Erlent

Myndir af gíslum í Írak

Öfgahópur í Írak sendi í gær frá sér myndir sem sýna egypska og tyrkneska gísla sem eru í haldi hópsins og voru myndirnar sýndar í Íslandi í bítið á Stöð 2 í morgun. Í yfirlýsingu sem fylgdi segir að þetta sé gert til að sýna að gíslum í Írak hafi ekki öllum verið sleppt, eins og hermt hafi verið undanfarna daga. Dauðadómi yfir mönnunum verði hins vegar ekki framfylgt og farið sé vel með þá, eins og siður múslíma skipi fyrir um.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×