gær ákaft að bandarískum ríkisborgara sem rænt var um helgina. Maðurinn, Paul M. Johnson, er talinn vera í haldi hryðjuverkahóps á vegum al Kaída sem þegar hefur lýst yfir ábyrgð sinni á morði á öðrum Bandaríkjamanni sem drepinn var í höfuðborginni Riyadh um helgina.

Vantraustsyfirlýsing felld

Ísraelska þingið greiddi nú rétt áðan atkvæði um vantraustsyfirlýsingu á hendur Ariel Sharon forsætisráðherra. Niðurstaðan varð sú að yfirlýsingin var felld.

Ísraelar færa stöðvar sínar

Stjórnvöld í Ísrael ætla að færa tvær stórar landamærastöðvar sínar í tengslum við brotthvarf hersins og landnema frá Gaza-ströndinni. Háttsettur ísraelskur embættismaður tilkynnti þetta í dag og jafnframt að Ariel Sharon forsætisráðherra hefði þegar fyrirskipað brottflutninginn.

Framkvæmdi hugmynd Hitler

Einræðisherrann Adolf Hitler gældi við það tæpum 60 árum áður en það raunverulega gerðist að láta flugvélar hlaðnar sprengiefnum fljúga á skýjakljúfa í New York. Voru hugmyndir hans það langt komnar að búið var að þjálfa flugmenn og teikna flugvélarnar, sem hlutu nafnið Amerikabomber. Reyndi Hitler mikið að hefja framleiðslu vélanna við lok stríðsins þegar fyrirséð var að þýski herinn væri á undanhaldi á flestum vígstöðvum en gafst ekki nægilegt tóm til.

Framkvæmdi hugmynd Hitler

Einræðisherrann Adolf Hitler gældi við það tæpum 60 árum áður en það raunverulega gerðist að láta flugvélar hlaðnar sprengiefnum fljúga á skýjakljúfa í New York. Voru hugmyndir hans það langt komnar að búið var að þjálfa flugmenn og teikna flugvélarnar, sem hlutu nafnið Amerikabomber. Reyndi Hitler mikið að hefja framleiðslu vélanna við lok stríðsins þegar fyrirséð var að þýski herinn væri á undanhaldi á flestum vígstöðvum en gafst ekki nægilegt tóm til.

Tólf biðu bana

Tólf manns biðu bana og þrettán særðust í sjálfsmorðsárás nærri bandarískri herstöð í Bagdad í gær. Íraskir lögreglumenn höfðu stöðvað bifreið sem ók gegn einstefnu þegar mikil sprenging varð með þeim afleiðingum að fjórir lögreglumenn og árásarmaðurinn létust, auk sjö óbreyttra borgara.

Fjórir breskir hermenn ákærðir

Fjórir breskir hermenn verða ákærðir fyrir illa meðferð á föngum í Írak. Talsmaður ríkissaksóknarans í Bretlandi sagði að hermennirnir hefðu misþyrmt föngunum og niðurlægt og hefðu brotið gegn reglum hersins um góða og agaða framkomu. Hermennirnir eru þeir fyrstu í Bretlandi sem sóttir verða til saka fyrir framkomu sína við írakska fanga.

Gista ekki í Sádi-Arabíu

Áhafnir breska flugfélagsins British Airways munu ekki dvelja næturlangt í Sádi-Arabíu í tengslum við ferðir félagsins þangað. Félagið tilkynnti um þessa breytingu í gær en hún er tilkomin vegna árása íslamskra öfgamanna á útlendinga í landinu.

Telenor brýtur lög

Neytendasamtök í Noregi gagnrýna stærsta símafyrirtæki landsins, Telenor, harðlega og ásaka það um lögbrot. Fjarskiptafyrirtæki í Noregi eiga í harðri samkeppni og hefur verð á farsímum því lækkað til muna á undanförnum árum.

Ákæra Saddam eða sleppa honum

Alþjóðleg nefnd Rauða krossins hvetur stjórnvöld í Írak til að leggja fram ákærur á Saddam Hussein, fyrrverandi forseta landsins, eða sleppa honum ella þegar heimamenn taka við stjórnartaumunum í Írak.

Sjö fórust í aurskriðu

Sprenging í tengslum við vegaframkvæmdir kom af stað skriðu sem varð sjö manns að bana á Indlandi í gær. Flytja varð tugi manna slasaða á sjúkrahús eftir slysið. Verið var að breikka fjölfarinn fjallveg með þessum afleiðingum en þeir sem fórust voru staddir á veginum þegar skriðan varð.

Enginn fékk hreinan meirihluta

Þjóðernissinninn Tomislav Nikolic hlaut flest atkvæði í forsetakosningunum í Serbíu og Svartfjallalandi sem fram fóru í gær. Samkvæmt fyrstu tölum hlaut Nikolic rúmlega 30% atkvæða en helsti keppinautur hans, Boric Tadic úr flokki umbótasinna, var með rúmlega 27% fylgi.

Tveir drepnir á sólarhring

Tveir háttsettir embættismenn voru drepnir í Írak um helgina. Þeir voru báðir ráðnir af dögum í höfuðborg landsins Bagdad en menningarfulltrúi írakska menntamálaráðuneytisins, Kamal Jarrah, var skotinn fyrir utan heimili sitt í Gasalíja-hverfinu og aðstoðarutanríkisráðherra landsins, Bassam Kubba, var myrtur á leið sinni til vinnu.

Grafhýsi finnast

Ástralskir fornleifafræðingar grófu upp 5.000 ára gamlan grafreit með tuttugu heillegum grafhýsum í Egyptalandi í gær.

Ísraelar beina augum frá átökum

Fréttir af ófriðarástandi í Ísrael hafa vikið fyrir forræðadeilu milli hjóna og líffræðilegra foreldra þrettán mánaða drengs þeirra sem vilja fá hann aftur.

Bílsprengja í Bagdad

Öflug bílsprengja grandaði að minnsta kosti þrettán manns í Bagdad í morgun. Mikil reiði ríkir vegna tilræðisins og er óttast að frekari árásir verði gerðar.

Óværan sem gerir usla á netinu

Útgáfur Netsky ormsins eru fyrirferðamestar á mánaðarlegum lista vírusvarnafyrirtækisins Central Command yfir "sóðatylftina," eða fyrirferðamestu tölvuóværuna í liðnum mánuði. Fyrsta sæti listans vermir hins vegar Sasser ormurinn, sem uppgötvaðist 30. apríl sl. Hann varð fljótlega mjög fyrirferðamikill og sýkti þúsundir Windows tölva um heim allan.

Ráðuneytisstjóri myrtur

Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Íraks var myrtur í morgun. Hann er fyrsti háttsetti embættismaðurinn, sem ráðinn er af dögum síðan ný bráðabirgðaríkisstjórn tók við völdum um síðustu mánaðamót.

Ekki tekinn af lífi

Terry Nichols, sem fundinn var sekur um aðild að sprengjutilræðinu í Oklahoma-borg 1995, verður ekki dæmdur til dauða, eins og búist hafði verið við. Kviðdómur klofnaði í afstöðu sinni til refsingar og því verður hann líklega dæmdur í lífstíðarfangelsi, með möguleika á skilorði.

Viðurkenna þjóðarmorð

Bosníu-Serbar hafa í fyrsta skipti viðurkennt að hafa drepið um 8 þúsund múslima í Srebrenitsa í Bosníu sumarið 1995. Það ár var Bosníustríðið enn í hámarki og alþjóðasamfélagið stóð ráðþrota gagnvart glæpum gegn mannkyni. Srebrenitsa er hluti af yfirlýstu öryggissvæði Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, en undir stjórn Bosníu-Serba.

Bíll stakkst í tjörn

Ungur piltur, sem grunaður er um ölvun við akstur, var hætt kominn þegar bíll hans stakkst ofan í tjörn skammt utan Flateyrar í Önundarfirði. Slysið varð um hálffjögurleytið í nótt, að sögn lögreglunnar á Ísafirði.

SMS áróður á Ítalíu

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, var gagnrýndur harkalega fyrir að senda 30 milljónum ítalskra kjósenda skilaboð í gsm síma, vegna kosninganna til Evrópuþingsins. Ítalar ganga að kjörborðinu í dag, ásamt Tékkum, Lettum og Möltubúum, en kosningunum lýkur á morgun.

Hvetur til rannsókna á Alzheimer

John Kerry, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, hvetur stjórnvöld til að veita meira fé til rannsókna á Alzheimer sjúkdómnum. Kerry hefur haft hægt um sig opinberlega eftir að Ronald Reagan, fyrrverandi forseti, lést fyrir viku en Reagan var haldinn Alzheimer í meira en áratug.

Sjá næstu 50 fréttir