Fleiri fréttir

Einn ísraelsku ferða­mannanna talinn of veikur til að fljúga heim

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að flutningum á fimm ísraelskum ferðamönnum sem greinst hafa með kórónuveiruna út á Keflavíkurflugvöll. Þaðan munu þeir fljúga með sjúkraflugi aftur til heimalandsins. Til stóð að flytja einn ferðamann til viðbótar, en ákveðið var að slá því á frest þar sem hann var metinn of veikur til að öruggt væri að flytja hann.

Elsti kvenoddvitinn frestar ballettþátttöku fyrir stjórnmálin

Helga Thorberg leikkona og garðyrkjufræðingur er elsta kona til að vera oddviti flokks í framboði til alþingiskosninga í haust. Hún fer fram fyrir Sósíalistaflokkinn í Norðvesturkjördæmi og segist hissa á að ekki skuli vera fleiri konur á hennar aldri að leiða lista að þessu sinni.

Ætlaði að sækja 27 þúsund krónur en fékk 27 milljónir

Báðir vinningshafarnir sem skiptu með sér 54,8 milljóna króna Lottópotti frá 7. ágúst hafa gefið sig fram. Að sögn Íslenskrar getspár komst annar þeirra í leitirnar þegar undrandi kona leit við í höfuðstöðvum fyrirtækisins í gær.

Tvenn íslensk hjón með börn enn í Kabúl

Annar þeirra tveggja íslensku ríkisborgara sem sinnt hafa verkefnum fyrir stofnanir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan er kominn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna heilu og höldnu. Utanríkisráðuneytinu er nú kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara sem enn eru staddir í afgönsku höfuðborginni Kabúl.

103 greindust smitaðir innan­lands í gær

Í gær greindust minnst 103 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 48 í sóttkví og 55 utan sóttkvíar. Enn er ekki komið fram hve margir þeirra voru bólusettir.

Ávarpaði fund World Pride

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði fund World Pride með norrænum jafnréttisráðherrum í Kaupmannahöfn í gær með fjarfundabúnaði.

Mönnun stóra vandamál Landspítalans

Stóra vandamál Landspítalans er mönnun, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún segir þörf á að bæta kjör og auka framboð á menntun heilbrigðisstarfsfólks.

Um hundrað hafi greinst með veiruna í gær

Um það bil hundrað manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Opinberar tölur verða þó ekki birtar fyrr en um klukkan ellefu.

Heitavatnslaust í Vesturbæ

Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa eflaust margir orðið þess varir í morgunsárið að það er heitavatnslaust í bæjarhlutanum.

Þrír menn handteknir á lokuðu hafnarsvæði

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um þrjá menn á lokuðu hafnarsvæði í póstnúmeri 104. Voru þeir handteknir grunaðir um húsbrot og vistaðir í fangageymslum vegna rannsóknarhagsmuna.

Skjálfti við Hellisheiðarvirkjun

Jarðskjálfti, 3,1 að stærð varð í kvöld rétt fyrir klukkan ellefu rétt tæpa þrjá kílómetra norður af Hellisheiðarvirkjun.

Nýjasta gosopið í góðum gír

Þótt það sé lítið er góður gangur í nýjasta gosopinu í eldgosinu við Fagradalsfjalli, líkt og sjá má í beinni vefútsendingu Vísis frá gosstöðvunum.

Afhjúpuðu nýjan rafmagnsbíl á Háskólatorgi

Team Spark, kappaksturs- og hönnunarlið Háskóla Íslands, afhjúpaði í dag nýjan rafknúinn kappakstursbíl sem liðið hefur unnið að undanfarin tvö ár í krefjandi aðstæðum kórónuveirufaraldursins. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Öryggis- og varnarmálafræðingur segir skert mannréttindi bíða íbúa Afganistans eftir að Talibanar tóku stjórnina í landinu í gær. Ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl þar sem reynt er að flytja starfsfólk sendiráða á brott.Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Hvað gerðist á Íslandi?“

„Hvað gerðist á Íslandi?“Þessari spurningu er velt upp í nýrri umfjöllun Washington Post um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi.

Börn í borginni mæta í bólusetningu eftir viku

Bólusettir farþegar sem búa hér á landi eða hafa tengsl við Ísland þurfa frá og með deginum í dag að fara í sýnatöku innan tveggja sólarhringa frá komu til landsins. Þá hófust bólusetningar að nýju í Laugardalshöll í morgun þar sem örvunarsprautur eru í boði. Börn á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 12-15 ára mæta í Laugardalshöll á mánudag og þriðjudag í næstu viku. 

Ekki von á róttækum breytingum á reglum um sóttkví

Sóttvarnalæknir segir smitaða ferðamenn frá Ísrael auka álagið á heilbrigðiskerfið en þrjátíu Ísraelar hafa greinst hér á landi og er að minnsta kosti einn þeirra alvarlega veikur af Covid-19. Hann ætlar að byggja nýtt minnisblað til heilbrigðisráðherra á formlegu erindi sem hann býst við frá Landspítalanum á næstu dögum. Hann á ekki von á róttækum breytingum hvað varðar reglur um sóttkví.

Konurnar fái niðurstöður í þessari eða næstu viku

Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimana eiga von á niðurstöðum í þessari viku eða þeirri næstu. Þetta segir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.

Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi

Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans.

Minnst 55 greindust innanlands í gær

Í gær greindust minnst 55 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 28 í sóttkví eða tæpur meirihluti. Ef um lokatölur er að ræða er þetta í fyrsta sinn frá 31. júlí sem meirihluti nýgreindra var í sóttkví við greiningu og í annað sinn frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst.

Tekur við sem for­maður SÍNE

Freyja Ingadóttir hefur verið nýr formaður SÍNE, Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Hún var kjörin á Sumarráðstefnu SÍNE sem fram fór síðastliðinn laugardag, en hún tekur við formennsku af Hauki Loga Karlssyni sem gengt hefur hlutverkinu síðastliðið ár.

Ekkert heitt vatn í Vestur­bænum í nótt og á morgun

Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur mega búa sig undir heitavatnsleysi í nótt og á morgun. Starfsfólk Veitna hefst handa í nótt við að tengja nýja hitaveitulögn fyrir Landspítala háskólasjúkrahús við stofnlögnina sem flytur heitt vatn í Vesturbæ Reykjavíkur.

Sjá næstu 50 fréttir