Fleiri fréttir

Ráðast í hönnun og út­boð á hafnar­mann­virkjum vegna Baldurs

Vegagerðin telur hagkvæmast að uppfylla núverandi samning um ferjusiglingar á Breiðafirði og nota gildistíma hans, til maímánaðar 2022 eða 2023, til hönnunar og útboðs á hafnarmannvirkjum á Brjánslæk og í Stykkishólmi. Ný hafnarmannvirki séu forsenda fyrir áframhaldandi ferjurekstri á Breiðafirði.

Erfitt að finna hugmyndum um aukin útgjöld stað á fjárlögum

Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana alveg eftir að ræða hvernig hugmyndum um aukin útgjöld samkvæmt kosningastefnuskrám flokkanna verði komið fyrir á sama tíma og vinna þurfi niður mikinn halla sem orðið hafi til á fjárlögum í kórónuveirufaraldrinum. Ný ríkisstjórn geti ekki aukið útgjöldin mikið strax á næsta ári.

Kvika gæti verið að finna sér nýja leið til yfirborðs

Dregið hefur úr stærð skjálftanna við Keili undanfarna daga en virknin er þó enn mikil. Um 8800 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá því að hrinan hófst þann 27. september síðastliðinn. Ekki er hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á miklu dýpi. 

Aðstæður erfiðar á vettvangi rútuslyssins og búið að loka veginum

Átta farþegar smárútu sem fór út af vegi og valt við Dyrhólaey á Suðurlandi eru komnir í skjól á Volcano Hotel skammt frá vettvangi. Þrír eru taldir slasaðir en ekkert er um alvarleg meiðsli. Búið er að loka fyrir umferð um Suðurlandsveg milli Seljalandsfoss og Víkur vegna slæms veðurs.

Launa­kostnaður sveitar­fé­laga gæti valdið stór­slysi

 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í setningarræðu sinni á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í morgun að aukin launakostnaður gæti valdið stórslysi fyrir fjármál sveitarfélaganna.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um slys sem varð á Suðurlandi nú fyrir hádegi en betur fór en á horfðist þegar smárúta valt á Suðurlandsvegi í Mýrdal í morgun.

Enn hreyfing á flekanum við Búðar­á

Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur hægra megin við Búðará Við Seyðisfjörð, sunnan megin í skriðusárinu frá desember 2020. Rýmingar eru enn í gildi fram yfir helgi.

Höggva sér leið í gegnum einn merkasta skóg landsins

Landslið skógarhöggsmanna er nú að störfum í Vaðlaskógi gegnt Akureyri, einum merkasta skógi landsins. Þar er skógurinn grisjaður til að rýma fyrir göngustíg og vatnslögnum. Framkvæmdastjóri skógræktarfélagsins segist sjá eftir trjánum sem fara, en margt gott komi í staðinn.

Veittist að leigubílstjóra með úðavopni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um klukkan 2.30 í nótt vegna einstaklings sem veittist að bílstjóra leigubifreiðar með úðavopni. Gerandinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Blómasalar ákærðir fyrir tollsvik

Tveir stjórnendur innflutningsfyrirtækis eru ákærðir fyrir að hafa blekkt tollayfirvöld í því skyni að greiða minni toll af innfluttum blómum frá Hollandi. 

Miklu meira talað um faraldurinn hér en í Danmörku

Lítið fer fyrir umræðu um kórónuveiruna í Danmörku eftir að samkomutakmörkunum hefur verið aflétt þar í landi, að sögn Íslendings í Kaupmannahöfn, sem segir fólki létt. Gera má ráð fyrir að íslensk stjórnvöld muni horfa líta til Norðurlandanna þegar ákvarðanir um næstu skref í sóttvarnaaðgerðir hér á landi verða teknar.

Engin skýr merki um kviku við Keili

Nýjustu gervihnattagögn sýna engin skýr merki um að kvika brjóti sér leið til yfirborðs í kringum Keili á Reykjanesi. Ekki er þó talið útilokað að kvika sé á hreyfingu á það miklu dýpi að gervihnettir greini hana ekki.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Seðlabankinn hefur gripið til aðgerða til að sporna gegn þenslu og verðbólgu, en á þeirri frétt eru margar hliðar sem Heimir Már Pétursson mun skoða í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Bætist í hóp kærenda Alþingiskosninganna

Lenya Rún Taha Karim, frambjóðandi Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, kærði í dag  endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Hún hefði náð sæti sem jöfnunarþingmaður hefði niðurstaða upphaflegrar talningar staðið.

Aðeins fjórir þurft að leggjast inn eftir milljón ferðir

Fjórir hafa þurft að leggjast inn á Landspítala eftir slys á rafhlaupahjóli en almennt eru slys á slíkum fararskjótum ekki alvarleg. Yfirlæknir bráðamóttöku bendir á að fá slys verði á rafhlaupahjólum miðað við hversu margar ferðir eru farnar á þeim.

Segja að ekki eigi að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis

245 einstaklingar leituðu á bráðamóttöku Landspítala vegna rafhlaupahjólaslysa í júní, júlí og ágúst. Sama tímabil í fyrra var fjöldinn 149. Meðalfjöldi þeirra sem þurfti að leita á bráðamóttöku vegna rafhlaupahjóla fór úr 1,6 sumarið 2020 í 2,7 nú í sumar.

„Er mis­skilningur lygi?“

Formaður nýsköpunarráðs Reykjavíkurborgar vísar ásökunum Samtaka iðnaðarins um lygar á bug og segir ummæli sín hafa verið byggð á misskilningi. Þá sé gagnrýni minnihluta borgarstjórnar á verkefnið Stafræn umbreyting lituð rangfærslum - borgin standi með heilbrigðum markaði.

Gera ekki ráð fyrir frekari rýmingum

Hættu­stig al­manna­varna er enn í gildi á Seyðis­firði vegna hættu á skriðu­föllum. Lítil úr­koma hefur verið á svæðinu síðustu tvo sólar­hringa þannig að dregið hefur úr hækkun á vatns­hæð í bor­holum.

Reikna með töluverðum áhrifum á ferðaþjónustuna

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, fagnar því að Ísland sé ekki lengur á rauðum lista Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna og reiknar með því að breytingarnar muni hafa töluverð áhrif í för með sér. Um sé að ræða stærsta og einn mikilvægasta hóp ferðamanna hér á landi.

Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram

Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem tilkynnt var um í morgun.

„Við skjótum allar þessar fokking löggur“

Embætti héraðssaksóknara hefur ákært mann fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa hrækt að lögreglumanni og ítrekað hótað lögreglumönnum lífláti og ofbeldi í Kópavogi í nóvember á síðasta ári.

Sjá næstu 50 fréttir