Innlent

Hvað má segja og hvað ekki: Lögregla rannsakar skrif um trans fólk

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Lögregla hefur tekið skýrslu af Arnari Sverrissyni vegna kærunnar. Sumum finnst hér of langt gengið - öðrum ekki.
Lögregla hefur tekið skýrslu af Arnari Sverrissyni vegna kærunnar. Sumum finnst hér of langt gengið - öðrum ekki. vísir/samsett/einar/egill

Lög­maður hefur á­hyggjur af því að verið sé að færa mörk tjáningar­frelsis og hatur­s­orð­ræðu of langt í átt að vin­sælum pólitískt réttum viðhorfum. Skjól­stæðingur hennar hefur verið kærður fyrir skrif um trans­ fólk sem Sam­tökin ’78 segja full af hatri og grafa undan til­vist þess.

Hvað má segja og hvað ekki? Hvar liggja mörk tjáningar­frelsis og hatur­s­orð­ræðu, sem er talin refsi­verð og hægt að dæma fólk fyrir?

„Það er bara í rauninni pólitísk á­kvörðun hverju sinni hvar þau liggja. Og ég er hrædd um að það sé verið að færa þau of langt í þá átt að aftur­halds­söm tjáning eða ó­vin­sælar skoðanir verði flokkaðar sem eitt­hvað sak­næmt og refsi­vert,“ segir Eva Hauks­dóttir lög­maður.

Margir eiga erfitt með að átta sig á þessum mörkum og reglu­lega reynir á þau fyrir dóm­stólum.

Nú gæti það gerst aftur en lög­reglu hefur borist kæra og hafið rann­sókn á skrifum Arnars Sverris­sonar sál­fræðings um trans­ fólk.

Eva er verjandi Arnars. vísir/einar

Arnar grafi undan kerfinu

Greinina sem um ræðir birti Arnar á Vísi fyrir tveimur árum. Hún ber titilinn Kyn­röskun stúlkna. Hin nýja „móður­sýki“ og vakti vægast sagt hörð við­brögð, meðal annars frá tran­s teymi Land­spítalans og í kjöl­farið lenti Arnar í rit­deilum við konu að nafni Tanja Vig­dís­dóttir. Það er hún sem svo kærði Arnar fyrir hatur­s­orð­ræðu.

Lög­reglan vísaði málinu frá í fyrstu en ríkis­sak­sóknari sneri því við og gerði lög­reglu að rann­saka málið. Arnar var svo kallaður til yfir­heyrslu í þarsíðustu viku.

Eva er verjandi Arnars. Henni þykir hann alls ekki gerast sekur um hatur­s­orð­ræðu með skrifum sínum:

„Nei, mér finnst það ekki. Hann er að lýsa skoðunum sem að mörgum finnst vera úr­eltar. Hann er að lýsa þeirri skoðun að kyn sé líf­fræði­legt. Hann er ekkert að ráðast á trans ­fólk. Hann er að gagn­rýna þessa hug­mynda­fræði um það að kyn sé eitt­hvert fé­lags­legt fyrir­bæri,“ segir Eva.

Við ræddum við Evu og Daníel E. Arnars­son, fram­kvæmda­stjóra Sam­takanna ’78 um þessi flóknu mál í Kvöld­fréttum Stöðvar 2 í gær:

Daníel er nefni­lega ó­sam­mála Evu hvað þetta varðar. En hvað er það í greina­skrifum Arnars sem má flokka sem hatur­s­orð­ræðu? Daníel tekur dæmi:

„Hann segir til dæmis að karl­kona verði ekki að eigin­legri konu og kvenkarl ekki að eigin­legum karli. Hvað erum við að tala ná­kvæm­lega um hérna? Erum við að tala um það að trans­ konur séu ekki konur?“ spyr hann og nefnir fleiri dæmi um orð­notkun Arnars, sem talar til dæmis um „kyn­skipti­að­gerðir“, „kyn­vitundar­brenglun“ og „kyn­röskun“ í grein sinni.

„Hann er að grafa undan á­kveðnu kerfi sem við höfum búið til og til dæmis á Ís­landi þá er þetta kerfi mjög gott og vandað. Og hann er líka að tala um „þessa miklu aukningu“, eins og þetta sé smit­sjúk­dómur eða annað. Sem er náttúru­lega al­gjört bull,“ segir Daníel.

Daníel segir að ekkert umburðarlyndi eigi að bera fyrir skrifum Arnars.vísir/egill

Umburðarlyndi upp að vissu marki

Sam­tökin hafa áður rekið og unnið sam­bæri­leg mál fyrir dóm­stólum.

Þarna finnst Evu of langt gengið; fólk verði að geta sýnt úr­eltum við­horfum eða skoðunum sem það er ó­sam­mála á­kveðna þolin­mæði og um­burðar­lyndi.

„Maður hugsar oft þegar maður heyrir ein­hverjar skoðanir sem maður er ekki sam­mála eða manni finnst bara ó­þolandi, þá hugsar maður oft bara „æi þegiðu“. En það að lög­reglan taki að sér að segja „æ, þegiðu“... það er annað mál. Það er svo­lítil hætta á þöggun og það er ekki lýð­ræðis­legt,“ segir Eva. Þetta sé skaðlegt fyrir lýðræðislega umræðu í landinu. 

Hvað segja sam­tökin 78 við því?

„Auð­vitað ber maður á­kveðið um­burðar­lyndi fyrir því að það er á­kveðin heims­mynd ein­hverra ein­stak­linga sem er pínu­lítið brotin með því að tala um að nú getum við farið í kyn­stað­festandi að­gerðir eða í kyn­leið­réttingu,“ segir Davíð.

„En við sjáum að þetta er ekkert sér­stak­lega hættu­legt og það er ekkert flókið að skilja þetta. Rauði þráðurinn í öllu okkar starfi er ein­fald­lega að leyfa fólki að vera ná­kvæm­lega það sem það er. En svona skrif... ég ber ekkert um­burðar­lyndi fyrir þeim.“

Eins og fyrr segir hefur Arnar þegar verið boðaður í skýrslu­töku hjá lög­reglu. Brátt kemur í ljós hvort á­kæru­valdið og dóms­valdið séu sam­mála sam­tökunum um að hér eigi ekki að sýna skrifum hans um­burðar­lyndi.


Tengdar fréttir

Saka­mála­rann­sókn á skrifum Arnars sé árás á tjáningar­frelsið

Eva Hauksdóttir, verjandi Arnars Sverrissonar, segir það vera árás á tjáningarfrelsið að ríkissaksóknari hafi falið lögreglu að rannsaka skrif Arnars sem sakamál. Grein Arnars hafi ekki innihaldið árás á trans fólk eða hvatningu til mismunar og ofsókna gegn trans fólki.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.