„Menn verða að geta komist í síma ef slys ber að höndum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. janúar 2021 13:37 Frá vettvangi banaslyssins í Skötufirði á laugardag. Varðstjóri á Ísafirði segir að innan samfélagsins fyrir vestan fari nú fram hávær umræða um slæmt ástand innviða í Ísafjarðardjúpi í skugga banaslyssins á laugardag. Hann vonar að slysið ýti við þeim sem ráða og að brugðist verði við brotalömum sem blasa við íbúum Vestfjarða. Kona á þrítugsaldri lést í banaslysinu sem varð í Skötufirði á laugardag. Karlmaður og ungt barn dvelja nú á sjúkrahúsi í Reykjavík en lögreglunni fyrir vestan var ekki kunnugt um ástand þeirra. Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri á Ísafirði, segir fólk vera orðið langþreytt á að tala fyrir daufum eyrum stjórnvalda og að banaslysið í þessu litla samfélagi sé mikið reiðarslag. Hann segir slysið hafa undirstrikað ýmislegt sem þurfi að laga hið fyrsta. Fjarskipti séu sannarlega eitt þeirra. „Að það sé ekki fjarskiptasamband þarna á þessum bletti – og það er víða þarna í djúpinu þar sem símasamband dettur út. Þetta er ekki nógu gott og það vantar upp á þetta öryggisatriði. Menn verða að geta komist í síma ef slys ber að höndum.“ Gylfi var á meðal þeirra sem fór í útkallið og hann segir að færð á vegum hafi ekki verið viðunandi. „Við erum þarna klukkutíma á leiðinni að fara þessa vegalengd sem telur eitthvað um áttatíu kílómetra og það í forgangsakstri. Þarna var glerhálka og skrítið að það skuli ekki vera passað betur upp á að halda veginum færum.“ Bólusetning framlínustarfsfólks sé líka eitthvað sem viðbragðsaðilar hafi rætt sín á milli. Vestfirðir misstu tuttugu framlínustarfsmenn í úrvinnslusóttkví í rúman sólarhring vegna slyssins. „Að það skuli ekki vera hægt að tryggja framvarðasveitum bólusetningu. Mér skilst að einn læknir af fimm hafi verið kominn með bólusetningu fyrir COVID. Þarna voru sjúkraflutningamenn, lögreglumenn og gæslan sem hafði ekki fengið bólusetningu.“ Samgönguslys Samgöngur Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Banaslys í Skötufirði Fjarskipti Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar lausir úr sóttkví Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna umferðarslyssins sem varð í Skötufirði í gær eru lausir úr úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 14:18 Lést á gjörgæsludeild eftir slysið í Skötufirði Kona sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Skötufirði í gær lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Hún hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 10:37 Vegfarendur náðu konu og barni úr bílnum Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. 16. janúar 2021 18:30 Fjölskylda flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið Þau þrjú sem voru í bílnum sem fór í sjóinn í Skötufirði voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlum Landhelgisgæslunnar nú eftir hádegi. Komið var með fólkið á Borgarspítalann á öðrum tímanum. 16. janúar 2021 13:05 Vegfarendur náðu fólki úr bíl sem fór í sjóinn í Skötufirði Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna slyss í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum vegna tilkynningar um bíl sem fór í sjóinn á ellefta tímanum í morgun. Þrír voru í bílnum. 16. janúar 2021 11:06 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Sjá meira
Hann vonar að slysið ýti við þeim sem ráða og að brugðist verði við brotalömum sem blasa við íbúum Vestfjarða. Kona á þrítugsaldri lést í banaslysinu sem varð í Skötufirði á laugardag. Karlmaður og ungt barn dvelja nú á sjúkrahúsi í Reykjavík en lögreglunni fyrir vestan var ekki kunnugt um ástand þeirra. Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri á Ísafirði, segir fólk vera orðið langþreytt á að tala fyrir daufum eyrum stjórnvalda og að banaslysið í þessu litla samfélagi sé mikið reiðarslag. Hann segir slysið hafa undirstrikað ýmislegt sem þurfi að laga hið fyrsta. Fjarskipti séu sannarlega eitt þeirra. „Að það sé ekki fjarskiptasamband þarna á þessum bletti – og það er víða þarna í djúpinu þar sem símasamband dettur út. Þetta er ekki nógu gott og það vantar upp á þetta öryggisatriði. Menn verða að geta komist í síma ef slys ber að höndum.“ Gylfi var á meðal þeirra sem fór í útkallið og hann segir að færð á vegum hafi ekki verið viðunandi. „Við erum þarna klukkutíma á leiðinni að fara þessa vegalengd sem telur eitthvað um áttatíu kílómetra og það í forgangsakstri. Þarna var glerhálka og skrítið að það skuli ekki vera passað betur upp á að halda veginum færum.“ Bólusetning framlínustarfsfólks sé líka eitthvað sem viðbragðsaðilar hafi rætt sín á milli. Vestfirðir misstu tuttugu framlínustarfsmenn í úrvinnslusóttkví í rúman sólarhring vegna slyssins. „Að það skuli ekki vera hægt að tryggja framvarðasveitum bólusetningu. Mér skilst að einn læknir af fimm hafi verið kominn með bólusetningu fyrir COVID. Þarna voru sjúkraflutningamenn, lögreglumenn og gæslan sem hafði ekki fengið bólusetningu.“
Samgönguslys Samgöngur Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Banaslys í Skötufirði Fjarskipti Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar lausir úr sóttkví Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna umferðarslyssins sem varð í Skötufirði í gær eru lausir úr úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 14:18 Lést á gjörgæsludeild eftir slysið í Skötufirði Kona sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Skötufirði í gær lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Hún hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 10:37 Vegfarendur náðu konu og barni úr bílnum Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. 16. janúar 2021 18:30 Fjölskylda flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið Þau þrjú sem voru í bílnum sem fór í sjóinn í Skötufirði voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlum Landhelgisgæslunnar nú eftir hádegi. Komið var með fólkið á Borgarspítalann á öðrum tímanum. 16. janúar 2021 13:05 Vegfarendur náðu fólki úr bíl sem fór í sjóinn í Skötufirði Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna slyss í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum vegna tilkynningar um bíl sem fór í sjóinn á ellefta tímanum í morgun. Þrír voru í bílnum. 16. janúar 2021 11:06 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Sjá meira
Viðbragðsaðilar lausir úr sóttkví Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna umferðarslyssins sem varð í Skötufirði í gær eru lausir úr úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 14:18
Lést á gjörgæsludeild eftir slysið í Skötufirði Kona sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Skötufirði í gær lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Hún hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 10:37
Vegfarendur náðu konu og barni úr bílnum Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. 16. janúar 2021 18:30
Fjölskylda flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið Þau þrjú sem voru í bílnum sem fór í sjóinn í Skötufirði voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlum Landhelgisgæslunnar nú eftir hádegi. Komið var með fólkið á Borgarspítalann á öðrum tímanum. 16. janúar 2021 13:05
Vegfarendur náðu fólki úr bíl sem fór í sjóinn í Skötufirði Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna slyss í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum vegna tilkynningar um bíl sem fór í sjóinn á ellefta tímanum í morgun. Þrír voru í bílnum. 16. janúar 2021 11:06