Fleiri fréttir

Gömul og ný tré urðu eldinum í Heiðmörk að bráð

Birki og stafafura sem hafði verið gróðursett voru á stórum hluta þess lands sem brann í gróðureldinum í Heiðmörk í síðustu viku. Gamall birkiskógur varð eldinum, sem er talinn hafa raskað smádýra- og fuglalífi, einnig að bráð.

Telja varnar­garða ekki mega bíða lengi

Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir áhyggjuefni ef hrauntaumur rennur niður í Nátthaga og heldur þaðan áfram í átt að Suðurstrandarvegi. Bæjarráð Grindavíkur ályktaði í síðustu viku um það að gera þyrfti allt sem mögulegt væri til þess að hefta framrás hraunsins niður í Nátthaga og hefur nú þegar verið ráðist í hönnun á þess til gerðum mannvirkjum.

Færðu Hörpu nýjan flygil og listaverk í tilefni afmælisins

Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg færðu tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu nýjan konsertflygil og útilistaverkið Vindhörpu í tilefni af tíu ára afmæli hússins í dag. Samanlagður kostnaður við gjafirnar er metinn 55 milljónir króna.

„Villandi“ heilsíðuauglýsing í Mogga ekki á vegum Lyfjastofnunar

Nafnlaus heilsíðuauglýsing sem birtist fyrir mistök í Morgunblaðinu í morgun þar sem óskað var eftir tilkynningum um aukaverkanir vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni er ekki á vegum Lyfjastofnunar. Forstjóri stofnunarinnar segir auglýsinguna villandi. Auglýsandinn segist ekki hafa haft samráð við Lyfjastofnun og vill ekki svara hvernig hann fjármagnaði kaupin.

Þrjú greindust með veiruna á Sauð­ár­króki

Þrjú greindust með kórónuveirusmit á Sauðárkróki í gær og eru nú þrettán í einangrun í bænum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra.

Bókuðu á víxl um stjórnar­skrár­verk í bæjar­stjórn Hafnar­fjarðar

Fulltrúar meiri- og minnihlutans í borgarstjórn Hafnarfjarðarbæjar skiptust á bókunum í gær um umdeilt listaverk sem tengist kröfu um nýja stjórnarskrá sem var fjarlægt af vegg menningarhússins Hafnarborgar á dögunum. Minnihlutinn vildi biðja listamenn afsökunar en bæjarstjóri telur að skerpa þurfi verklagsreglur.

Indverska afbrigðið lúti sömu lögmálum og önnur afbrigði veirunnar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er vongóður um að Íslendingum muni takast vel við að hemja indverska afbrigði kórónuveirunnar. Máli sínu til stuðnings bendir hann á árangur Íslendinga við að hemja breska afbrigði veirunnar sem hefur greinst víða hér á landi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna á kórónuveirufarladrinum og ræðum við Kára Stefánnsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir Íslendinga mun betur í stakk búna til að takast á við indverska afbrigði kórónuveirunnar en Indverjar.

Birgir stefnir á efstu sætin í Reykjavík

Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, býður sig fram í annað til þriðja sæti í prófkjöri flokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö. Hann hefur setið á Alþingi fyrir flokkinn í tæp tuttugu ár.

Ferðaþjónustan leggur línurnar fyrir kosningarnar

Samtök ferðaþjónustunnar hafa sett fram aðgerðir til að hraða viðspyrnu ferðaþjónustunnar. Er það innlegg samtakanna fyrir komandi kosningabaráttu en framkvæmdastjórinn segir að fylgst verði með því hvernig flokkarnir taki tillögurnar.

Fimm smitaðir en allir í sóttkví

Allir þeir fimm einstaklingar sem greindust smitaðir af nýju afbrigði kórónuveirunna í gær voru í sóttkví. Einhver smitanna tengjast hópsýkingu í Skagafirði en öll tengjast þau fyrri smitum samkvæmt upplýsingum almannavarna.

Svalt í veðri en á­fram hætta á gróður­eldum

Ekki er von á miklum veðurbreytingum næstu daga þar sem öflug hæð yfir Grænlandi teygir sig til suðausturs yfir Ísland. Spáð er hægum austlægum vindum eða hafgolu næstu daga og skúrir eða él víða um land.

Grunaður um akstur undir á­hrifum og laug til um nafn

Rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi hafði lögregla afskipti af ökumanni í miðbæ Reykjavíkur vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Eftir að ökumaðurinn hafði verið stöðvaður reyndi hann að villa um fyrir lögreglumönnum og segja rangt til nafns.

Sterkur sjávarútvegur geti aukið verðmætasköpun um hundruð milljarða

Íslenskur sjávarútvegur hefur þróast mikið á undanförnum árum og stendur sterkt og getur aukið verðmætasköpun sína um hátt í þrjú hundruð milljarða á næstu tíu árum. Þetta er niðurstaða viðamikillar skýrslu sérfræðihóps til sjávarútvegsráðherra sem kynnt var í dag.

Aðgerðum ef til vill breytt á landamærunum

Mögulega verður dregið úr sóttvarnaaðgerðum á landamærum á næstunni gagnvart þeim sem eru annað hvort bólusettir eða hafa jafnað sig á covid 19 sjúkdómnum. Sóttvarnalæknir telur núgildandi aðgerðir duga gegn útbreiðslu indverska afbrigðis covid 19 hér á landi.

Bein útsending: Eldgosið í Geldingadölum

Lesendur Vísis geta nú fylgst með eldgosinu í Geldingadölum í beinni útsendingu. Ný vefmyndavél horfir yfir gígaröðina og verður sýnt frá gosinu allan sólarhringinn. Myndavélin er háþróuð og verður hægt að snúa linsunni og færa áhorfendur nær einstaka gígum ef tilefni gefst til.

Óvissustig nú á Norðurlandi vestra

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum á Norðurlandi vestra. Ákvörðunin er tekin í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á svæðinu.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í dag var lokað á gosstöðvunum til að hægt væri að laga göngustíga og koma þannig í veg fyrir hættu sem hefur skapast á svæðinu síðustu vikur. Fréttamaður okkar, Kristján Már Unnarsson, hefur þó verið á svæðinu í dag og fylgst með framkvæmdunum.

Gerir ekki kröfu um að Kolbeinn segi af sér eða fari í leyfi

Formaður Vinstri grænna telur að Kolbeinn Óttarsson Proppé hafi tekið rétta ákvörðun með því að draga til baka framboð sitt í prófkjöri flokksins eftir að kvartað var undan hegðun hans til fagráðs flokksins. Hún telur þó ekki ástæðu til þess að hann fari í leyfi eða segi af sér þingmennsku.

Geymslur þurfa ekki að greiða skaðabætur

Héraðsdómur fyrst, svo Landsréttur og nú Hæstiréttur eru sammála um að fyrirtækið Geymslur sé ekki skaðabótaskylt vegna stórbrunans í Garðabæ í apríl 2018. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í dag og staðfesti dóm á neðri dómstigum.

Segir að­komu HÍ að rekstri spila­kassa á á­byrgð stjórn­valda og skólans

Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur kallað eftir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa. Forseti Stúdentaráðs segir vandann aðallega felast í því að Háskólinn sé ekki nógu vel fjármagnaður af stjórnvöldum og gagnrýnir að skólinn þurfi að fjármagna starfsemi sína með rekstri slíkra kassa.

Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar fjarlægð

Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar hafa verið fjarlægð af hlaðvarpsveitum og YouTube-rás hlaðvarpsstjórnandans, eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI.

Efna til hönnunar­sam­keppni um Foss­vogs­laug

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um að finna nýrri sameiginlegri sundlaug bæjarfélaganna stað um miðbik Fossvogsdals í göngufæri frá grunnskólum dalsins, Snælandsskóla og Fossvogsskóla.

Störf Sögu Ýrar „mjög óvanaleg hagsmunagæsla“

Lögmannafélag Íslands mun óska eftir upplýsingum um störf Sögu Ýrar Jónsdóttur lögmanns fyrir Sölva Tryggvason fjölmiðlamann. Félagið hefur eftirlitsskyldu og formaður þess telur framferði Sögu óvanalegt.

Hús­næði starfs­manna­leigunnar „al­ger bráða­birgða­lausn“

Eigandi starfsmannaleigu sem er ákærður fyrir að stefna lífi og heilsu starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í iðnaðarhúsnæði án tilskilinna leyfa gaf óljós svör við aðalmeðferð málsins í dag. Tók hann ekki beina afstöðu til sakarefnisins og sagði að búseturýmin í húsnæðinu hafi verið alger bráðabirgðalausn.

Tilkynntu mál Kolbeins ekki til lögreglu

Mál sem tilkynnt var til fagráðs Vinstri grænna vegna hegðunar Kolbeins Óttarssonar Proppé þingmanns var ekki tilkynnt til lögreglu. Fagráðið mat það svo að málið væri ekki þess eðlis.

Bein út­sending: Staða og horfur í sjávar­út­vegi og fisk­eldi

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, hefur boðað til opins streymisfundar þar sem kynnt verður skýrsla um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi, sem tekin var saman að beiðni ráðherra. Fundurinn hefst klukkan 14.

„Eitt ljótasta mál sem ég hef séð á 30 ára ferli“

Sviðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir sakamál gegn eiganda starfsmannaleigunnar 2findjob eitt það ljótasta sem hann hefur séð á sínum 30 ára ferli. Mikil íkveikjuhætta var í húsnæðinu og ljóst að þar hefði getað orðið stórslys. Verkamenn bjuggu í litlum svefnkössum sem var staflað upp.

Bein útsending: Ísland ljóstengt

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Fjarskiptastjóður standa fyrir kynningarfundi í dag um árangur af landsátakinu Ísland ljóstengt á síðustu árum. Átakið er sagt hafa bylt forsendum búsetu og atvinnurekstrar í sveitum landsins.

Fimmtungur barna stundar ekki tómstundir

Ójöfnuður meðal barna hér á landi birtist helst í því að nærri fimmtungur þeirra fær ekki tækifæri til að stunda tómstundir og fleiri börn búa við þröngan kost en áður.

Landlæknir hvetur alla til að uppfæra rakningarappið

Á upplýsingafundi rétt í þessu kynnti Alma Möller landlæknir til sögunnar uppfærslu á smitrakningarappinu, sem felur í sér að nú geta símar „átt samskipti“ við aðra síma í nágrenninu með Bluetooth.

Sjá næstu 50 fréttir