Innlent

Ekki tímabært að ræða frekari styttingu

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir styttingu vinnuvikunnar hafa verið mikla áskorun. 
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir styttingu vinnuvikunnar hafa verið mikla áskorun.  Vísir/Vilhelm

Ekki er tímabært að ræða frekari styttingu á vinnuvikunni líkt og verkalýðshreyfingin kallar eftir, að mati fjármálaráðherra. Hann segir útfærsluna hafa verið áskorun.

Eftir síðustu kjarasamninga hafa stofnanir ríkisins haft heimild til að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í allt að 36 virkar vinnustundir. Um er að ræða tilraunaverkefni.

Ný skýrsla KPMG um hvernig til hafi tekist var kynnt í dag. Hún sýnir að starfsfólk er almennt ánægt með styttinguna og þá hefur hún ekki hækkað launakostnað. Niðurstöður hennar sýna einnig að meirihluti stofnana ríkisins innleiddi hámarksstyttingu vinnutímans án þess að fylgja eftir markmiðum um gagnkvæman ávinning, skilvirkni og gæði þjónustu.

„Við erum að brýna ráðherrana og þá allar undirstofnarnir allra ráðuneytanna til þess að fylgja betur eftir markmiðum sem að við settum okkur með þessu. Við þurfum að passa upp á það enda bara ekki með meiri mannaflaþörf,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.

„Það er ekki tímabært að segja. Þetta hefur verið mikil áskorun. Sérstaklega hefur þetta verið áskorun í vaktavinnunni þar sem að við höfum í sumum stéttum kannski verið í þörf fyrir aukinn mannafla en við höfum verið að stytta vinnuvikuna þar og það hefur þrengt þá jafnvel enn frekar að þeim sem að eru fyrir. Hérna í þessari skýrslu er verið að horfa sérstaklega á dagvinnustörfin og á þessum tímapunkti þá held ég að við þurfum að einbeita okkur að því að tryggja innleiðinguna þannig að hún sé í samræmi við þau markmið sem við settum okkur í upphafi áður en við förum að velta fyrir okkur frekari skrefum.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×