Fleiri fréttir

Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins

Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til.

Kerfi sem eigi að byggja á samhjálp og samtryggingu standi ekki undir nafni

Varaformaður velferðarnefndar segir stöðu sjúkratrygginga birtingamynd þess að heilbrigðiskerfið standi ekki undir nafni. Kerfið hafi verið fjársvelt um árabil. Í skýrslu forstjóra stofnunarinnar um stöðuna kemur fram að þó að verkefni hennar hafi aukist margfalt síðustu ár hafi framlög til hennar dregist saman um tugi milljóna miðað við fast verðlag.

Thomas er fundinn

Lögreglan á Suðurnesjum lýsti í dag eftir Thomasi De Farrier, 56 ára gömlum karlmanni frá Bretlandi. 

Vin á Hverfisgötu heyrir sögunni til

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að leggja niður starfsemi Vinjar á Hverfisgötu. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem hefur verið rekið í um þrjátíu ár. Fyrrverandi forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík er meðal þeirra sem gagnrýnir lokunina harðlega.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verða málefni Sjúkratrygginga ríkisins til umræðu, kjaramálin eins og síðustu daga og yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans, svo nokkuð sé nefnt.

Leituðu í alla nótt og fara nú yfir gögnin

Leit með neðansjávarfari að skipverjanum á Sighvati GK-57 hélt áfram í alla nótt og var leit hætt nú skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Farið verður yfir gögnin og staðan tekin aftur síðar í dag. 

Voru ekki beðin um að fresta undirskrift: „Sirkus sem heldur bara áfram“

Formaður Framsýnar segir ekki rétt að forkólfar Framsýnar á Húsavík hafi verið beðnir um að fresta því að skrifa undir samning Starfsgreinasambandsins við Samtök Atvinnulífisins. Fulltrúarnir hafi einfaldlega ekki komist suður til að skrifa undir. Umræða um að Framsýn hafi ekki ætlað að vera með sé hluti af tilraunum fólks til að grafa undan samningunum.

Áhætta tengd fjármálastöðugleika hafi vaxið

„Töluverð óvissa er um alþjóðlegar efnahagshorfur og framvindan ytra kann að hafa neikvæð áhrif á íslenskan þjóðarbúskap næstu misserin. Mikil verðbólga er í helstu viðskiptalöndum okkar og seðlabankar þar hafa enn hert aðhaldsstig peningastefnunnar sem hefur leitt til verri horfa um fjármálastöðugleika.“

Hani, krummi, hundur, svín sem borðar ís

Svín sem borðar ís, gamalt fólk, ólíklegir vinir og frægar nöfnur. Óhætt er að segja að Magnús Hlynur hafi fært okkur margar jákvæðustu og skemmtilegustu fréttir ársins. Hér er farið yfir nokkur gullkorn.

Geimherinn vill rannsaka jónahvolfið frá Íslandi

Utanríkisráðuneytinu hafa verið kynntar hugmyndir um mælingar á jónahvolfinu frá Íslandi, af geimher Bandaríkjanna (e. United States Space Force). Fullrúar USSF hafa þegar komið hingað til lands í vettvangskönnun.

Vilja stytta vinnu­vikuna enn frekar

Friðrik Jónsson, formaður BHM segir styttingu vinnuvikunnar hafa tekist mjög vel. Starfsfólk sé ánægt með breytinguna. Nú þurfi vinnulöggjöfin að breytast og óskað sé eftir því að vinnuvikan sé stytt enn frekar.

„Fólk sem fórnar öllu til að geta staðið í skilum og á svo varla fyrir mat“

„Þetta er einfaldlega raunveruleikinn hjá fólki á leigumarkaði. Þetta er svo langt frá því að vera eina dæmið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í samtali við Vísi. Ragnar birti fyrr í dag færslu á facebook þar sem hann vakti athygli á dapurlegri stöðu 65 ára íslenskrar konu sem sér sig tilneydda til að segja upp samningi sínum við Ölmu leigufélag þar sem mánaðarleigan hefur rokið upp úr öllu valdi.

Kaldir og blautir eftir svaðil­för við Elliða­vatn

Betur fór en á horfðist í gær þegar tíu og ellefu ára drengir lentu í vandræðum á Elliðavatni þegar þeir fóru út á ísilagt vatnið og ísinn brotnaði undan þeim. Þeir komust í land, kaldir og blautir með aðstoð slökkviliðsins. Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aldrei óhætt að fara út á ísilagt vatn.

Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar

Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn.

Ekki tímabært að ræða frekari styttingu

Ekki er tímabært að ræða frekari styttingu á vinnuvikunni líkt og verkalýðshreyfingin kallar eftir, að mati fjármálaráðherra. Hann segir útfærsluna hafa verið áskorun.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ekki er tímabært að ræða frekari styttingu á vinnuvikunni líkt og verkalýðshreyfingin kallar eftir, að mati fjármálaráðherra. Hann segir útfærsluna hafa verið áskorun. Við fjöllum nánar um málið og ræðum við formann BHM í beinni útsendingu.

Öryggis­mynda­vélar um borð en engin upp­taka af slysinu

Leitin að skipverjanum sem féll frá borði við Garðskagavita á laugardag hefur enn engan árangur borið. Lögreglan á Suðurnesjum segir að öryggismyndavélar hafi verið um borð en myndbandsupptaka sé ekki til af slysinu.

Leggja til að þrettán milljarðar króna fari í kjarabætur

Formaður Samfylkingarinnar kynnti í dag kjarapakka þar sem lagt er til að fallið verði fá gjaldahækkunum ríkisstjórnarinnar og að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður. Þá er meðal annars lagt til að húsnæðisbætur til leigjenda, vaxtabætur til millitekjufólks, og barnabætur verði hækkaðar. Þrettán milljarðar fari alls í kjarabætur og mótvægisaðgerðir skili sautján milljörðum. 

Hefðu átt að fara sér hægar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir þann flýti sem settur var í að loka kjarasamningi milli Samtaka Atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. Menn hefðu átt að fara sér hægar og ekki glutra niður góðu tækifæri.

„Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu.

Guð­jón Bjarni er sjálf­boða­liði ársins

Guðjón Bjarni Eggertsson var valin sjálfboðaliði ársins af samtökunum Almannaheill. Verðlaunin voru veitt á degi sjálfboðaliðans sem er haldinn árlega þann 5. desember. 

Sjá næstu 50 fréttir