Erlent

Þýsk kona lést í sprengingu

Kona lést í sprengingu í íbúðarblokk í Duisburg í Þýskalandi í morgun. Einn karlmaður slasaðist. Ekki er vitað hvað olli sprengingunni sem var í íbúð á fjórðu hæð, skömmu fyrir klukkan tíu að staðartíma. Lögregla og sjúkralið er enn á staðnum en eldur braust út í blokkinni í kjölfar sprengingarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×