Fleiri fréttir

Enn ekki gengið frá samningum þrátt fyrir að fjármögnun hafi verið tryggð

Enn hefur ekki verið gengið frá samningum um rekstur 90 hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir að fjármögnun þeirra hafi verið tryggð fyrir áramót. Vonir stóðu til að hægt yrði að taka hjúkrunarrýmin í notkun í sumar, sem hefði létt verulega á hinum margumrædda „fráflæðisvanda“ á Landspítalanum.

Grafarvogskirkja merkt Flokki fólksins

Sóknarnefnd Grafarvogskirkju ætlar að fara fram á að Flokkur fólksins fjarlægi áberandi merkingar sínar úr gluggum kjallara kirkjunnar sem hann leigir undir skrifstofur sínar. Sóknarprestur segir flokkinn eins og hvern annan leigjanda sem komi kirkjunni ekki við.

Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls

Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls.

Ísland enn í hæsta áhættuflokki hjá CDC

Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, uppfærði lista á ferðaráðssíðu sinni í dag. Ísland er enn í hæsta áhættuflokki og er Bandaríkjamönnum því áfram alfarið ráðið frá ferðalögum til landsins.

Svona notar þú sjálfspróf

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heimila notkun sjálfsprófa hér á landi. Fréttamaður Stöðvar 2 ákvað að sýna landanum hvernig prófin eru notuð.

Rann­saka grófa líkams­á­rás vespu­gengis

Hópur unglinga á vespum réðst á íbúa í Kórahverfinu um miðjan mánuð og lét högg dynja á andliti hans. Lögreglan er með málið til skoðunar en segir vandræði vegna vespugengja ekki algeng í hverfinu. Við vörum við myndefni sem fylgir fréttinni.

17 þúsund fermetrar í viðbót við nýja miðbæinn á Selfossi

Nýi miðbærinn á Selfossi hefur fengið miklu betri viðtökur en forsvarsmenn verkefnisins áttu nokkurn tíma von á. Framkvæmdir hefjast fljótlega við annan áfanga miðbæjarins, sem verður um 17 þúsund fermetrar með mörgum sögufrægum húsum og fleiri veitingastöðum og verslunum.

Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu

Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því að þrír starfsmenn heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintra mistaka og vanrækslu. Málið varðar andlát hinnar 73 ára gömlu Dönu Kristínar Jóhannsdóttur sem talin er hafa verið sett í lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að tilefnislausu.

Heimila notkun hrað- og sjálfs­prófa með 90 prósent næmi

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta reglugerð um starfsemi rannsóknarstofa sem stunda greiningu á sjúkdómum sem sóttvarnalög taka til. Með breytingunni verður ekki lengur skylda að rannsóknarstofa með starfsleyfi sjái um allar greiningar sem gerðar eru með hraðprófum hér á landi.

Sidekick-appið ekki lengur notað til að fylgjast með Covid-sjúklingum

Í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins notaðist Landspítalinn við forritið Sidekick til að fylgjast með þeim Covid-sjúklingum sem ekki þurftu að leggjast inn á spítala. Forritið virkar þannig að sjúklingar haka við valmöguleika um líðan sína og geta læknar þá yfirfarið niðurstöðuna og metið hvort þörf sé á inngripi.

Um tveir þriðju boðaðra barna mættu í bólu­setningu

Um fjögur þúsund börn úr tveimur árgöngum mættu til bólusetningar í Laugardalshöll í dag. Tveir árgangar voru bólusettir, börn fædd 2006 og 2007, og var nokkuð jafnræði milli árganga ef litið er til mætingar. Þetta er fyrsti dagurinn þar sem börn undir sextán ára aldri eru bólusett við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu.

Biðla til stjórnvalda að bjarga ættingjum sínum frá Afganistan

Hópur Afgana með íslenskan ríkisborgararétt krefst þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Fólkið sé í bráðri lífshættu eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Íslensk kona segir afganskan mág sinn í felum þar því hann óttist að verða tekinn af lífi vegna trúar sinnar.

Anton Kristinn játar brot og fær 175 þúsund króna sekt

Aðalmeðferð í máli Antons Kristins Þórarinssonar fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Anton játaði brot í tveimur af þremur ákæruliðum og var þar dæmdur til að greiða 175 þúsund króna sekt fyrir að hafa brotið fíkniefna- og vopnalagabrot.

Verk­föll eru það síðasta sem ferða­þjónustan þarf á að halda

Verk­föll hjá flug­um­ferðar­stjórum væru það síðasta sem ferða­þjónusta og flug­iðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jóns­sonar, for­stjóra PLAY. Fé­lag ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra (FÍF) á­kveður í dag hvort ráðist verði í verk­falls­að­gerðir á þriðju­daginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verk­falls­að­gerðir á næstunni.

Fleiri foreldrar sem hringi og vilja koma börnum fyrr að

Bólusetningar hjá tólf til fimmtán ára börnum hófust í Laugardalshöll í morgun. Básar hafa verið settir upp fyrir börn sem kvíða sprautinni og sjúkrarúmum fjölgað vegna hættu á yfirliði. Skólahjúkrunarfræðingar sjá um bólusetninguna.

Loka mötu­neyti nem­enda vegna smits í um­hverfi starfs­manna

Mötuneyti nemenda Fjölbrautaskólans í Garðabæ hefur verið lokað eftir að smit kom upp í nærumhverfi starfsmanna þar og þeir sendir í sóttkví. Skólameistari FG segir að koma verði í ljós hvort reglur um sóttkví og einangrun muni valda miklu raski í skólastarfinu.

Þú getur nálgast niðurstöðu um smitið áður en símtalið berst

Undanfarinn mánuð hafa á bilinu eitt þúsund til sex þúsund manns farið í sýnatöku vegna einkenna eða sóttkvíar hjá heilsugæslum víða um land. Biðin eftir niðurstöðu getur reynst mörgum löng. Þeir sem reynast smitaðir eiga möguleika á að vita niðurstöðuna nokkru áður en símtalið berst frá göngudeild Landspítalans.

Líst ekki vel á sjálfs­prófin

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst efasemdum um ágæti svokallaðra sjálfsprófa sem verkfæri í baráttunni við kórónuveiruna. Hann segist hafa séð margar rannsóknir á þessum prófum og því miður sé næmið á þeim ekki nógu gott.

Starfs­maður Hring­ekjunnar smitaður

Verslunin Hringekjan í Þórunnartúni í Reykjavík verður lokuð í dag eftir að starfsmaður verslunarinnar greindist smitaður af kórónuveirunni.

Bólusetningar barna hefjast í Laugardalshöll

Bólusetningar barna á aldrinum 12 til 15 ára hefjast í Laugardalshöll í dag en áætlað er að um 10 þúsund börn á höfuðborgarsvæðinu verði bólusett þar í dag og á morgun.

Finnst koma til greina að ríkið dreifi sjálfs­prófum á heimili

Sigurður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveita­stjórnar­ráð­herra, ber því hrað­prófa­fyrir­komu­lagi vel söguna sem ríkis­stjórnin skoðar hvort hægt sé að taka upp á Ís­landi til að leyfa stærri sam­komur. Hann mætti í veislu í gær þar sem allir veislu­gestir voru skimaðir fyrir Co­vid-19 með hrað­prófum áður en þeir fengu að fara inn í veislu­salinn.

Gætu boðað til verk­falls á mánudag

Ekki náðist sátt um vinnu­tíma flug­um­ferðar­stjóra á sátta­fundi fé­lags þeirra og Isavia hjá ríkis­sátta­semjara í dag. Fé­lag ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra hefur út mánu­daginn til að boða til verk­falls sem fé­lags­menn hafa þegar sam­þykkt að fara í.

Á um 15 þúsund servíettur í Vestmannaeyjum

Eygló Ingólfsdóttir í Vestmannaeyjum eru mögnuð kona, sem hefur gaman af allskonar söfnunum en hún á til dæmis fimmtán þúsund servíettur og engin þeirra er eins. Þá hefur Eygló gaman af allskonar handverki.

Borgin hefur lofað að drengurinn fái pláss í skóla

Skóla- og frí­stunda­svið Reykja­víkur­borgar hefur full­vissað móður tólf ára drengs með þroska­hömlun, sem hafði verið synjað um skóla­vist, að hann fái pláss í Brúar­skóla. Móðir hans er viss um að málinu hefði ekki verið reddað á sunnu­degi nema vegna þess að fjallað var um það í fjöl­miðlum.

Börn leitað til umboðsmanns vegna bólusetningar

Börn hafa leitað til embættis umboðsmanns barna vegna bólusetninga sem hefjast á morgun. Umboðsmaður leggur áherslu á að börn og foreldrar gefi sér tíma til þess að ræða ávinning og áhættu bólusetninga til þess að unnt sé að taka upplýsta ákvörðun.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Börn hafa leitað til umboðsmanns barna vegna skipulagðra bólusetninga sem hefjast í Laugardalshöll á morgun. Umboðsmaður segir brýnt að þau geti tekið upplýsta ákvörðun um bólusetningar.

Formaður sjúkrahússlækna segir ráðherrum að hætta að hlusta á forstjórann

Theódór Skúli Sigurðsson, formaður sjúkrahússlækna, segir af og frá að mönnunarvandi sé eina vandamál Landspítalans en ekki fjármögnun.  Það megi álykta af orðum ráðherra eftir fund með forstjóra Landspítalans. Theódór segir að sparnaðaraðgerðir hafi gengið svo langt að heilbrigðisstarfsmenn hafi hreinlega átt að hætta að hjúkra og lækna. Markmiðið væri að spara.

Fær loksins að heita Kona

Mannanafnanefnd samþykkti nýverið kvenkynseiginnafnið Kona og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Áður hafði nafninu verið hafnað með þeim rökum að það bryti í bága við íslenskt málkerfi en farið var fram á endurupptöku.

Sjá næstu 50 fréttir