Fleiri fréttir

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Þingmaður segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á Facebook færslu Loga Bergmanns þar sem hann neitar að hafa brotið gegn ungri konu sem sakar hann um kynferðisbrot. Ráðherrann segir að með lækinu hafi hún verið að sýna samkennd og að engin afstaða felist í því. Fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar í gær vegna málsins og telja sumir um vendipunkt að ræða í þessum málum. Við ræðum við sérfræðing í #metoo málum og slaufunarmenningu í fréttatímanum.

„Við veljum alltaf að bólu­setja börnin til þess að verja þau“

Barnasmitsjúkdómalæknir segir bólusetningu barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni snúast um að verja börnin en ekki að stoppa smitið úti í samfélaginu. Átta börn hafi þegar lagst inn á sjúkrahús með veiruna hér á landi en ekkert þeirra hafi verið með undirliggjandi sjúkdóm.

Reglur um sóttkví rýmkaðar fyrir þríbólusetta

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta reglum um sóttkví þríbólusettra í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Þríbólusettir mega nú sækja vinnu eða skóla og sækja nauðsynlega þjónustu þrátt fyrir að hafa verið útsettir fyrir smiti.

Segir lækið sýna sam­kennd en enga af­stöðu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. 

Dáist að hugrökkum konum sem ræða um skipulagt ofbeldi

Forseti Alþýðusambands Íslands segir dásamlegt að verða vitni að breytingum á valdahlutföllum í íslensku samfélagi. Konur af hennar kynslóð hafi hvíslast á um einstaka menn og varað aðrar konur við þeim.

Bólusetningar barna ræddar í Pallborðinu

Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára við Covid-19 er hafin hér á landi og má reikna með að stór hluti barna á þessum aldri fá sprautu í næstu viku. Bólusetningarnar eru á vörum margra þessa dagana og foreldrar margir hverjir á báðum áttum með hvaða skref skuli stíga.

Svart­sýnasta spáin myndi valda „gríðar­legum á­föllum“

Þrjátíu og sjö liggja inni á Landspítala með Covid-19 og hafa ekki verið fleiri síðan í desember 2020. Sóttvarnalæknir segir ljóst að núverandi aðgerðir dugi ekki nógu vel til að draga úr faraldrinum og hefur áhyggjur af innlögnum næstu daga. Þá hefur hann skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að breytingum á sóttkví fyrir þríbólusetta.

Hamfarir á golfvellinum í Grindavík

Helgi Dan Steinsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur segir sjávargrjótið sem gekk upp á land og á völlinn áfall fyrir lítinn klúbb.

„Margt sem hefði getað farið illa“

Það er margt sem hefði getað farið illa en gerði það ekki, segir framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis í Grindavík, sem situr þó uppi með fleiri tuga milljóna króna tjón eftir sjógang í óveðri við höfnina í gær. Fólk slapp með skrekkinn í gærkvöldi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við sóttvarnalækni um stöðuna í kórónuveirufaraldrinum en enn einn daginn greindust fleiri þúsund smitaðir innanlands.

Gagn­rýndi em­bættis­mann fyrir um­deilt læk og er nú sjálf gagn­rýnd fyrir það sama

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa lækað færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns á Facebook, þar sem hann tekur fyrir að hafa brotið kynferðislega á ungri konu. Fjórir mánuðir eru síðan hún gagnrýndi vararíkissaksóknara fyrir að hafa lækað viðlíka færslu á Facebook.

Hvíslað í sveitinni um fyrirhuguð jarðakaup sveitarstjórans

Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra, hefur óskað eftir því við Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir að fá að kaupa jarðirnar Eystri-Kirkjubæ og Vestri-Kirkjubæ á grundvelli ákvæða í jarðarlögum um ábúðarkaup.

Áslaug Arna lækar færslu Loga sem lokar á athugasemdir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns frá því í gær, þar sem hann segist iðrast að hafa farið yfir mörk konu en neitar að hafa brotið gegn henni.

Réðust á einstakling vopnaðir kylfum og hníf

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás í Kópavogi um klukkan 19.30. Árásarmenn virðast hafa verið fleiri en einn og eru grunaðir um að hafa beitt kylfum og hníf. 

Dagurinn sem fimm þjóð­þekktir karl­menn stigu til hliðar

Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 

Segist saklaus en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í.

„Ég þrái að lifa þann dag að ég þurfi ekki að standa í þessu máli“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld muni una dómi héraðsdóms, sem gerir Erlu Bolladóttur kleift að höfða mál gegn ríkinu fyrir endurupptökudómstól. Erla gæti nú fengið tækifæri til að krefjast skaðabóta fyrir Hæstarétti, en hún var á sínum tíma fundin sek um rangar sakargiftir.

Aftur með veiruna eftir að hafa smitast á Everest

Heimir Fannar Hallgrímsson, lögfræðingur og fasteignasali sem kleif Everest með félaga sínum í fyrra, er kominn með kórónuveiruna – sem væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Heimir er smitaður í annað sinn. Hann var í hlíðum Everest þegar hann sýktist í fyrra skiptið og aðstæður í einangruninni nú þess vegna nokkuð frábrugðnar því sem áður var.

„Drullusokkar“ í Vestmannaeyjum

Hann er stoltur af því að vera „Drullusokkur“ númer eitt en hér erum við að tala um Tryggva Sigurðsson, sem er einn af stofnendum bifhjólasamtakanna „Drullusokkar“ í Vestmannaeyjum. Tryggvi er líka mikill listasmiður þegar kemur að bátslíkönum.

Á þriðja tug bótakrafna komnar fram vegna alvarlegra aukaverkana

Sjúkratryggingum hefur þegar borist 23 bótakröfur vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur borist 35 tilkynningar um dauðsföll í kjölfar hennar. Forstjórinn segir að í einhverjum tilvikum sé hægt að tengja alvarlegar aukaverkanir við bóluefni.

Tjón upp á tugi milljóna og annað flóð í aðsigi

Tugmilljóna króna tjón varð í frystihúsi útgerðarinnar Vísis í Grindavík í dag þegar sjór flæddi inn í frystiklefann í óveðri. Viðbragðsaðilar dældu upp gífurlegu vatnsmagni og starfsfólk útgerðarinnar reyndi að bjarga því sem bjargað varð.

Sjúk­lingar sendir heim af Vogi vegna hóp­smits

Sex sjúklingar og fjórir starfsmenn á sjúkrahúsinu Vogi greindust smitaðir af kórónuveirunni í hraðprófi í dag. Sjúklingarnir hafa verið sendir heim í sóttkví og yfirlæknir gerir ráð fyrir því að starfsemi á Vogi leggist niður á næstu dögum. 

Telur vendingar dagsins merki um að þol­endum virðist trúað

Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum.

Vill að Sindra verði gert að birta dóminn á Twitter

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vill að forsendur dóms í máli gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni verði birtar á Twitter. Málið varðar meint ærumeiðandi ummæli Sindra um tónlistarmanninn en aðalmeðferð fer fram þann 18. janúar næstkomandi.  

Starfs­­menn ráðu­neytisins ekki með 0,5 prómill í blóðinu alla daga

Kaup Fangelsismálastofnunar á tóbaki sem selt er áfram til fanga skýrir þá háu upphæð sem greint var frá í gær að hefði farið frá dómsmálaráðuneytinu í kaup á áfengi og tóbak á síðasta ári. Tæpar 25 milljónir fóru í kaup á tóbaki fyrir fangelsin en tóbaksnotkun fanga fer minnkandi milli ára. Dómsmálaráðuneytið sjálft keypti áfengi fyrir 163 þúsund krónur á síðasta ári.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Mál 24 ára konu sem kom fram í hlaðvarpsþættinum Eigin konur á þriðjudag og sakaði þrjá miðaldra menn um að hafa brotið á sér kynferðislega í sumarbústað árið 2020 hefur orðið til þess að tjéðir menn hafa látið af störfum sínum sem stjórnendur fyrirtækja og félaga. Að auki hafa tveir aðrir hætt störfum sínum, í það minnsta tímabundið. 

Logi Bergmann í leyfi frá K100

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis.

Bólu­efnin hvorki til­rauna­lyf né með neyðar­leyfi

Ekkert þeirra bóluefna sem notuð hafa verið gegn COVID-19 hér á landi er með neyðarleyfi eða skilgreint sem tilraunalyf. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Lyfjastofnun sem segir að bóluefnunum hafi verið veitt fullgilt markaðsleyfi. Leyfið sé háð vel skilgreindum skilyrðum og teljist því skilyrt markaðsleyfi.

Linda Dröfn kemur í stað Viðars

Linda Dröfn Gunnarsdóttir hefur verið ráðin tímabundið í starf framkvæmdastjóra Eflingar og hóf störf þann 13. desember síðastliðinn.

Sjá næstu 50 fréttir