Fleiri fréttir Írar skerða möguleika útlendinga Írskir kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu tillögu ríkisstjórnarinnar um að skerða möguleika útlendinga á að hljóta ríkisborgararétt. Enda þótt niðurstaðan hafi verið talin afgerandi þar í landi, hefði hún ekki verið talin gild, ef ýmsar hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi hefðu verið til hliðsjónar. 13.6.2004 00:01 Deilt á minnisvarða Yfirvöld í Karelíuhéraði í Rússlandi hafa reist minnisvarða til heiðurs Júrí Andropov, fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna, sem var um fimmtán ára skeið yfirmaður leyniþjónustunnar KGB. Fjöldi ungmenna mótmælti þessu við afhjúpun minnisvarðans og færði lögregla fólkið á brott. 13.6.2004 00:01 Fundu 20 ára gamalt lík Lík karlmanns fannst í yfirgefnu fjölbýlishúsi á dögunum, rúmlega tuttugu árum eftir að hann er talinn hafa látist. Líkið fannst þegar verkamenn voru að ganga frá húsinu til niðurrifs. Ekkert var eftir af manninum nema beinagrindin og náttföt sem hann var klæddur í. 13.6.2004 00:01 HIV-sýkt börn eftir blóðgjöf Eftirlit með indverskum blóðbönkum hefur verið hert til muna eftir að fregnir bárust af því að 30 börn hefðu smitast af HIV-veirunni við blóðgjöf á síðustu þremur árum. Fjölmiðlar í Kalkútta greindu frá því að börn niður í þriggja ára hefðu smitast en alls eru 58 blóðbankar starfræktir á vegum yfirvalda í Kalkútta. 13.6.2004 00:01 Bæjarstjóri sýknaður Líkurnar á því að Jason West, bæjarstjóri í New Paltz í New York-ríki, fari í fangelsi fyrir að gefa samkynhneigð pör saman minnkuðu heldur þegar dómari vísaði ákæru á hendur honum frá dómi. Ákæruvaldið getur þó áfrýjað úrskurðinum. 13.6.2004 00:01 Bush eldri áttræður George H.W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ætlar sér að halda upp á 80 ára afmæli sitt með því að fara í fallhlífarstökk um helgina.</font /> 13.6.2004 00:01 Danir rannsaka fangamisþyrmingar Dönsk hermálayfirvöld hafa fyrirskipað rannsókn á ásökunum Dana, sem vann sem túlkur fyrir danska og bandaríska hermenn í Afganistan, þess efnis að hann hafi séð fanga pyntaða og myrta. Maðurinn sagði frá þessu skömmu eftir að myndir hófu að birtast af illvirkjum bandarískra hermanna í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. 13.6.2004 00:01 Íraskur ráðherra myrtur Bassam Salih Kubba, varautanríkisráðherra hinnar nýju Íraksstjórnar, var skotinn til bana á leið sinni til vinnu í gær. Talið er að stuðningsmenn Saddams Hussein hafi myrt hann. 13.6.2004 00:01 Ætla að halda áfram árásum Háttsettur leiðtogi palestínsku Hamas-samtakanna, Mahmoud Zahar, sagði í gær að samtökin myndu halda áfram árásum sínum á Ísrael hvort sem Ísraelar drægju herlið sitt frá Gazaströndinni eða ekki. Forsætisráðherra Palestínu, Ahmed Qureia heimsótti Gaza í gær til samráðsfundar við háttsetta heimamenn um framtíð svæðsins. 13.6.2004 00:01 Færeyingar elska pitsur Færeyingar hafa tekið miklu ástfóstri við pitsur og sódavatn og hefur færeyski landlæknirinn af þessu miklar áhyggjur enda hefur neysla á þessum vörum tífaldast á síðustu átta árum. Hann telur þýðingarmikið að koma á framfæri skilaboðum um skaðsemi þessarar neyslu og hefja fyrirbyggjandi aðgerðir sem fyrst. 13.6.2004 00:01 Kjörsókn tvöfaldast í Bretlandi Tilraunir með póstatkvæðagreiðslu í bresku sveitarstjórnarkosningunum virðast hafa borið góðan árangur. Í það minnsta tvöfaldaðist kjörsókn á mörgum þeim svæðum þar sem hægt var að greiða atkvæði í pósti. Í norðvesturhluta landsins fór kjörsókn úr tæpum tuttugu prósentum í nær 40 prósent. 13.6.2004 00:01 Hneyksli skekur stjórnvöld Fyrir þrettán árum síðan var sú ákvörðun tekin af áströlskum stjórnvöldum að láta almenning ekki vita að blóð í blóðbönkum á ákveðnum svæðum í landinu væri líklega sýkt af lifrarbólgu C. Afleiðingar þessa eru að yfir 20 þúsund manns hafa smitast af veirunni og eru aðeins átta þúsund þeirra enn á lífi. 13.6.2004 00:01 Ráðist á lögreglu á N-Írlandi Kaþólsk ungmenni réðust að lögreglu vopnuð bensínsprengjum, múrsteinum, grjóti og blöðrum fylltum af málningu. Árásin var gerð þegar lögreglumennirnir fluttu atkvæði sem voru greidd í Belfast til talningar. 13.6.2004 00:01 Dóttir Saddams vill aftur heim "Ef aldur væri mældur í angist og depurð hefði ég orðið áttræð í dag," sagði Raghad, elsta dóttir Saddams Hussein, í samtali við kvennatímaritið Sayidaty. Hún segir líf sitt hafa verið fullt af andlegri þjáningu og að hún myndi snúa aftur til Íraks ef hún ætti þess kost. Skilaboð hennar til föður síns væru einföld: "Ég elska þig." 13.6.2004 00:01 Minna fylgi við aðild Stuðningur við aðild Noregs að Evrópusambandinu hefur minnkað mjög síðasta mánuðinn, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birtist í Aftenposten. Nú segjast 52 prósent þeirra sem taka afstöðu vera fylgjandi aðild en voru 59 prósent fyrir mánuði. 13.6.2004 00:01 Brotthvarfi verði flýtt Ísraelska ríkisstjórnin gæti byrjað að bjóða landtökumönnum á Gaza bætur fyrir að flytja þaðan þegar í næsta mánuði, þrátt fyrir að stjórnin hafi ekki ákveðið endanlega að flytja landnema á brott. Samkvæmt tímaáætlun sem var birt á fimmtudag var ekki gert ráð fyrir að bótagreiðslur hæfust fyrr en í ágúst. 13.6.2004 00:01 McCain ekki með Kerry Repúblikaninn John McCain hefur sagt John Kerry, forsetaefni demókrata, að hann myndi ekki þiggja útnefningu sem varaforsetaefni hans. AP-fréttastofan hefur þetta eftir ónafngreindum ráðamönnum í Demókrataflokknum. 13.6.2004 00:01 Nýr kafli að hefjast <font face="Helv"> </font>Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti Íraksályktun Bandaríkjamanna og Breta í gærkvöldi með atkvæðum allra fimmtán ríkjanna sem eiga sæti í ráðinu. Ályktunin hefur tekið allnokkrum breytingum frá því hún var upphaflega lögð fram fyrir tveimur vikum. 12.6.2004 00:01 Ráðherra fyrir borð Ríkisstjórn Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, tapaði þingmeirihluta sínum í gær þegar húsnæðisráðherrann Effie Eitam sagði af sér í mótmælaskyni við samþykkt stjórnarinnar um brotthvarf frá Gaza. 12.6.2004 00:01 Íranar sæta gagnrýni Íranar eru gagnrýndir í ályktunartillögu sem Bretland, Frakkland og Þýskaland hyggjast leggja fyrir Alþjóða kjarnorkumálastofnunina. 12.6.2004 00:01 Bannað að birta úrslit Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tilkynnt hollenskum stjórnvöldum að hún kunni að kæra þau ef úrslit úr kosningum til þings Evrópusambandsins verða birt á fimmtudag eins og búist er við. 12.6.2004 00:01 Hrapaði í fjöruborðinu Í það minnsta fjórtán manns létu lífið þegar farþegaflugvél hrapaði í Atlantshafið rétt undan strönd Afríkuríkisins Gabon. 12.6.2004 00:01 Blóðugur bardagi 21 talibani lét lífið í bardögum við bandaríska og afganska hermenn í suðurhluta Afganistans. Fimm bandarískir hermenn og tveir afganskir særðust í bardaganum, sem braust út eftir að talibanarnir gerðu hermönnunum fyrirsát. 12.6.2004 00:01 Milljónir þurfa hjálp Milljónir Norður-Kóreumanna líða skort og þarfnast læknishjálpar, sagði Alistair Henley, fulltrúi Rauða krossins í Peking, höfuðborg Kína. 12.6.2004 00:01 Karatemeistari ákærður Karatemeistari í Svartfjallalandi hefur verið ákærður fyrir morð á ritstjóra stjórnarandstöðublaðs í landinu. 12.6.2004 00:01 Poppkorn í sjóinn Norðmenn eru farnir að nota nýtt efni við æfingar gegn olíuleka í sjó. Efnið sem þeir telja hentugast til að líkja eftir olíuslikju, án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfið, er poppkorn. 12.6.2004 00:01 Borgarstjóri hættir Borgarstjóri Kaupmannahafnar, Jens Mikkelsen, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu kosningum en hann hefur gegnt embættinu síðan árið 1989. 12.6.2004 00:01 Réttlættu beitingu pyntinga Greinargerð sem bandaríska dómsmálaráðuneytið sendi Hvíta húsinu í ágúst 2002 gefur til kynna að stjórnvöld hafi verið reiðubúin að leggja blessun sína yfir að meintir hryðjuverkamenn yrðu pyntaðir. 12.6.2004 00:01 Allir á brott innan fimmtán mánaða Ísraelsstjórn mun greiða þeim landtökumönnum sem flytja sjálfviljugir frá Gaza bætur frá og með ágústmánuði. Þeir landnemar sem verða ekki horfnir á braut ári síðar verða reknir burt með valdi samkvæmt tímaáætlun sem hefur verið lögð fram um brotthvarf Ísraela frá landnemabyggðum á Gaza. 12.6.2004 00:01 Bjargað af djöflinum Starfsmaður sirkuss, í gervi djöfulsins, kom sænskum dreng til bjargar eftir að sá síðarnefndi féll út úr einu leiktækjanna. Drengurinn greip í leiktækið og hékk í því, tíu metra uppi í lofti. 12.6.2004 00:01 Fyrsti Lettinn fallinn Sex hermenn féllu í Írak í gær skammt frá Bagdad þegar þeir freistuðu þess að gera jarðsprengjur óvirkar. Þrír hinna föllnu voru frá Slóvakíu, tveir Pólverjar og einn Letti. 12.6.2004 00:01 Þrír handteknir Þrír albanskir karlmenn voru handteknir í gær vegna gruns um aðild að hryðjuverkum og mannréttindabrotum í Kosovo á árunum 1999 til 2001. 12.6.2004 00:01 Samkomulag á síðustu stundu Það þurfti fimm tilraunir en á síðustu stundu náðist loks samkomulag um hvernig kveðið skyldi á um völd Íraksstjórnar og samskipti hennar við fjölþjóðlega herliðið sem verður áfram í Írak eftir að hernámi þess lýkur formlega um næstu mánaðamót. 12.6.2004 00:01 Kerry með 51 prósent John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, fengi 51 prósent atkvæða en George W. Bush Bandaríkjaforseti 44 prósent ef forsetakosningarnar í Bandaríkjunum færu fram nú og úrslit hennar yrðu í samræmi við skoðanakönnun Los Angeles Times. 12.6.2004 00:01 Mannfall í sprengjutilræðum Tvær bílsprengjur urðu fjórtán óbreyttum borgurum og einum bandarískum hermanni að bana í Írak í gærmorgun. Önnur sprengingin varð í borginni Mosul í norðurhluta landsins þegar bílalest með háttsettum embættismönnum ók hjá. 12.6.2004 00:01 Dregur úr kjörsókn Bretar og Hollendingar urðu fyrstir til að greiða atkvæði um hverjir sitja á þingi Evrópusambandsins næstu fimm árin þegar Evrópukosningar fóru fram í löndunum tveimur í gær. Fram á sunnudag ganga svo íbúar hinna 23 aðildarríkja Evrópusambandsins að kjörborðinu. 12.6.2004 00:01 Stofnanamálið burt Borgaryfirvöld í Vínarborg í Austurríki hafa gefið út leiðbeiningar til embættismanna borgarinnar þar sem þeim er kennt að breyta stofnanamáli í venjulega þýsku. 12.6.2004 00:01 Bush gagnrýndur Staða mála í Miðausturlöndum var í brennidepli á leiðtogafundi átta stærstu iðnríkja heims. George W. Bush Bandaríkjaforseti lagði áherslu á að vinna stefnu sinni í Írak og hugmyndum um lýðræðisvæðingu Miðausturlanda fylgis en varð lítið ágengt, sérstaklega í Íraksmálum. Frakkar og Þjóðverjar neita sem fyrr að senda herlið til Íraks. 12.6.2004 00:01 Skotnir til bana Tveir lögregluþjónar voru skotnir til bana í norðurhluta Spánar í gær. Skotið var á lögregluþjónana þegar þeir reyndu að stöðva ökumann bifreiðar sem gerst hafði sekur um umferðarlagabrot. 12.6.2004 00:01 Sautján særðust Sautján særðust þegar sprengja sprakk við eina af verslunargötum Kölnar í Þýskalandi í gær. Talið er að sprengjan hafi verið full af nöglum þar sem mikill fjöldi trésmíðanagla lá á víð og dreif í kringum sprengjustaðinn. 12.6.2004 00:01 Madrídarárásin var mitt verk "Madrídarárásin var mitt verk og þeir sem létu lífið sem píslarvættir eru kærir vinir mínir," sagði Rabei Osman Ahmed í símtali sem ítalska lögreglan hleraði nokkrum dögum áður en hún handtók hann. 12.6.2004 00:01 Vill stærra hlutverk Nató George W. Bush Bandaríkjaforseti vill að Atlantshafsbandalagið komi með öflugri hætti að öryggisstarfi í Írak en það hefur gert hingað til. Fimmtán af aðildarríkjum bandalagsins hafa þegar sent herlið til Íraks. 12.6.2004 00:01 Efni fyrir tugi milljarða Lögregla handtók sjö manns og gerði upptæk efni sem duga til að framleiða 35 milljarða virði af fíkniefnum, þegar hún réðist til inngöngu í fíkniefnaverksmiðju í Suva, höfuðborg smáeyjunnar Fiji í Eyjaálfu. 12.6.2004 00:01 Ríkið ræður opnunartíma Þýsk stjórnvöld eru í fullum rétti að setja takmarkanir við því hversu lengi verslanir mega hafa opið. Þetta er niðurstaðan af málsókn einnar stærstu verslanakeðju Þýskalands sem kvað slíkar takmarkanir ósanngjarnar og vildi að lög um þær yrðu felld úr gildi. 12.6.2004 00:01 Víti til varnaðar óróaríkjum Innrásin í Írak hefur haft jákvæð áhrif í átt til að sporna gegn útbreiðslu gjöreyðingarvopna en neikvæð áhrif í þá átt að ýta undir hryðjuverk. Þetta segir í skýrslu Friðarstofnunarinnar í Stokkhólmi um afleiðingar innrásarinnar. 12.6.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Írar skerða möguleika útlendinga Írskir kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu tillögu ríkisstjórnarinnar um að skerða möguleika útlendinga á að hljóta ríkisborgararétt. Enda þótt niðurstaðan hafi verið talin afgerandi þar í landi, hefði hún ekki verið talin gild, ef ýmsar hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi hefðu verið til hliðsjónar. 13.6.2004 00:01
Deilt á minnisvarða Yfirvöld í Karelíuhéraði í Rússlandi hafa reist minnisvarða til heiðurs Júrí Andropov, fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna, sem var um fimmtán ára skeið yfirmaður leyniþjónustunnar KGB. Fjöldi ungmenna mótmælti þessu við afhjúpun minnisvarðans og færði lögregla fólkið á brott. 13.6.2004 00:01
Fundu 20 ára gamalt lík Lík karlmanns fannst í yfirgefnu fjölbýlishúsi á dögunum, rúmlega tuttugu árum eftir að hann er talinn hafa látist. Líkið fannst þegar verkamenn voru að ganga frá húsinu til niðurrifs. Ekkert var eftir af manninum nema beinagrindin og náttföt sem hann var klæddur í. 13.6.2004 00:01
HIV-sýkt börn eftir blóðgjöf Eftirlit með indverskum blóðbönkum hefur verið hert til muna eftir að fregnir bárust af því að 30 börn hefðu smitast af HIV-veirunni við blóðgjöf á síðustu þremur árum. Fjölmiðlar í Kalkútta greindu frá því að börn niður í þriggja ára hefðu smitast en alls eru 58 blóðbankar starfræktir á vegum yfirvalda í Kalkútta. 13.6.2004 00:01
Bæjarstjóri sýknaður Líkurnar á því að Jason West, bæjarstjóri í New Paltz í New York-ríki, fari í fangelsi fyrir að gefa samkynhneigð pör saman minnkuðu heldur þegar dómari vísaði ákæru á hendur honum frá dómi. Ákæruvaldið getur þó áfrýjað úrskurðinum. 13.6.2004 00:01
Bush eldri áttræður George H.W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ætlar sér að halda upp á 80 ára afmæli sitt með því að fara í fallhlífarstökk um helgina.</font /> 13.6.2004 00:01
Danir rannsaka fangamisþyrmingar Dönsk hermálayfirvöld hafa fyrirskipað rannsókn á ásökunum Dana, sem vann sem túlkur fyrir danska og bandaríska hermenn í Afganistan, þess efnis að hann hafi séð fanga pyntaða og myrta. Maðurinn sagði frá þessu skömmu eftir að myndir hófu að birtast af illvirkjum bandarískra hermanna í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. 13.6.2004 00:01
Íraskur ráðherra myrtur Bassam Salih Kubba, varautanríkisráðherra hinnar nýju Íraksstjórnar, var skotinn til bana á leið sinni til vinnu í gær. Talið er að stuðningsmenn Saddams Hussein hafi myrt hann. 13.6.2004 00:01
Ætla að halda áfram árásum Háttsettur leiðtogi palestínsku Hamas-samtakanna, Mahmoud Zahar, sagði í gær að samtökin myndu halda áfram árásum sínum á Ísrael hvort sem Ísraelar drægju herlið sitt frá Gazaströndinni eða ekki. Forsætisráðherra Palestínu, Ahmed Qureia heimsótti Gaza í gær til samráðsfundar við háttsetta heimamenn um framtíð svæðsins. 13.6.2004 00:01
Færeyingar elska pitsur Færeyingar hafa tekið miklu ástfóstri við pitsur og sódavatn og hefur færeyski landlæknirinn af þessu miklar áhyggjur enda hefur neysla á þessum vörum tífaldast á síðustu átta árum. Hann telur þýðingarmikið að koma á framfæri skilaboðum um skaðsemi þessarar neyslu og hefja fyrirbyggjandi aðgerðir sem fyrst. 13.6.2004 00:01
Kjörsókn tvöfaldast í Bretlandi Tilraunir með póstatkvæðagreiðslu í bresku sveitarstjórnarkosningunum virðast hafa borið góðan árangur. Í það minnsta tvöfaldaðist kjörsókn á mörgum þeim svæðum þar sem hægt var að greiða atkvæði í pósti. Í norðvesturhluta landsins fór kjörsókn úr tæpum tuttugu prósentum í nær 40 prósent. 13.6.2004 00:01
Hneyksli skekur stjórnvöld Fyrir þrettán árum síðan var sú ákvörðun tekin af áströlskum stjórnvöldum að láta almenning ekki vita að blóð í blóðbönkum á ákveðnum svæðum í landinu væri líklega sýkt af lifrarbólgu C. Afleiðingar þessa eru að yfir 20 þúsund manns hafa smitast af veirunni og eru aðeins átta þúsund þeirra enn á lífi. 13.6.2004 00:01
Ráðist á lögreglu á N-Írlandi Kaþólsk ungmenni réðust að lögreglu vopnuð bensínsprengjum, múrsteinum, grjóti og blöðrum fylltum af málningu. Árásin var gerð þegar lögreglumennirnir fluttu atkvæði sem voru greidd í Belfast til talningar. 13.6.2004 00:01
Dóttir Saddams vill aftur heim "Ef aldur væri mældur í angist og depurð hefði ég orðið áttræð í dag," sagði Raghad, elsta dóttir Saddams Hussein, í samtali við kvennatímaritið Sayidaty. Hún segir líf sitt hafa verið fullt af andlegri þjáningu og að hún myndi snúa aftur til Íraks ef hún ætti þess kost. Skilaboð hennar til föður síns væru einföld: "Ég elska þig." 13.6.2004 00:01
Minna fylgi við aðild Stuðningur við aðild Noregs að Evrópusambandinu hefur minnkað mjög síðasta mánuðinn, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birtist í Aftenposten. Nú segjast 52 prósent þeirra sem taka afstöðu vera fylgjandi aðild en voru 59 prósent fyrir mánuði. 13.6.2004 00:01
Brotthvarfi verði flýtt Ísraelska ríkisstjórnin gæti byrjað að bjóða landtökumönnum á Gaza bætur fyrir að flytja þaðan þegar í næsta mánuði, þrátt fyrir að stjórnin hafi ekki ákveðið endanlega að flytja landnema á brott. Samkvæmt tímaáætlun sem var birt á fimmtudag var ekki gert ráð fyrir að bótagreiðslur hæfust fyrr en í ágúst. 13.6.2004 00:01
McCain ekki með Kerry Repúblikaninn John McCain hefur sagt John Kerry, forsetaefni demókrata, að hann myndi ekki þiggja útnefningu sem varaforsetaefni hans. AP-fréttastofan hefur þetta eftir ónafngreindum ráðamönnum í Demókrataflokknum. 13.6.2004 00:01
Nýr kafli að hefjast <font face="Helv"> </font>Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti Íraksályktun Bandaríkjamanna og Breta í gærkvöldi með atkvæðum allra fimmtán ríkjanna sem eiga sæti í ráðinu. Ályktunin hefur tekið allnokkrum breytingum frá því hún var upphaflega lögð fram fyrir tveimur vikum. 12.6.2004 00:01
Ráðherra fyrir borð Ríkisstjórn Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, tapaði þingmeirihluta sínum í gær þegar húsnæðisráðherrann Effie Eitam sagði af sér í mótmælaskyni við samþykkt stjórnarinnar um brotthvarf frá Gaza. 12.6.2004 00:01
Íranar sæta gagnrýni Íranar eru gagnrýndir í ályktunartillögu sem Bretland, Frakkland og Þýskaland hyggjast leggja fyrir Alþjóða kjarnorkumálastofnunina. 12.6.2004 00:01
Bannað að birta úrslit Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tilkynnt hollenskum stjórnvöldum að hún kunni að kæra þau ef úrslit úr kosningum til þings Evrópusambandsins verða birt á fimmtudag eins og búist er við. 12.6.2004 00:01
Hrapaði í fjöruborðinu Í það minnsta fjórtán manns létu lífið þegar farþegaflugvél hrapaði í Atlantshafið rétt undan strönd Afríkuríkisins Gabon. 12.6.2004 00:01
Blóðugur bardagi 21 talibani lét lífið í bardögum við bandaríska og afganska hermenn í suðurhluta Afganistans. Fimm bandarískir hermenn og tveir afganskir særðust í bardaganum, sem braust út eftir að talibanarnir gerðu hermönnunum fyrirsát. 12.6.2004 00:01
Milljónir þurfa hjálp Milljónir Norður-Kóreumanna líða skort og þarfnast læknishjálpar, sagði Alistair Henley, fulltrúi Rauða krossins í Peking, höfuðborg Kína. 12.6.2004 00:01
Karatemeistari ákærður Karatemeistari í Svartfjallalandi hefur verið ákærður fyrir morð á ritstjóra stjórnarandstöðublaðs í landinu. 12.6.2004 00:01
Poppkorn í sjóinn Norðmenn eru farnir að nota nýtt efni við æfingar gegn olíuleka í sjó. Efnið sem þeir telja hentugast til að líkja eftir olíuslikju, án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfið, er poppkorn. 12.6.2004 00:01
Borgarstjóri hættir Borgarstjóri Kaupmannahafnar, Jens Mikkelsen, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu kosningum en hann hefur gegnt embættinu síðan árið 1989. 12.6.2004 00:01
Réttlættu beitingu pyntinga Greinargerð sem bandaríska dómsmálaráðuneytið sendi Hvíta húsinu í ágúst 2002 gefur til kynna að stjórnvöld hafi verið reiðubúin að leggja blessun sína yfir að meintir hryðjuverkamenn yrðu pyntaðir. 12.6.2004 00:01
Allir á brott innan fimmtán mánaða Ísraelsstjórn mun greiða þeim landtökumönnum sem flytja sjálfviljugir frá Gaza bætur frá og með ágústmánuði. Þeir landnemar sem verða ekki horfnir á braut ári síðar verða reknir burt með valdi samkvæmt tímaáætlun sem hefur verið lögð fram um brotthvarf Ísraela frá landnemabyggðum á Gaza. 12.6.2004 00:01
Bjargað af djöflinum Starfsmaður sirkuss, í gervi djöfulsins, kom sænskum dreng til bjargar eftir að sá síðarnefndi féll út úr einu leiktækjanna. Drengurinn greip í leiktækið og hékk í því, tíu metra uppi í lofti. 12.6.2004 00:01
Fyrsti Lettinn fallinn Sex hermenn féllu í Írak í gær skammt frá Bagdad þegar þeir freistuðu þess að gera jarðsprengjur óvirkar. Þrír hinna föllnu voru frá Slóvakíu, tveir Pólverjar og einn Letti. 12.6.2004 00:01
Þrír handteknir Þrír albanskir karlmenn voru handteknir í gær vegna gruns um aðild að hryðjuverkum og mannréttindabrotum í Kosovo á árunum 1999 til 2001. 12.6.2004 00:01
Samkomulag á síðustu stundu Það þurfti fimm tilraunir en á síðustu stundu náðist loks samkomulag um hvernig kveðið skyldi á um völd Íraksstjórnar og samskipti hennar við fjölþjóðlega herliðið sem verður áfram í Írak eftir að hernámi þess lýkur formlega um næstu mánaðamót. 12.6.2004 00:01
Kerry með 51 prósent John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, fengi 51 prósent atkvæða en George W. Bush Bandaríkjaforseti 44 prósent ef forsetakosningarnar í Bandaríkjunum færu fram nú og úrslit hennar yrðu í samræmi við skoðanakönnun Los Angeles Times. 12.6.2004 00:01
Mannfall í sprengjutilræðum Tvær bílsprengjur urðu fjórtán óbreyttum borgurum og einum bandarískum hermanni að bana í Írak í gærmorgun. Önnur sprengingin varð í borginni Mosul í norðurhluta landsins þegar bílalest með háttsettum embættismönnum ók hjá. 12.6.2004 00:01
Dregur úr kjörsókn Bretar og Hollendingar urðu fyrstir til að greiða atkvæði um hverjir sitja á þingi Evrópusambandsins næstu fimm árin þegar Evrópukosningar fóru fram í löndunum tveimur í gær. Fram á sunnudag ganga svo íbúar hinna 23 aðildarríkja Evrópusambandsins að kjörborðinu. 12.6.2004 00:01
Stofnanamálið burt Borgaryfirvöld í Vínarborg í Austurríki hafa gefið út leiðbeiningar til embættismanna borgarinnar þar sem þeim er kennt að breyta stofnanamáli í venjulega þýsku. 12.6.2004 00:01
Bush gagnrýndur Staða mála í Miðausturlöndum var í brennidepli á leiðtogafundi átta stærstu iðnríkja heims. George W. Bush Bandaríkjaforseti lagði áherslu á að vinna stefnu sinni í Írak og hugmyndum um lýðræðisvæðingu Miðausturlanda fylgis en varð lítið ágengt, sérstaklega í Íraksmálum. Frakkar og Þjóðverjar neita sem fyrr að senda herlið til Íraks. 12.6.2004 00:01
Skotnir til bana Tveir lögregluþjónar voru skotnir til bana í norðurhluta Spánar í gær. Skotið var á lögregluþjónana þegar þeir reyndu að stöðva ökumann bifreiðar sem gerst hafði sekur um umferðarlagabrot. 12.6.2004 00:01
Sautján særðust Sautján særðust þegar sprengja sprakk við eina af verslunargötum Kölnar í Þýskalandi í gær. Talið er að sprengjan hafi verið full af nöglum þar sem mikill fjöldi trésmíðanagla lá á víð og dreif í kringum sprengjustaðinn. 12.6.2004 00:01
Madrídarárásin var mitt verk "Madrídarárásin var mitt verk og þeir sem létu lífið sem píslarvættir eru kærir vinir mínir," sagði Rabei Osman Ahmed í símtali sem ítalska lögreglan hleraði nokkrum dögum áður en hún handtók hann. 12.6.2004 00:01
Vill stærra hlutverk Nató George W. Bush Bandaríkjaforseti vill að Atlantshafsbandalagið komi með öflugri hætti að öryggisstarfi í Írak en það hefur gert hingað til. Fimmtán af aðildarríkjum bandalagsins hafa þegar sent herlið til Íraks. 12.6.2004 00:01
Efni fyrir tugi milljarða Lögregla handtók sjö manns og gerði upptæk efni sem duga til að framleiða 35 milljarða virði af fíkniefnum, þegar hún réðist til inngöngu í fíkniefnaverksmiðju í Suva, höfuðborg smáeyjunnar Fiji í Eyjaálfu. 12.6.2004 00:01
Ríkið ræður opnunartíma Þýsk stjórnvöld eru í fullum rétti að setja takmarkanir við því hversu lengi verslanir mega hafa opið. Þetta er niðurstaðan af málsókn einnar stærstu verslanakeðju Þýskalands sem kvað slíkar takmarkanir ósanngjarnar og vildi að lög um þær yrðu felld úr gildi. 12.6.2004 00:01
Víti til varnaðar óróaríkjum Innrásin í Írak hefur haft jákvæð áhrif í átt til að sporna gegn útbreiðslu gjöreyðingarvopna en neikvæð áhrif í þá átt að ýta undir hryðjuverk. Þetta segir í skýrslu Friðarstofnunarinnar í Stokkhólmi um afleiðingar innrásarinnar. 12.6.2004 00:01