Fleiri fréttir

„Við þurfum ekkert að vita af hverju hún lést“

Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness telur að atlaga karlmanns á sextugsaldri að konu sinni hafi verið stórhættuleg og honum mátt vera ljóst að langlíklegast væri að hún myndi leiða til dauða. Karlmaðurinn var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í héraði þann 13. janúar fyrir manndráp á heimili þeirra hjóna í Sandgerði.

Leggja til að afneitun helfararinnar verði bönnuð

Frumvarp sem leggur til bann við afneitun helfararinnar var lagt fram á Alþingi í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingar, er flutningsmaður frumvarpsins en þingflokkur Samfylkingar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Andrés Ingi Jónsson, sem er utan flokka, standa einnig að málinu. 

Fær ekki skilnað frá eigin­manninum sem gufaði upp

Kona um miðjan fimmtugsaldur hefur séð sig knúna til að stefna karlmanni fæddum árið 1975 fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafa konunnar er sú að henni verði veittur lögskilnaður frá karlmanninum, eiginmanni hennar. Karlmaðurinn hefur hvorki skráð heimili á Íslandi né kennitölu.

Hrósaði eins mörgum og hann gat á tveimur mínútum

„Ég ætla að gera dálítið stílbrot hér í þessari stuttu ræðu og hrósa eins mörgum og ég get á tveimur mínútum,“ sagði Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í nokkuð óhefðbundinni lofræðu í umræðum um störf Alþingis í dag.

Flughermir Icelandair uppfærður fyrir breytingar á MAX

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir uppfærslur á flughermi félagsins á Flugvöllum í Hafnarfirði vegna MAX flugvélanna hafa verið vottaðan í lok þar síðustu viku. Félagið geti því byrjað að þjálfa flugmenn á Boeing 737 MAX flugvélarnar.

Brennd af ferða­mönnum sem flökkuðu um landið í sótt­kví

Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að ef til vill þurfi að hnykkja betur á því að farþegar hafi heimild til að gista nálægt landamærastöð áður en haldið er heim í sóttkví. Hann segir ábendingu ísfirsks læknis, sem gagnrýndi fyrirkomulagið í gær, réttmæta. Þó beri að nefna að starfsfólk á landamærum sé svolítið brennt af ferðamönnum sem flakkað hafa um landið í sóttkví eftir komu til landsins.

Hlutafé Isavia aukið vegna rekstrartaps í kreppunni

Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn. Hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19.

„Þetta stríð er orðið hættulegt heilsu kvenna“

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, er afar gagnrýnin á þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að færa skimun fyrir krabbameini í brjóstum kvenna og skimun fyrir leghálskrabbameini frá Krabbameinsfélagi Íslands og yfir til ríkisins.

Safna fyrir fjölskyldu konunnar sem lést í Skötufirði

Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir fjölskyldu Kamilu Majewsku, pólskrar konu búsett á Flateyri, sem lést eftir umferðarslys í Skötufirði á laugardagsmorgun. Pólskir vinir konunnar standa að söfnuninni og segja hana til styrktar eiginmanni hennar og sonar sem sé í lífshættu.

Lést eftir fall af reiðhjóli

Karlmaður á sjötugsaldri lést á Landspítalanum gær, en maðurinn féll af reiðhjóli á göngustíg í Seljahverfinu í Breiðholti síðastliðin laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Aðeins tveir greindust innanlands með Covid-19 í gær og báðir voru þeir í sóttkví. Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um skipulag bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu þessa vikuna.

„Nálgaðist tilveruna af áhuga og ástríðu allt til loka“

Fjölmargir minnast Svavars heitins Gestssonar, fyrrverandi ritstjóra, þingmanns, ráðherra og sendiherra, sem féll frá aðfaranótt 18. janúar. Forsætisráðherra rifjar upp sín fyrstu kynni af Svavari og fleiri hugsa hlýlega til hans á þessum tímamótum.

Tvö innanlandssmit í gær

Alls greindust tveir með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru þeir í sóttkví við greiningu.

Sau­tján and­lát rakin til hóp­smitsins á Landa­koti

Alls eru sautján andlát rakin til hópsmitsins sem kom upp á Landakoti í október í fyrra. Fjórtán þeirra sem létust vegna Covid-19 og smituðust af veirunni í hópsýkingunni létust á Landakoti. Þrír létust á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka.

Telur ó­tækt að yfir­völd etji þreyttum ferða­löngum út í hættu­legar heim­ferðir

Læknir á Ísafirði telur ótækt að því sé haldið að ferðalöngum, sem búsettir eru á landsbyggðinni og koma frá útlöndum, að koma sér tafarlaust á skráðan sóttkvíarstað, jafnvel þótt þeir eigi langt ferðalag fyrir höndum. Leggja eigi áherslu á að fólk geti hvílt sig í grennd við flugvöllinn, frekar en að „etja þreyttum ferðalöngum út í að keyra um landið þvert og endilangt“ við erfið skilyrði.

Icelandair setur Iceland Travel í sölu

Icelandair Group hefur ákveðið að hefja söluferli á dótturfélagi sínu, Iceland Travel.  Félagið segir markmiðið í söluferlinu að hámarka virði fyrirtækisins og tryggja á sama tíma hagsmuni starfsfólks og íslenskrar ferðaþjónustu.

Blær Ástríkur, áður Ásdís Jenna, er látinn

Blær Ástríkur Stefán Ástuson Ástráðsson táknmálsfræðingur, sem áður hét Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, er látinn. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi síðastliðinn laugardag, 16. janúar, 51 árs að aldri. Greint er frá andláti Blæs í Morgunblaðinu í dag.

Alelda bíll í Hafnarfirði

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór á síðasta sólarhring í 117 sjúkraflutninga, þar af voru 22 forgangsverkefni og átta voru vegna Covid-19.

Svavar fór með á­horf­endur á æsku­slóðir sínar

Svavar Gestsson lýsti hugmyndum sínum um Gullna söguhringinn í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2017. Svavar fór þar með Kristjáni Má Unnarssyni um helstu söguslóðir Dalasýslu og rakti hvernig hann sá fyrir sér að treysta mætti byggðina með menningartengdri starfsemi, byggða á Íslendingasögunum.

Ráðast í endur­bætur á síma­sam­bandi á slysstað í næstu viku

Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir það sjaldgæft að fólk nái ekki sambandi í neyð vegna slæms símasambands og að þeim stöðum fari mjög fækkandi. Til stendur að ráðast í endurbætur á símasambandi í Skötufirði í næstu viku þar sem banaslys átti sér stað á laugardag.

Hand­tekinn eftir 130 til­efnis­laus sím­töl í Neyðar­línuna

Lögreglan á Suðurlandi handtók á laugardag einstakling sem hafði hringt 130 sinnum í Neyðarlínuna frá morgni til hádegis án ástæðu. Viðkomandi var handtekinn á hosteli á Selfossi þar sem hann dvaldi, en þar brást hann ókvæða við og hrækti á lögreglumenn.

„Smitskömm er óþörf og getur jafnvel valdið skaða“

Það tekur smitrakningateymi lengri tíma nú en í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins að ná utan um smit og smitkeðjur en áður. Aðstoðaryfirlögregluþjónn veltir fyrir sér hvort smitskömm sé meiri nú en þá. 

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ísland hefur skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni framhjá samningum ESB að sögn sóttvarnalæknis. Hann bindur ennþá vonir við að Ísland taki þátt í bólusetningarrannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ríkisendurskoðun tekur út starfsemi Vegagerðarinnar

Alþingi samþykkti í dag að fela ríkisendurskoðanda að gera úttekt á starfsemi Vegagerðarinnar. Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, fór fram á úttektina sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fyrsta þingfundi eftir jólafrí í dag.

Svavar Gestsson er látinn

Svavar Gestsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, formaður Alþýðubandalagsins, þingmaður, ráðherra og sendiherra, lést á gjörgæsludeild Landspítalans aðfararnótt 18. janúar. Svavar fæddist á Guðnabakka í Stafholtstungum 26. júní 1944, sonur hjónanna Guðrúnar Valdimarsdóttur og Gests Sveinssonar. Svavar var elstur átta systkina.

Réttarvarsla fatlaðs fólks lakari en annarra

Ætla má að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi á Íslandi og að í einhverjum tilvikum verði þolendur ítrekað – og jafnvel reglulega – fyrir ofbeldi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra (RLS), Ofbeldi gegn fötluðu fólki á Íslandi.

„Eins og að segja: Étið það sem úti frýs“

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, hóf fyrsta óundirbúna fyrirspurnatíma Alþingis á nýju ári á því að spyrja félagsmálaráðherra hvort til skoðunar væri að framlengja tímabil atvinnuleysisbóta úr þrjátíu mánuðum.

Viðurkenndu að hafa brotið reglur um sóttkví

Lögreglan á Austurlandi segir að tveir einstaklingar, sem grunaðir voru um brot á sóttkví, hafi nú játað brot sín. Lögreglan hefur haft málið til rannsóknar frá því í síðustu viku.

Heilbrigðisráðherra standi ekki einn í rokinu

Vonir standa til að hægt verði að afgreiða sóttvarnalög úr velferðarnefnd í næstu viku. Formaður nefndarinnar segir ekki liggja eins mikið á flýtiafgreiðslu þar sem stjórnvöld telji lagagrundvöll fyrir því að skylda fólk í tvöfalda skimun á landamærunum. 

Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni

Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Býst við hærra spennustigi í aðdraganda kosninga

Bankasala, miðhálendisþjóðgarður og breytingar á stjórnarskrá eru meðal stórra mála sem bíða umfjöllunar hjá Alþingi sem kemur saman í dag eftir jólafrí. Forsætisráðherra býst við hærra spennustigi nú í aðdraganda kosninga og reiknar með að það hafi áhrif á þingstörfin.

Sjá næstu 50 fréttir