Vaxandi þensla og barátta um vinnuafl Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2022 19:31 Framkvæmdum við byggingu viðbyggingar við forsætisráðuneytið verður frestað um eitt til tvö ár vegna þenslunnar. forsætisráðuneytið Vaxandi þensla er í efnahagslífinu eftir að kórónuveirufaraldrinum lauk. Ferðaþjónustan er komin á fullan skrið og aukinn þrýstingur er ábyggingaframkvæmdir. Seðlabankastjóri segir þetta geta leitt til þess að atvinnugreinar fari að bítast um starfsfólk. Efnahagslífið á Íslandi er komið á mikinn snúning eftir að kórónuveirufaraldurinn leið.Á sama tíma er tekist á við mikla og vaxandi verðbólgu víða í heiminum sem skapaðist af hráefnisskorti vegna skorts á vinnuafli í faraldrinum og síðan vegna stríðsins í Úkraínu. Nú þegar ferðaþjónustan er komin á fulla ferð og þrýst er á byggingaframkvæmdir skortir vinnuafl ofan á allt annað. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri íslenskt efnahagslíf standa vel. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að svo geti farið að atvinnugreinar fari að bítast um vinnuaflið.Vísir/Vilhelm „Við erum bara núna með mikinn efnahagsbata á Íslandi. Vinnumarkað sem í rauninni hefur aldrei verið betri frá árinu 2007 hvað varðar atvinnu. Auðvitað þegar ungt fólk kemur inn á vinnumarkaðinn vill það líka koma inn á fasteignamarkaðinn,“ segir Ásgeir. Í kórónuveirufaraldrinum þegar mörg fyrirtæki sögðu upp fjölda manns jók ríkið útgjöld sín til alls kyns atvinnuskapandi framkvæmda. Við núverandi aðstæður er hins vegar talið eðlilegt að ríkið haldi að sér höndum. Við afgreiðslu fjármálaáætlunar til næstu fimm ára á Alþingi í vor var því mörgum framkvæmdum frestað, eins og viðbyggingu við forsætisráðuneytið sem lengi hefur staðið til að byggja. Katrín Jakobsdóttir segir ríkið fresta ýmsum framkvæmdum vegna þenslunnar.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að upphafi framkvæmda verði frestað um ár. „Já við erum að færa þá framkvæmd til. Í raun og veru hliðra þeirri framkvæmd til að draga úr þenslu í samfélaginu. Það á auðvitað við um fleiri fjárfestingarverkefni á vegum ríkisins. Við lögðum af stað í miklar fjárfestingar til að örva hagkerfið í heimsfaraldri. Sum eru farin af stað en þar sem hægt er að hliðra til núna þá gerum við það,“ segir Katrín. Aðstæður smærri og stærri fyrirtækja til að fá til sín starfsfólk á samkeppnishæfum launum, ekki hvað síst innan ferðaþjónustunnar, eru hins vegar afar misjafnar. „Ég held að við séum kannski að lenda í þeirri stöðu að atvinnugreinar fari að bítast um fólk í miklum meiri mæli. Þetta er eitthvað sem við sáum á árum áður. Og það gæti mögulega leitt til töluverðrar spennu á vinnumarkaði,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Efnahagslífið á Íslandi er komið á mikinn snúning eftir að kórónuveirufaraldurinn leið.Á sama tíma er tekist á við mikla og vaxandi verðbólgu víða í heiminum sem skapaðist af hráefnisskorti vegna skorts á vinnuafli í faraldrinum og síðan vegna stríðsins í Úkraínu. Nú þegar ferðaþjónustan er komin á fulla ferð og þrýst er á byggingaframkvæmdir skortir vinnuafl ofan á allt annað. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri íslenskt efnahagslíf standa vel. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að svo geti farið að atvinnugreinar fari að bítast um vinnuaflið.Vísir/Vilhelm „Við erum bara núna með mikinn efnahagsbata á Íslandi. Vinnumarkað sem í rauninni hefur aldrei verið betri frá árinu 2007 hvað varðar atvinnu. Auðvitað þegar ungt fólk kemur inn á vinnumarkaðinn vill það líka koma inn á fasteignamarkaðinn,“ segir Ásgeir. Í kórónuveirufaraldrinum þegar mörg fyrirtæki sögðu upp fjölda manns jók ríkið útgjöld sín til alls kyns atvinnuskapandi framkvæmda. Við núverandi aðstæður er hins vegar talið eðlilegt að ríkið haldi að sér höndum. Við afgreiðslu fjármálaáætlunar til næstu fimm ára á Alþingi í vor var því mörgum framkvæmdum frestað, eins og viðbyggingu við forsætisráðuneytið sem lengi hefur staðið til að byggja. Katrín Jakobsdóttir segir ríkið fresta ýmsum framkvæmdum vegna þenslunnar.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að upphafi framkvæmda verði frestað um ár. „Já við erum að færa þá framkvæmd til. Í raun og veru hliðra þeirri framkvæmd til að draga úr þenslu í samfélaginu. Það á auðvitað við um fleiri fjárfestingarverkefni á vegum ríkisins. Við lögðum af stað í miklar fjárfestingar til að örva hagkerfið í heimsfaraldri. Sum eru farin af stað en þar sem hægt er að hliðra til núna þá gerum við það,“ segir Katrín. Aðstæður smærri og stærri fyrirtækja til að fá til sín starfsfólk á samkeppnishæfum launum, ekki hvað síst innan ferðaþjónustunnar, eru hins vegar afar misjafnar. „Ég held að við séum kannski að lenda í þeirri stöðu að atvinnugreinar fari að bítast um fólk í miklum meiri mæli. Þetta er eitthvað sem við sáum á árum áður. Og það gæti mögulega leitt til töluverðrar spennu á vinnumarkaði,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels