Fleiri fréttir

Föst í erfiðum aðstæðum vegna skorts á úrræðum

Mikill skortur er á úrræðum fyrir börn sem vista þarf utan heimilis á vegum barnaverndar. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir dæmi um að ekki hafi verið hægt að fjarlægja börn úr aðstæðum og þau hafi þurft að bíða dögum eða vikum saman eftir að komast út af heimili sínu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Mikill skortur er á úrræðum fyrir börn sem vista þarf utan heimilis á vegum barnaverndar. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir dæmi um að ekki hafi verið hægt að fjarlægja börn úr aðstæðum og þau hafi þurft að bíða dögum eða vikum saman eftir að komast út af heimili sínu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Meint alþjóðleg glæpakvendi gefa sig fram

Þeim Guðrúnu Ó Axelsdóttur og Sólbjörgu Laufey Vigfúsdóttur brá illilega í brún þegar þær lásu frétt af því að tvær konur, sem töluðu bjagaða íslensku, hafi bankað uppá og nánast boðið sér sjálfum inn í hús í vafasömum tilgangi og uppgötvuðu að þar var verið að tala um þær.

Lára fékk langþráð já frá Háskóla Íslands

Lára Þorsteinsdóttir hefur fengið grænt ljós frá Háskóla Íslands til að sækja námskeiðið SAG101G - Sagnfræðileg vinnubrögð. Lára hefur vakið athygli á takmörkuðu framboði náms í boði hjá skólanum fyrir fólk með fötlun.

Fagnar því að Jón Baldvin hafi skipt um skoðun og klárað dæmið

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segist fyrstur stjórnmálamanna hér á landi hafa lagt til að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna frá Sovétríkjunum. Hann segir tillögur sínar hafa fengið dræm viðbrögð til að byrja með. Meðal annars frá þáverandi utanríkisráðherra Jóni Baldvin Hannibalssyni sem þó hafi klárað málið með sóma.

Vill auka sam­tal milli sveitar­fé­laganna

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi var í dag kjörin nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Heiða mun taka við starfinu af Aldísi Hafsteinsdóttur á landsþingi SÍS í lok septembermánaðar. Hún segist spennt að taka við starfinu en mörg verkefni blasi við. 

Mikil samstaða í hópi fjallabrunara eftir slysið í Úlfarsfelli

Sautján ára strákur sem slasaðist alvarlega í hjólreiðakeppni á laugardag undirgekkst aðgerð um helgina en hann hlaut áverka á baki. Meðstjórnandi Hjólreiðasambands Íslands segir viðbragð á staðnum hafa verið fumlaust en verkferlar við slíkum slysum verði til umræðu á næsta fundi sambandsins. Mikil samstaða sé í fámennum hóp þeirra sem keppa í fjallabruni og hugur allra hjá drengnum, sem er vel þekktur í þeirra heimi. 

Sandstormur og slæm loftgæði víða á Suðurlandi

Mistur sem er yfir höfuðborgarsvæðinu og víðar á Suðurlandi hefur vakið athygli margra. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun, segir um að ræða sandstorm eða jarðvegsfok.

Heiða Björg marði sigur á Rósu í formannsslag

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi, verður næsti formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kosning fór fram undanfarnar tvær vikur en aðeins munaði þremur atkvæðum á formannsefnunum.

Bönkuðu upp á þegar ung­lings­dóttirin var ein heima og þóttust þekkja móðurina

Íbúi í Rimahverfi lýsir óþægilegri upplifun táningsdóttur sinnar af heimsókn tveggja ókunnugra kvenna á heimili sitt, þegar dóttirin var ein heima. Konurnar sögðust þekkja móðurina, sem móðirin kannaðist ekki við, og vildu fá að taka myndir í bakgarði hússins. Hún er viss um að málið tengist skipulagðri brotastarfsemi.

Gagnrýnir harðlega að opinber stofnun taki þátt í „víkingarugli“

Sviðsett víkingaviðureign var liður í dagskrá víkingafélagsins Rimmugýgjar á Menningarnótt, sem hélt uppi stemningunni bæði við Landnámssýninguna og Þjóðminjasafnið. Þjóðminjasafnið og þetta víkingafélag voru í samstarfi - og þetta gagnrýnir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur harðlega. Í innslaginu hér að ofan má sjá myndefni frá víkingahátíðinni og viðtal við Árna.

„Þetta veikinda­leyfi fer í súginn og ég hef enga peninga“

Ungverskur maður sakar fyrrverandi vinnuveitanda sinn um að hafa af sér á annað hundrað þúsund krónur í vangreiddum veikindadögum. Fyrirtækið skráði hann ekki í stéttarfélag, þrátt fyrir óskir hans þess efnis. Launaþjófnaður sem þessi getur hlaupið á milljónum króna, að sögn ASÍ. 

Meintur ís­björn reyndist vera selur

Ferðamenn í Hornvík tilkynntu lögreglunni á Vestfjörðum að þau töldu sig hafa séð ísbjörn á landi. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðinu en meinti ísbjörninn var líklegast hvítur útselur.

Fimmhyrnd kind í réttunum á Stokkseyri

Eins og vera ber var íslenska fánanum flaggað á réttardaginn á Stokkseyri laugardaginn 27. ágúst, en þetta voru með fyrstu, ef ekki fyrstu fjárréttir haustsins 2022. Búnaðarfélag Stokkseyrarhrepps hins forna var stofnað 1888 en sauðfjárbúskapur hefur alltaf verið stundaður á svæðinu

Ljóst að stjórn­endur hafi átt að gera betur

Skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu og viðurkennir að stjórnendur skólans og nefndin hafi átt að gera betur í tengslum við viðbrögð sín og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla vegna meints kynferðisbrot innan veggja skólans. 

Gosinu lík­lega lokið en langt frá því að vera styst eða minnst

Allt bendir til þess að eldgosinu sem hófst í Meradölum þriðja ágúst sé lokið, að sögn eldfjallafræðings. Vika er í dag síðan virkni lagðist niður. Þetta sé ekki sambærilegt goshléum sem urðu í eldgosinu í fyrra en þá stöðvaðist virknin stundum snögglega áður en næsta hrina hófst. Nú hafi aðdragandinn hins vegar verið langur og virkni dvínað jafnt og þétt.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Móðir ungs manns sem varð fyrir lífshættulegri stunguárás í miðborginni í vor segir nýfallinn dóm í málinu skammarlegan. Hún lítur á árásina sem manndrápstilraun og skorar á saksóknara að áfrýja til Landsréttar. Við fjöllum um málið og ræðum við móðurina í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Vinnuaflið sjálft eigi að leiða Alþýðusambandið

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að með sigri nýfrjálshyggju frá níunda áratug 20. aldar hafi farið að fjara undan markvissri stéttabaráttu. Í kjölfarið hafi innleiðing og yfirtaka „sérfræðingastétta“ átt sér stað innan verkalýðshreyfingarinnar.

Hreinsistöð byggð við Ölfusá á Selfossi

Fyrstu skóflustungurnar af nýju hreinsistöðinni voru teknar á föstudaginn en það kom í hlut Gunnars Egilssonar, fyrrverandi bæjarfulltrúa og Sveins Ægis Birgissonar, núverandi bæjarfulltrúa að taka þær. Umhverfismati nýju stöðvarinnar er lokið og því hefjast framkvæmdir á næstu dögum en verktakafyrirtækið Þjótandi á Hellu mun sjá um þær.

„Það þýðir ekki að segja nem­endum að þau megi ekki tala um málið“

Talskona Stígamóta segir skóla verða að bregðast rétt við kynferðisbrotamálum, svo nemendum líði ekki eins og þeir þurfi að taka málin í eigin hendur. Hún setur spurningamerki við tölvupóst sem skólameistari Fjölbrautarskólans á Suðurlandi sendi nemendum, þar sem hann bað þá að ræða ekki meint kynferðisbrot. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan 12 og er hægt að hlusta á þær í spilaranum hér fyrir neðan. 

Slasaði hjól­reiða­maðurinn undir­gekkst að­gerð í nótt

Karlmaður sem slasaðist alvarlega í reiðhjólakeppni á Úlfarsfelli í gær fór í aðgerð í nótt og liggur enn á Landspítalanum. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn á sjúkrahús í gær en talið var að áverkar mannsins væru þess eðlis að ekki væri öruggt að flytja hann með sjúkrabíl.

Arnór Heiðar nýr forseti UJ

Arnór Heiðar Benónýsson var í dag kjörinn forseti Ungs jafnaðarfólks á landsþingi samtakanna og tekur við embættinu af Rögnu Sigurðardóttur. Á þinginu var einnig kjörið í bæði framkvæmdastjórn og miðstjórn samtakanna.

Sjá næstu 50 fréttir