Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið þrjá til bana í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær verður í varðhaldi á lokaðri geðdeild út mánuðinn. Myndbönd úr eftirlitsmyndavélum gætu skipt sköpum við rannsókn málsins. Kaupmannahöfn er í sárum, segir sendiherra Íslands í borginni.

Hvað má segja og hvað ekki: Lögregla rannsakar skrif um trans fólk

Lög­maður hefur á­hyggjur af því að verið sé að færa mörk tjáningar­frelsis og hatur­s­orð­ræðu of langt í átt að vin­sælum pólitískt réttum viðhorfum. Skjól­stæðingur hennar hefur verið kærður fyrir skrif um trans­ fólk sem Sam­tökin ’78 segja full af hatri og grafa undan til­vist þess.

Erlendur ferðamaður lést í Almannagjá

Erlendur ferðamaður um sjötugt hneig niður á gangi í Almannagjá á Þingvöllum á laugardag. Bráðaliðar hjá þjóðgarðinum komu fljótt á vettvang, að sögn þjóðgarðsvarðar, en lífgunartilraunir báru ekki árangur. Lögreglan segir málið vera í rannsókn en það sé enginn grunur um neitt saknæmt.

Engin spurning hvað samrýmist lögum landsins

Formaður dómarafélagsins segir stéttina enn harða á því að krafa fjármálaráðuneytisins um endurgreiðslu ofgreiddra launa samræmist ekki lögum. Hann segir hæpið að um ofgreiðslu hafi í raun verið að ræða en jafnvel ef svo væri eiga gilda sömu reglur um dómara líkt og aðra þjóðfélagshópa. 

Sendi barns­móður sinni ógnandi skila­boð

Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn blygðunarsemi fyrrverandi sambýliskonu sinnar og barnsmóður, hótanir og brot í nánu sambandi með því að hafa sent henni móðgandi smáskilaboð.

Fjórtán hvalir komnir á land í Hvalfirði og fjórir við skipshlið

Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um skotárásina í dönsku verslunarmiðstöðinni Field's sem gerð var í gær þar sem þrír létu lífið og fjórir særðust. Við heyrum meðal annars í sendiherra Íslendinga í Kaupmannahöfn og Íslendingi sem starfar í verslunarmiðstöðinni. 

Óskað eftir áfallahjálp og aðstoð við að komast heim til Íslands

Haft hefur verið samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna sex Íslendinga eftir árásina í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Yfirleitt hefur verið óskað eftir aðstoð við að komast heim til Íslands sem fyrst, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu.

Eins árs fangelsi fyrir smygl á lítra af am­feta­mín­basa

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt pólskan karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot eftir að hafa reynt að smygla tæpum lítra af vökva sem innihélt amfetamínbasa til Íslands með flugi frá Varsjá. Maðurinn hafði samþykkt að flytja efnið til landsins gegn greiðslu.

Sig­mundur grafi undan réttinda­bar­áttu með slóttugum að­ferðum

Ugla Stefanía, kynjafræðingur, segir Sigmund Davíð, þingmann Miðflokksins, fara með „alls konar fleipur“ um lög um kynrænt sjálfræði og hann tali ítrekað niður til réttindabaráttu og aktívisma. Hún segir Sigmund beita aðferðum sem séu „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“

Maður sagður hafa staðið á öskrinu í Grafar­vogi

Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um tilraun til ráns á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur þar sem maður var sagður hafa ógnað starfsfólki með hníf. Hann var handtekinn stuttu síðar og vistaður í fangageymslu.

Fjölmenn útimessa í Arnarbæli í Ölfusi

Fjölmenni kom saman í útimessu í Arnarbæli í Ölfusi í dag í góðu veðri. Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna leiddi söng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur. Prestur var sr. Ninna Sif Svavarsdóttir. Boðið var upp á messukaffi í lok guðsþjónustunnar.

Mann­réttinda­brot framin á stofnunum landsins „nær dag­lega“

Sveinn Rúnar Hauksson og Héðinn Unnsteinsson segja að brotið sé á mannréttindum sjúklinga á geðdeildum landsins „nær daglega.“ Í pistli sem þeir skrifa benda þeir á að það séu ekki fullnægjandi heimildir í lögum fyrir þeim þvingandi aðgerðum sem sjúklingar á geðdeildum landsins séu beittir.

Haförn sást í Mjóafirði

Fjölskylda sá til hafarnar í Mjóafirði á leið þeirra til Þingeyrar. Ljósmyndarinn Helen María Björnsdóttir náði nokkrum frábærum myndum af fuglinum.

Tókust á um bar­áttu trans­ fólks og öfga­kennda um­ræðuna

Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu til Heimis Karlssonar í Sprengisand í morgun til að ræða um mannréttindabaráttu trans fólks, hlutverk Alþingis, örar breytingar á íslenskri tungu og umburðarlyndi í samfélagsumræðunni.

Hættur í Vogum eftir rúm tíu ár

Ásgeir Eiríksson, fráfarandi bæjarstjóri Voga á Vatnsleysuströnd, hefur ákveðið að segja það gott eftir ellefu ár í starfinu. Sveitarfélagið auglýsir nú eftir nýjum bæjarstjóra til að leiða „áframhaldandi uppbyggingu í ört stækkandi sveitarfélagi.“

Nóg af lausum plássum í leikskólanum í Neskaupstað

Halla Höskuldsdóttir, leikskólastjóri í Neskaupstað auglýsir eftir fleiri börnum í leikskóla staðarins því þar sé nóg af lausum plássum. Leikskólinn er í nýju og glæsilegu húsnæði fyrir 120 börn.

Þrjár stórfelldar líkamsárásir í nótt

Alls voru 87 mál skráð í gærkvöldi og nótt hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Átta gistu í fangageymslu í nótt en tilkynnt var um tíu líkamsárásir, þar af þrjár stórfelldar.

Hægt að ná hæstu tindum ef fólk vinnur saman í hópflæði

Doktor í sálfræði segir að með því að kenna fólki nýja nálgun í samvinnu og hópvinnu sé hægt að ná fram mun betri afköstum og starfsánægju á vinnustöðum. Í flóknari verkefnum sé ákjósanlegast að hafa ekki fleiri en 4-6 í hópi.

VG tapa enn fylgi og mælast með 7,2 prósent

Vinstri græn mælast með 7,2 prósenta fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn fékk 12,6 prósenta fylgi í síðustu alþingiskosningum en fylgið hefur minnkað jafnt og þétt síðan þá. 

Kallar eftir útskýringum: „Það er ekki boðlegt að hafa þetta í einhverju rugli“

Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að sátt ríki um laun æðstu embættismanna og vill nánari útskýringu á leiðréttingu þeirra eftir að í ljós kom að Fjársýslan hafi ofgreitt embættismönnum í þrjú ár. Þingmenn og fleiri hafi allan þann tíma þegið launin í góðri trú um að rétt væri með farið. Dómarar gætu endað með að fara með málið lengra, þó með tilheyrandi flækjum.

LOGOS fékk alls 6,2 milljónir frá Banka­sýslunni

Lögmannsstofan LOGOS fékk samtals greitt 1.475.750 krónur fyrir vinnu við lögfræðiálit um hvort sölumeðferð á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka stæðist reglur um jafnræði. Lögmannsstofan hafði áður veitt Bankasýslunni ráðgjöf í aðdraganda sölunnar en var þá ekki sérstaklega beðin um að meta hvort salan stæðist reglur um jafnræði.

Árni Gunnarsson látinn

Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og blaðamaður, er látinn 82 ára að aldri. Árni lést aðfaranótt föstudags. 

„Mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt“

Þingmenn virðast ekki taka undir gagnrýni dómara er varðar leiðréttingu og endurgreiðslu ofgreiddra launa sem tilkynnt var um í gær. Þingmaður Pírata fagnar því að laun þingmanna séu lækkuð en dregur þó í efa útreikninginn og mun krefjast frekari svara. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist fúslega borga til baka ofgreidd laun og treystir því að rétt sé með farið.

Fólk gleymi þreytunni í gleðinni

Pollamót Samskipa fer fram á Akureyri um helgina en metþátttaka er á mótinu í ár. Einhverjir eru þreyttir eftir tónleika í gærkvöldi en að sögn knattspyrnustjóra mótsins eru menn fljótir að gleyma því í gleðinni.

Rósa með rúmlega 2,2 milljónir í laun á mánuði

Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti ráðningarsamning við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins, á fundi bæjarráðs í gær. Hún fær rúmar 2,2 milljónir í laun á mánuði þegar yfirvinnutímar, ökutækjastyrkur og laun fyrir störf hennar sem bæjarfulltrúi bætast ofan á grunnlaun hennar.

Hlýtt í veðri í dag

Framan af degi verður rólegt veður þó það sé þungbúið nú í morgunsárið, síðan bætir í vind og skýjahulan lyftir sér yfir daginn. Þá verður hlýtt í veðri í dag á sunnan- og vestanverðu landinu, allt að 20 stig þar sem best lætur en búast má við síðdegisskúrum á stöku stað.

Bruni í Grafarholti

Eldur logaði við hitaveitutankana í Grafarholti fyrr í kvöld. Mikill reykur lagðist yfir hverfið og sást reykmökkurinn víðsvegar um borgina. Búið er að slökkva eldinn að mestu leiti.

Fáskrúðsfirðingar eru í skýjunum með nýja Hoffellið

Mikil ánægja er á Fáskrúðsfirði með nýjasta skipið í bæjarfélaginu, uppsjávarskipið Hoffell, sem Loðnuvinnslan var að kaupa en það var smíðað í Danmörku. Hoffellið er nú á makrílveiðum fram í september.

Þrjár einstæðar mæður með sjö börn á einni viku

Lögfræðingur segir forkastanlegt að stjórnvöld hyggist senda barnafjölskyldur aftur til Grikklands á næstu mánuðum, þvert á yfirlýsingar um annað. Á einni viku hafi hann fengið mál þriggja einstæðra mæðra á borð til sín, sem standi frammi fyrir ömurlegum örlögum í Grikklandi.

Segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum

Arnar Grant, einkaþjálfari, segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum í tengslum við mál Vítalíu Lazarevu. Mennirnir þrír hafi átt frumkvæðið að því að ná sáttum með greiðslu.

Steingerði sagt upp sem ritstjóra Vikunnar

Steingerði Steinarsdóttur hefur verið sagt upp störfum sem ritstjóra Vikunnar. Skipulagsbreytingar eru væntanlegar hjá Birtíngi, útgáfufélagi tímaritsins.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.