Erlent

Ellefu látnir í Bagdad

Ellefu hið minnsta fórust fyrr í morgun þegar sjálfsmorðsárás var gerð á háannatíma í Bagdad. Sautján eru sagðir sárir. Talið er að maður hafi sprengt sig í loft upp um leið og bílalest óbreyttra, erlendra borgara ók hjá við svokallað Frelsistorg, en það mun vera ein megin umferðaræð borgarinnar. Bygging skammt frá hrundi að hluta og fjöldi Íraka slasaðist. Tugir söfnuðust saman á staðnum, börðu bílana og veifuðu braki um leið og fólkið hrópaði: "Bandaríkin eru óvinur guðs". Lögreglumenn skutu af byssum sínum upp í loft til að reyna að dreifa mannfjöldanum. Fréttamenn á vettvangi segja ástandið þar eldfimt, og geti ennþá auðveldlega leist upp í ofbeldi. Óttast er að árásum af þessu tagi muni fjölga á næstu dögum og vikum þegar líður að valdaskiptum í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×