Fleiri fréttir

Veit ekki hve lengi þau halda út án fleiri starfsmanna

Stanslaust fjölgar í sýnatöku vegna Covid-19 hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnastjóri skimana sagðist í gær ekki vita hversu lengi hægt er að halda ástandið út ef ekki fengist fleira fólk til starfa.

Fundu hníf á vettvangi slagsmála

Í gærkvöldi var lögregla kölluð út vegna slagsmála fyrir utan íbúðahús í miðbænum. Þegar hana bar að garði hafði ástandið róast en lagt var hald á hníf sem fannst á vettvangi. Þetta segir í dagbók lögreglu.

Grunur um að nokkrir hafi sýkst tvisvar af Covid-19 hér á landi

Grunur er um að þrír til fjórir einstaklingar hér á landi hafi sýkst af Covid-19 í annað sinn. Eru tilvikin nú til rannsóknar hjá vísindamönnum Landspítalans. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar segir að smit virðist almennt vera mun útbreiddari í samfélaginu nú en í fyrri bylgjum.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar verður rætt við formann farsóttanefndar Landspítala sem bindur vonir við að búið sé að stoppa í þá leka sem auðkenndir voru í skýrslu landlæknis um hópsýkinguna sem reið yfir á Landakoti í fyrra.

Minnst 30 nemendur Flensborgar með Covid-19 eftir útskriftarferð

Síðustu daga hafa 30 útskriftarnemendur Flensborgarskólans greinst með Covid-19 eftir heimkomu þeirra úr 80 manna útskriftarferð á Krít. Allir nemendurnir eru nú ýmist í sóttkví eða einangrun en hópurinn kom til landsins á föstudagskvöld.

Vöktun þarf áfram að vera heimil ef starfsemi breytist

Persónuvernd gerir ráð fyrir að taka mál fótboltastúlkna til skoðunar, sem gerðu athugasemdir við að öryggismyndavélar væru að taka þær upp í svefnsal þeirra í Laugardalshöll á meðan Rey Cup stóð yfir nú um helgina.

ReyCup segir að um athugunarleysi hafi verið að ræða

ReyCup og Knattspyrnudeild Selfoss segjast í sameiginlegri yfirlýsingu harma þá stöðu sem upp hafi komið á mótinu, þegar eftirlitsmyndavélar fundust í gistiaðstöðu stúlkna í þriðja og fjórða flokki Selfoss um helgina. Ekki bendi til þess að um neins konar ásetning hafi verið að ræða heldur fyrst og fremst athugunarleysi sem beðist sé velvirðingar á.

Í­hugar að setja á lag­girnar sótt­varna­stofnun

Heilbrigðisráðherra segir tímabært að horfast í augu við það að kórónuveiran verði hluti af okkar tilveru til lengri tíma. Því þarfnist heilbrigðiskerfi landsins varanlegrar styrkingar og að til greina komi að setja á laggirnar sérstaka sóttvarnastofnun.

Þorsteinn segir niðurstöðuna engan dóm yfir pólitískum ferli sínum

Þorsteinn Sæmundsson mun ekki fá sæti á lista Miðflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar, eftir ráðgefandi oddvitakjör flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann segir það engan dóm yfir pólitískum ferli sínum en viðurkennir að hann sé keppnismaður og sé ósáttur að því leyti að hann eigi nóg inni.

Veiran úti um allt samfélag, allt land og í öllum aldurshópum

Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að í þessari fjórðu bylgju faraldurins smiti hver og einn fleiri út frá sér en áður. Smit sé nú komið um allt land og finnst í öllum aldurshópum. 88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru 54 utan sóttkvíar við greiningu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Eftirlitsmyndavélar fundust í gistiaðstöðu fótboltastúlkna á Rey Cup sem fram fer nú um helgina. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

88 greindust smitaðir innanlands

88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af greindust sex smit í handahófssýnatökum en 82 í einkennasýnatökum. 14 af þeim sem greindust voru óbólusettir. 

Tíðindalítið hjá lögreglu fyrstu nótt takmarkana

Greina má gríðarlegan mun á dagbók lögreglu frá því í nótt samanborið við aðfaranótt sunnudags í síðustu viku. Samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti og lokuðu skemmtistaðir klukkan 11 og þurftu allir að vera komnir út fyrir miðnætti.

Færanlegur forstjóri Umhverfisstofnunar

Forstjóri Umhverfisstofnunar bregður oft undir sig betri fætinum og fer út á land með skrifstofuna sína en stofnunin er með starfsstöðvar á níu stöðum víðs vegar um landið. Forstjórinn segir að það verði mun meira úr verki þegar unnið er á landsbyggðinni í stað höfuðborgarinnar.

Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti

Nýjar samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti og gilda til og með 13. ágúst. Meðal stærstu breytinga er að hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman er nú 200 og tekin er upp eins metra nálægðarregla. 

Engin á­stæða til að missa trú á bólu­setningum

Doktor í faraldsfræði segir að þrátt fyrir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins sé alls engin ástæða til að missa trú á bólusetningum. Þvert á móti þurfi nú að leggja meiri áherslu á þær en áður.

Aflýsa Sæludögum í Vatnaskógi

Ákveðið hefur verið að aflýsa fjölskylduhátíðinni Sæludögum í Vatnaskógi sem halda átti um verslunarmannahelgina í ljósi nýrra samkomutakmarkana. 

Á­tökin komu Fjólu í opna skjöldu

„Þetta kom mér svona bæði og á óvart en ég er bara mjög spennt fyrir framhaldinu og að feta mig áfram í þessu nýja hlutverki,“ segir Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins.

Óttast að veiran smitist inn á sjúkra­hús og hjúkrunar­heimili

Sóttvarnalæknir óttast mest að starfsmenn sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og annarra heilbrigðisstofnana veikist af Covid-19 og leiði til smita inni á stofnunum. Útbreiðsla kórónuveirunnar sé mjög mikil í samfélaginu en vonir standi um að bólusetningar komi í veg fyrir alvarleg veikindi.

„Í vondum málum ef Ísland kemst á rauðan lista“

Ísland verður ekki lengur grænt á korti sóttvarnastofnunar Evrópu þegar það verður uppfært næsta fimmtudag. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það áhyggjuefni.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið ítarlega yfir þær samkomutakmarkanir sem taka gildi nú á miðnætti og rætt við sóttvarnalækni, sem hefur mestar áhyggjur af heilbrigðisstofnunum landsins.

„Því færri sem hittast í hópi því betra“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonar að atburðir síðustu daga verði til þess að fólk hugsi sig um áður en það fer á fjöldasamkomur. Hann segir því færri sem hittist næstu vikurnar því betra.

Hval­fjarðar­göng lokuð vegna bilaðs bíls

Loka þurfti Hvalfjarðargöngum á þriðja tímanum vegna bilaðs bíls í göngunum. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þó nokkur bílaröð er eftir Vesturlandsvegi að göngunum bæði norðan og sunnan megin.

Sjálfboðaliðar óskast í selatalningu á morgun

Selatalning fer fram á morgun, sunnudaginn 25. júlí á Vatnsnes og Heggstaðanes í Húnaþingi vestra en tilgangur talningarinnar er að að fylgjast með fjölda og útbreiðslu sela á þessum slóðum. Óskað hefur verið eftir sjálfboðaliðum til að koma í talninguna en talið verður á hundrað kílómetra svæði.

Nóg af spritti á Bræðslunni til að sökkva heilli skútu

Bæjarhátíðir helgarinnar halda að mestu sínu striki þó aflýsa hafi þurft einhverjum dagskrárliðum í kjölfar nýrrar reglugerðar um hertar samkomutakmarkanir. Takmarkanirnar hafa lítil áhrif á Mærudaga á Húsavík og tónleikum Bræðslunnar á Borgarfirði eystri hefur verið flýtt um klukkustund. Druslugöngunni í Reykjavík hefur verið frestað.

Kristján Þór skipar Benedikt ráðuneytisstjóra

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Benedikt Árnason í embætti ráðuneytisstjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Benedikt tekur við af Kristjáni Skarphéðinssyni fráfarandi ráðuneytisstjóra. Þetta kemur fram á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Fundu gosfara í svartaþoku eftir tveggja tíma leit

Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út í morgun til leitar að tveimur einstaklingum við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Svartaþoka og rigning var á svæðinu en eftir um tveggja klukkustunda leit fannst fólkið.

Þörfin til staðar en samkoman ekki áhættunnar virði

Skipuleggjendur Druslugöngunnar í Reykjavík segjast hafa fundið mikla þörf fyrir gönguna í ár. Áhættan af hópamyndun á tvísýnum tíma í kórónuveirufaraldrinum hafi þó verið of mikil og því ákveðið að fresta göngunni. Hún gæti þó farið fram í haust.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.