Fleiri fréttir

Maðurinn er kominn í leitirnar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigurði Nökkva Aðalsteinssyni, 24 ára. Hann er 182 sentímetrar á hæð, grannvaxinn og með ljóst, stutt hár.

Höfnuðu á ljósastaur og sökuðu hvor annan um að hafa ekið bílnum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur tilkynningum um innbrot í póstnúmeri 105 í Reykjavík með fjórtán mínútna millibili í gærkvöldi. Þá voru ökutæki stöðvuð víða á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt þar sem grunur er um að ökumaður hafi verið undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

Búast megi við að 0,5 prósent fullbólusettra sem smitist þurfi á innlögn að halda
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að búast megi við því að allt að 0,5 prósent þeirra sem séu fullbólusettir og muni smitast af Covid-19 þurfi á sjúkrahúsinnlögn að halda. Um þrjátíu þúsund einstaklingar eldri en sextán ára hafa ekki verið bólusettur.

„Mikil vinna orðin að engu – annað árið í röð“
Unglingalandsmóti Íslands, ein fjölmennasta hátíð sem haldin er um verslunarmannahelgi ár hvert hefur verið frestað. Geysileg vonbrigði segir formaður framkvæmdanefndar mótsins. Mótið átti að vera haldið á Selfossi í ár.

Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti
Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt.

Ráðherrar riða til falls
Ásmundur Einar Daðason félags og barnamálaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndu falla út af Alþingi ef gengið yrði til kosninga í dag, ef marka má skoðanakönnun sem MMR framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. Þau leiða í hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir sig og formaður Framsóknarflokksins segir ljóst að flokkurinn þurfi að sækja fram í Reykjavík.

Einni með öllu á Akureyri aflýst
Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann.

Katrín: Algjör samstaða um þessa niðurstöðu
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að með nýjum hertum aðgerðum innnanland sé verið að reyna að tempra fjölgun smita hér á landi. Algjör samstaða hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um þær aðgerðir sem farið verður í.

Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands.

Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur
Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun.

Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla
Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst.

Ráðherra birti allt í einu stöðuuppfærslu um vegamál
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra var rétt í þessu að birta færslu á Facebook um að samningar hefðu náðst um vegalagningu um Teigskóg.

Umferðartafir á Hellisheiði vegna umferðarslyss í mikilli þoku
Viðbragðsaðilar eru nú á vettvangi efst í Kömbunum þar sem umferðarslys varð fyrir stundu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í kvöldfréttum verður farið vandlega yfir þær sóttvarnatakmarkanir sem kynntar verða að loknum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum í dag, að því gefnu að ríkisstjórnarfundur klárist í tæka tíð.

Segir viðbrögð ríkisstjórnarinnar fyrir neðan allar hellur
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar hefur sett fram harða gagnrýni á ríkisstjórnina vegna viðbragða hennar, eða öllu heldur meints sofandaháttar, við minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis.

Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða
Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar.

Gjörbreytt landslag hjá smitrakningarteyminu
Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir teymið nú vinna í allt öðru landslagi en áður; hátt bólusetningarhlutfall hafi sitt að segja. Það sé þó mikið að gera, ljóst að veiran hafi dreift sér víða og ekki búið að ná utan um faraldurinn. Í þessari bylgju hafi einn smitaður mest sent upp undir fimmtíu í sóttkví.

Vill að kennarar fái forgang þegar byrjað verður að gefa aukaskammta
Stjórnendur grunnskóla fylgjast vel með þróun kórónuveirufaraldursins þessa dagana og óttast sumir að sóttvarnatakmakmarkanir muni varpa skugga á komandi skólavetur.

Lokuðu eftir að smit greindist hjá starfsmanni
Húsgagnaversluninni Módern var lokað í dag eftir að kórónuveirusmit greindist hjá einum starfsmanni verslunarinnar. Verða allir starfsmenn fyrirtækisins sem hafa ekki verið í sumarfríi síðustu vikuna sendir í skimun vegna þessa.

Sérsveitin þvingaði bíl út af vegi undir Esju
Lögreglan veitti mönnum eftirför allt frá Norðlingaholti og upp í Kjalarnes síðdegis í dag. Tveir voru handteknir vegna málsins.

Tuttugu og átta börn í eftirliti á Covid-göngudeild
Þrír eru inniliggjandi á Landspítalanum og 369 í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans, þar af 28 börn. Sjö starfsmenn eru í einangrun, fjórtán í sóttkví A og 229 í vinnusóttkví.

Bein útsending: Ríkisstjórnin fundar um minnisblað Þórólfs á Egilsstöðum
Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar á Egilsstöðum klukkan 16 í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er reiknað með að fundurinn standi til um klukkan 18 og að ráðherrar kynni ákvörðun um aðgerðir að honum loknum.

Hefði þurft áfallahjálp fyrir starfsfólkið þegar skellt var í lás
Eigandi Laugaáss segist verða fyrir miklu tjóni eins og aðrir veitingamenn verði samkomutakmarkanir hertar. Hann styðji aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að sporna við útbreiðslu faraldursins en þær muni koma illa við marga.

Ríkisstjórnin hangir á galla kosningakerfisins
Píratar og Samfylking missa þingmann vegna ójöfnuðar kosningakerfisins. Framsóknar og Sjálfstæðisflokkur hagnast á kjördæmakerfinu sem því nemur.

Mánaðarlaun þingmanna komin upp í tæplega 1,3 milljón króna
Laun þingmanna hækka enn og hafa hækkað um 16,7 prósent frá árinu 2016 en þá höfðu þau verið hækkuð til mikilla muna eða um 44,3 prósent í einni svipan.

Endurvekja bakvarðasveitina í ljósi fjölgunar smita
Ákveðið hefur verið endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar vegna fjölgunar greindra smita af Covid-19 undanfarna daga.

„Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur“
Starfsmenn Landspítalans undirbúa sig fyrir fjölgun sjúklinga. Þrír hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid-19 og um 370 eru á göngudeild. Sex eru á svokölluðu gulu stigi og einn á rauða.

Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar
Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum verður aðal áherslan lögð á stöðuna í kórónuveirufaraldrinum. Sjötíu og sex greindust í gær innanlands og er von á því að ríkisstjórnin kynni nýjar sóttvarnaaðgerðir að loknum ríkisstjórnarfundi síðdegis.

Foreldrar í uppnámi eftir að ógnandi hópur kastaði eggjum í þátttakendur ReyCup
Mikil ókyrrð ríkir meðal keppenda og foreldra á fótboltamótinu ReyCup eftir að hópur ungmenna kastaði eggjum í keppendur á aldrinum 13 til 16 ára. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu.

Boða til ríkisstjórnarfundar vegna minnisblaðs Þórólfs klukkan 16
Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar á Egilsstöðum klukkan 16 í dag. Á fundinum verður rætt um minnisblað sóttvarnalæknis sem hann sendi heilbrigðisráðherra í gær.

76 greindust smitaðir innanlands
Í gær greindust 76 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 54 fullbólusettir og 22 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Þrír eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins.

Liðsmenn Everton sagðir vilja að Gylfi verði nafngreindur
Liðsmenn knattspyrnufélagsins Everton hafa kallað eftir því að liðsfélagi þeirra, sem handtekinn var fyrir viku grunaður um kynferðisbrot gegn barni og heimildir Vísis staðfesta að sé Gylfi Þór Sigurðsson, verði nefndur á nafn.

Hvalfjarðargöng verða lokuð aðfaranótt þriðjudags
Hvalfjarðargöngum verður lokað næstkomandi mánudagskvöld vegna malbikunarframkvæmda í göngunum. Þeim verður lokað klukkan 22 á mánudagskvöld og opna aftur klukkan 7 á þriðjudagsmorgun.

Ríkisstjórnin fundar um tillögur Þórólfs
Ráðherranefnd ríkisstjórnar Íslands mun funda í dag og ræða minnisblað sóttvarnalæknis um tillögur hans að sóttvarnaaðgerðum innanlands.

Lækna-Tómas gefur út göngu- og örnefnakort af Geldingadölum
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, hefur gefið út sérstakt kort af Geldingadölum sem sýnir gosstöðvarnar og umhverfi þeirra ásamt helstu örnefnum á svæðinu.

Eftirlýstur fannst við að brjótast inn í bíla
Tvær líkamsárásir voru tilkynntar lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Tilkynnt var um líkamsárás og þjófnað í heimahúsi í miðbæ Reykjavíkur en vitað er hver gerandinn er og er málið nú í rannsókn. Hin líkamsárásin varð einnig í miðbænum en tveir voru handteknir og vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar.

Minnkandi gosflæði í júlí: Mögulega merki um að farið sé að síga á seinni hlutann
Á síðustu þremur vikum hefur hraunrennsli úr eldgosinu í Fagradalsfjalli farið minnkandi. Bendir það til þess að þrýstingur fari minnkandi. Mögulega geta þetta verið merki um að farið sé að síga á seinni hlutann í gosinu.

Segir vindmyllur eiga eftir að tæta sundur samfélagið
Byggðaráð Norðurþings hefur frestað breytingu aðalskipulags sem hefði greitt götu vindorkuvers á Melrakkasléttu eftir að mótmæli bárust frá íbúum við Öxarfjörð. Andstæðingar segja vindmylluskóg spilla víðerni Sléttunnar.

„Ekki búið að afbóka nokkurn einasta mann“
Formaður þjóðhátíðarnefndar segir skipuleggjendur nú bíða eftir því að ríkisstjórnin ákveði hvort, og þá hvernig, innanlandstakmarkanir verði settar á vegna kórónuveirunnar. Orðrómur þess efnis að tækniþjónusta hafi verið afbókuð á hátíðinni sé úr lausu lofti gripinn.

Greindist með veiruna eftir leik á ReyCup í dag
Keppandi í 4. flokki á knattspyrnumótinu ReyCup, sem nú er haldið í Reykjavík, greindist með kórónuveiruna seint í dag. Tvö lið á mótinu eru komin í sóttkví.

Landspítali á hættustig: Tveir liggja inni og tíu í sérstöku eftirliti
Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítalans hafa tekið þá ákvörðun að færa spítalann upp á svokallað hættustig. Tveir liggja inni smitsjúkdómadeild spítalans með Covid-19.

Reynir Pétur munnhörpuleikari með meiru
Munnharpa og munnhörpulög eiga allan hug Reynis Péturs Ingvarssonar á Sólheimum í Grímsnesi, en hann spilar bæði frumsamin lög og lög eftir aðra. Þá spilar hann stundum fyrir gesti á Sólheimum.

Líkir takmörkunum og afléttingum á víxl við „ákveðnar pyntingaraðferðir“
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum líkir sóttvarnatakmörkunum og afléttingum á víxl við pyntingar á stríðsföngum í aðsendri grein sem birtist á Vísi í dag. Hún hvetur ráðamenn og aðra til „meðalhófs í umræðu og ákvörðunum“, einkum varðandi þjóðhátíð í Eyjum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í kvöldfréttum förum við vandlega yfir tíðindi dagsinis varðandi væntanlega aðgerðir vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar undanfarnar vikur, sem sóttvarnalæknir segir í veldisvexti.