Fleiri fréttir

Gætu ráðstafað kolefnissköttum til tekjulágra til að draga úr ójöfnuði

Íslensk stjórnvöld gætu stuðlað að réttlátum umskiptum í loftslagsmálum með því að ráðstafa skatttekjum af kolefnislosun til heimila og fyrirtækja í viðkvæmri stöðu, að mati Loftslagsráðs. Ólíkt öðrum Evrópuríkjum hefur Ísland enga stefnu um að láta tekjur renna til loftslagstengdra verkefna. Ráðið telur að auka þurfi gagnsæi og tengja loftslagsmál skýrar við áætlanagerð opinberra fjármála.

Kærði Heim­­kaup til lög­­reglu vegna net­verslunar

Heimkaup hófu í dag netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur óskýran lagaramma í kringum netsölu áfengis skapa skakka stöðu á sam­keppnis­markaði. Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir áfengissölu Heimkaupa ólöglega og því hafi hann kært fyrirtækið til lögreglu.

Biðst af­sökunar á að hafa brugðist þol­endum

Vítalía Lazareva segist hafa brugðist öðrum þolendum í Twitter-færslu í kvöld. Þórður Már Jóhannesson, Ari Edwald og Hreggviður Jónsson hafa kært hana og Arnar Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífsins.

„Gríðar­legt and­legt og fé­lags­legt sjokk og fjár­hag­sl­egt tjón“

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafnaði í dag tilboði Samhjóla, félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, um að hjólhýsabyggðin fái að vera áfram gegn því að félagið sinni nauðsynlegum framkvæmdum. Formaður félagsins segir niðurstöðuna gríðarleg vonbrigði og að sveitarfélagið hefði getað farið mannlegri leið að niðurstöðunni en hún gerði.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rússland er helsta ógnin við öryggi Evrópu samkvæmt nýrri hernaðarstefnu sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag. Forsætisráðherra segir óviðeigandi að Tyrkir hafi blandað málefnum Kúrda inn í aðildarviðræður Svía og Finna að bandalaginu.

Björgunarsveit kölluð út vegna tveggja slysa hjá Glymi

Útkall barst á Björgunarsveitum á Vesturlandi rétt fyrir klukkan þrjú í dag vegna göngukonu sem hrasaði og slasaðist á fæti á leið að Glymi í stórum gönguhóp. Skömmu síðar barst annað útkall vegna ferðamanns sem hafði runnið niður gil steinsnar frá fyrri slysstað. 

Einar tók fyrstu skóflustungu að nýjum leikskóla

Fyrsta skóflustunga var tekin að nýjum leikskóla í Vogabyggð í dag við hátíðlega athöfn. Einar Þorsteinsson, sem tekur við embætti borgarstjóra að hálfu kjörtímabili liðnu, reið á vaðið og tók fyrstu skóflustungu. 

Gagnrýnin á framgöngu Tyrkja

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi verið óviðeigandi af hálfu Tyrkja að setja óskyld mál á dagskrá í aðdraganda aðildarumsóknar Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Hún segir það skipta máli að fá tvær Norðurlandaþjóðir inn í bandalagið.

Viðskiptalífið hafi viljað verkið burt löngu áður en slysið varð

Höfundur útilistaverksins Eggin í Gleðivík segir að viðskiptalífið hafi viljað verk hans í burtu löngu áður en hörmulegt slys varð á Djúpavogi í síðustu viku. Listamaðurinn segir að það muni stórskyggja á menningarlífið í bænum þegar verkið verður fært. Staðsetningin sé hluti af verkinu.

Eyrún Ingibjörg ráðin sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti samhljóða að ráða Eyrún Ingibjörgu Sigþórsdóttur í starf sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar næstu fjögur árin. Hún var áður oddviti og sveitarstjóri á árunum 2006 til 2014.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um leiðtogafund Nato sem nú fer fram í Madríd á Spáni. Tyrkir sættust á það í gær að samþykkja inngöngu Svía og Finna í bandalagið.

Linda stýrir Kvennaathvarfinu

Linda Dröfn Gunnarsdóttir hefur verið ráðin til að gegna starfi framkvæmdastýru Samtaka um kvennaathvarf. Hún tekur við starfinu af Sigþrúði Guðmundsdóttur, sem stýrt hefur athvarfinu síðastliðin sextán ár.

Allt að tuttugu stiga hiti

Í dag verður veðrinu misskipt milli landshluta að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Svalast verður við norðurströndina en hiti gæti náð allt að tuttugu stigum sunnanlands.

Fram á nótt að gera allt klárt fyrir fót­bolta­veisluna

Fjórir af hörðustu KA-mönnum Akureyrarbæjar voru á fullu í gærkvöldi að græja síðustu knattspyrnuvellina þar sem spilað verður á fjölmennasta strákamóti ársins næstu daga. Fyrsta helgin í júlí er fram undan og venju samkvæmt liggur straumurinn norður.

Leggur fram frumvarp í haust um víðtækar rannsóknarheimildir lögreglu

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra mun í haust leggja fram frumvarp um víðtækar rannsóknarheimildir lögreglu. Lögregla mun meðal annars fá víðtækari heimildir til að afla upplýsinga til að meta ógn af hryðjuverkum og segir Jón þær verða í takt við það sem gengur og gerist í nágrannaríkjum Íslands.

Víkingur Heiðar og EFLA hlutu útflutningsverðlaunin

Fyrirtækið EFLA hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands og Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari var heiðraður fyrir störf sín á erlendri grundu. Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU, veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

„Sýnileikinn besta vopnið gegn hatrinu“

Á fimmtudaginn fer fram samstöðufundur á Austurvelli til stuðnings hinsegin fólks í Noregi og fjölskyldum þeirra. Skipuleggjendur fundarins segja að fræðsla sé lykillinn að því að uppræta fordóma og að hatrið megi ekki sigra.

Ís­lendingar slá alls konar met í ferða­lögum

Ís­lendingar eru að slá öll met í ferða­lögum til út­landa og í fjölda gisti­n­átta innan­lands. For­stjóri Icelandair telur að tafir á flug­völlum víða um heim vegna mann­eklu lagist ekki fyrr en í vetur.

NATO verði enn sterkara með inngöngu Finna og Svía

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist ákaflega fegin að hindranir við inngöngu Finna og Svía í NATO hafi verið fjarlægðar. Atlantsahafsbandalagið verði enn sterkara og öruggara með inngöngu ríkjanna tveggja.

Vaxandi þensla og barátta um vinnuafl

Vaxandi þensla er í efnahagslífinu eftir að kórónuveirufaraldrinum lauk. Ferðaþjónustan er komin á fullan skrið og aukinn þrýstingur er ábyggingaframkvæmdir. Seðlabankastjóri segir þetta geta leitt til þess að atvinnugreinar fari að bítast um starfsfólk.

Hefur á­hyggjur af aukinni dag­drykkju eldri borgara

Alkóhólistum fjölgar ört í hópi eldri borgara á Íslandi og tæp tvöföldun hefur orðið í dagdrykkju 61 árs og eldri, samkvæmt innlagnartölum á Vogi. Formaður SÁÁ hefur áhyggjur af þróuninni og segir áfengisdýrkun ríkja í samfélaginu. 

Stjórnleysi á landamærum hafi leitt til dauða flóttafólksins

„Fátækt og örvæning “ leiddi til dauða fimmtíu manns á flótta frá Mið-Ameríku, að sögn forseta Mexíkó. Fólkið fannst yfirgefið í vöruflutningabíl í Texas en sextán voru enn á lífi þegar lögreglumenn opnuðu bifreiðina, þar af fjögur börn.

Fátt um fína drætti í júlí en ágúst lofar góðu

Rætt var við Sigurð Þ. Ragnarsson, veðurfræðing sem betur er þekktur sem Siggi Stormur, í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að veðrið í júlí verði bland í poka. Besta veðrið verði líklegast á Suðurlandi um helgina og síðan á Norðurlandi helgina eftir.

Fólk eigi ekki að þurfa að fresta lífinu

Verðbólguhorfur fara versnandi og ekki gert ráð fyrir að seðlabankinn nái markmiðum sínum fyrr en 2025. Forseti Alþýðusambandsins segir að fasteignaverð sé vandamálið; stjórnvöld séu fyrir löngu búin að missa stjórn á húsnæðismarkaðnum.

Eldurinn kviknaði lík­lega út frá gas­brennara

Slökkvilið var eldsnöggt á vettvang þegar eldur kviknaði í klæðningu atvinnuhúsnæðis í Dalshrauni í Hafnarfirði í dag. Slökkvistarf gekk vel og slökkviliðsmönnum tókst að koma í veg fyrir mikið tjón.

Sögulegur leiðtogafundur NATO hefst í dag

Þriggja daga leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefst í Madrid á Spáni í dag þar sem reiknað er með tíðindum varðandi aðildarumsókn Svía og Finna að bandalaginu og frekari stuðningi við Úkraínu. Forsætisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd.

Seinka tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínunnar

Verkefnastofa Borgarlínunnar hefur ákveðið að framkvæmdalok fyrstu lotu Borgarlínunnar verði tvískipt. Áður var reiknað með að fyrsta lotan yrði tilbúin seinni hluta ársins 2025. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdalok tvískiptrar fyrstu lotu verði 2026 og 2027.

„Ísland birtist óvænt sem stórveldi“

Afköst Íslendinga í kolefnisförgun eru í þann mund að margfaldast með tilkomu nýrrar verksmiðju á Hellisheiði. Landsvirkjun hefur þá ákveðið að hefja kolefnisförgun, en allt er þetta gert með aðferðum CarbFix.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um kæru sem lögð hefur verið fram á hendur Vítalíu Lazarevu og Arnari Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.