Erlent

Þátttaka í Evrópukosningum dræm

Íbúar Evrópusambandsins sendu stjórnvöldum í heimalöndum sínum skýr skilaboð um helgina, sé miðað við úrslit Evrópuþingskosninga. Ekki er nóg með að þátttaka hafi verið með afbrigðum lítil, eða 44,2%, heldur guldu stjórnarflokkar nánast undantekningarlaust afhroð. Í nýju aðildarlöndununum tíu, sem gengu í Evrópusambandið fyrir aðeins nokkrum vikum, var þátttakan ennþá minni eða aðeins 26%. Talið er að kjósendur þar hafi fengið sig fullsadda af kosningum eftir að hafa kosið um aðild í fyrra. Kosningarnar voru stærstu fjölþjóðlegu kosningarnar í sögunni og fyrstu Evrópuþingskosningar sem allar aðildarþjóðir Evrópusambandsins gátu tekið þátt í.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×