Fleiri fréttir

Tugir húsa á Flateyri á nýju hættusvæði vegna snjóflóða

Veðurstofa Íslands hefur gert nýtt hættumat vegna snjóflóða fyrir Flateyri. Með nýja hættumatinu hefur hættusvæðið verið útfært og eru nú á þriðja tug húsa komin inn á hættusvæði C, efsta hættustig, og um sjötíu hús eru komin á ítrasta rýmingarstig.

„Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“

Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur.

Fjöl­miðla­frum­varp og breytingar á lögum um RÚV meðal frum­varpa sem dreift var á Al­þingi í dag

Nýtt frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla var birt á vef Alþingis í kvöld. Auk fjölda annarra frumvarpa sem dreift var á Alþingi í dag, hefur sömuleiðis verið birt frumvarp um breytingar á lögum um Ríkisútvarpið sem varða upplýsingarétt almennings um tiltekin atriði er varða starfsmenn Ríkisútvarpsins.

Hitinn frá hrauninu skýrir hraða myndun byggðar á Brunasandi

Volgt vatn undan heitu hrauni Skaftárelda í áratugi eftir að gosinu lauk flýtti fyrir landnámi gróðurs á svæði sem áður var svartur jökulsandur. Þetta segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur að hljóti að vera skýringin á því hversvegna ný sveit myndaðist ótrúlega fljótt á Brunasandi.

„Hvílík hneisa að selja þessa náttúruperlu“

Læknirinn, útivistarmaðurinn og umhverfisverndarsinninn Tómas Guðbjartsson er lítt hrifinn af hátt í fimm hundruð milljóna króna sölunni á Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi sem Vísir fjallaði um fyrr í dag. Power Minerals Iceland, íslenskt félag í 100 prósent eigu þýska fyrirtækisins STEAG Beteilungsgesellschaft, greiddi 489 milljónir króna fyrir Hjörleifshöfða.

Fékk „hálfgert taugaáfall“ nóttina eftir sautján tíma frelsissviptingu og barsmíðar

Karlmaður á fertugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní, er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu gegn félaga sínum í íbúð í Bríetartúni í Reykjavík í apríl. Félaginn lýsti því fyrir dómi í síðustu viku að maðurinn hefði bundið sig, lamið með kúbeini og haldið honum föngnum í íbúðinni í rúman hálfan sólarhring.

Telur heilkennið ekki endilega ástæðu til að bólusetja öll börn

Ekkert barn hefur greinst með svokallað bráðabólguheilkenni í kjölfar kórónuveirunnar hér á landi, en tilfellum hefur fjölgað erlendis. Heilkennið getur verið lífshættulegt en barnalæknir segir það þó ekki endilega vera ástæðu til að bólusetja börn við kórónuveirunni líkt og sakir standa.

Fullt tungl og leiðindaveður í kortunum

Gul veðurviðvörun er í gildi víðast hvar um land í kvöld að suðausturströndinni undanskilinni. Búist er við vaxandi suðaustanátt með kvöldinu og hvessir enn í nótt. Þá má búast við snjókomu og slyddu þótt þurrt verði að mestu fyrir norðan fram á miðnætti en tekur að rigna í nótt, fyrst suðvestan til.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Ólíklegt þykir að gripið verði til tilslakana næstu vikur, en sóttvarnalæknir skilaði ráðherra minnisblaði sínu með endurskoðuðum tillögum að næstu sóttvarnaaðgerðum í gær.

Pálínuboðin varasöm vegna hættu á snertismiti

Almannavarnir og embætti landlæknis ráða Íslendingum frá því að halda og mæta í svokölluð „Pálínuboð“ og hlaðborð á aðventunni. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hættu á snertismiti kórónuveirunnar í slíkum boðum og tilmælunum ætlað að minnka líkur á því. Hann kveðst vona að fólk hafi haldið að sér höndum í samkomum um nýliðna helgi og það skili sér í smittölum þegar líður á vikuna.

Kvörtun vegna ummæla Þórhildar Sunnu vísað frá

Forsætisnefnd Alþingis hefur vísað frá erindi um meint brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem varðar ummæli sem hún lét falla á þinginu þann 21. október. Ummæli Þórhildar Sunnu vörðuðu viðbrögð hennar við umfjöllun um þýðingu merkja sem lögreglukona hafði borið við skyldustörf á sáust á ljósmynd sem birtist af henni við frétt mbl.is.

Jón Páll dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu árið 2008

Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun. Brotið átti sér stað fyrir tólf árum eða árið 2008. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn síðdegis og staðfestir niðurstöðuna skriflega við fréttastofu. 

Fólk hafi meginmarkmið sóttvarna í huga í desember

Horfa verður til meginmarkmiða sóttvarnaaðgerða þegar ákvarðanir eru teknar um mannamót í desember, frekar en einstaka regla. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en yfirvöld hafa hvatt fólk til að velja sér „jólavini“ til að draga úr smithættu.

Hersir Aron nýr aðstoðarmaður Bjarna

Hersir Aron Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kemur fram á vefsíðu Stjórnarráðsins.

Landsmenn hvattir til að velja sér jólavini

Landsmenn eru hvattir til að velja sér jólavini fyrir aðventuna, þ.e. hverja eigi að hitta yfir hátíðarar. Best er að plana heimboð með góðum fyrirvara. Þá eigi að takmarka fjölda fólks í eldhúsinu.

Telja ekki hagsmuni barna að eineltismál séu rekin í fjölmiðlum

Bæjarstjóri í Garðabæ segir að í undantekningartilfellum dugi ekki aðgerðaráætlanir í eineltismálum til að leysa mál sem komi upp. Mál sem varði samskiptavandamál geti verið sérstaklega erfið þegar börn eigi í hlut. Þá hafi börn ekki hag af því að slík mál séu rakin í fjölmiðlum.

Farið að hægja á tilkynningum um hópuppsagnir

Tvær hópuppsagnir hafa verið tilkynntar til Vinnumálastofnunar nú rétt fyrir mánaðarmót. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir farið að hægja á hópuppsögnum en að frost ríki hins vegar á vinnumarkaði.

Bráðabólguheilkenni ekki komið upp hjá barni hér á landi

Sóttvarnalæknir segist ekki vita til þess að bráðabólguheilkenni hafi komið upp hjá barni hér á landi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um sjö ára íslenskan dreng í Svíþjóð sem veiktist lífshættulega af bráðabólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 

Átta greindust innanlands

Átta greindust með kórónuveiruna innan­lands í gær. Af þeim sem greindust voru þrír í sóttkví, en fimm ekki. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is. 41 er nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og þar af tveir á gjörgæslu. Í gær voru 42 á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu.

„Eftir höfðinu dansa limirnir“

Eins og fram hefur komið er Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, einn af sóttvarnarþríeykinu, smitaður af Covid-19. Vitaskuld mikið áfall fyrir sóttvarnaryfirvöld, ekki bara smitið sem slíkt og afleiðingarnar sem það hefur fyrir Víði og fjölskyldu heldur veltir fólk því nú fyrir sér hvort það sé ekki svo að eitt eigi yfir alla að ganga?

„Það er enginn að biðja fólk um að sitja lokað inni og hafa ekki sam­skipti við nokkurn mann“

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, tillögum sínum að næstu sóttvarnaaðgerðum. Hann vill ekki segja hvað í þeim felst nákvæmlega þar sem ráðherra sé enn með þær til skoðunar en ítrekar að í ljósi bakslags í faraldrinum síðastliðna dagana telji hann ekki mikið tilefni til tilslakana.

Telur fálkadauða mega rekja til rjúpnaleysis

Sex dauðir eða deyjandi fálkar hafa fundist hér á landi í nóvember. Þrír ungar og þrír fullorðnir. Tveir þeirra hafa fundist á Akureyri. Fuglafræðingur telur góðar líkur á því að rjúpnaleysi sé um að kenna.

Víða vetrarfærð

Færðin er víða varasöm um landið og vetrarfærð víðast hvar að sögn Vegagerðarinnar. Á Suðvesturlandi er víðast hvar hálka eða hálkublettir og flughált er á Bláfjallavegi og á Kjósarskarðsvegi.

Ríkis­stjórnin þriggja ára og ráð­herrann þrí­tugur

Þrjú ár eru í dag liðin frá því að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum í landinu. Afmælisdagurinn ber upp á sama degi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra heldur upp á þrítugsafmæli sitt.

Gular við­varanir um nánast allt land vegna snjó­komu og storms

Gular viðvaranir taka gildi á öllu landinu í kvöld fyrir utan höfuðborgarsvæðið, Norðurland eystra og Austurland að Glettingi. Varað er við hvassviðri eða stormi með ofankomu og má búast við 15 til 23 metrum á sekúndu með snjókomu og síðar slyddu.

„Þetta hljómaði bara eins og hvert annað útkall“

Aðfaranótt mánudagsins 2. desember 2013 barst lögreglu tilkynning frá áhyggjufullum íbúa í Hraunbæ í Reykjavík. Íbúinn kvaðst reglulega verða fyrir ónæði vegna hávaða og tónlistar úr íbúðinni fyrir ofan en í þetta sinn var hljóðið í honum þyngra. Hann sagðist hafa heyrt skothvell koma úr íbúðinni og tók sérstaklega fram að hann hefði starfað á erlendri grundu sem friðargæsluliði og þekkti því skothljóð vel. Fjallað var um málið í sjónvarpsþættinum Ummerki á Stöð 2 í gærkvöld.

SA hafi reynt allt til að „afstýra því stórslysi“ sem blasi við

Það er ekki ávísun á lægra atvinnuleysi að lækka eða frysta laun fólks á vinnumarkaði að sögn forseta ASÍ. Það stefnir í stórslys á vinnumarkaði að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í ljósi þeirra miklu launahækkana sem kveðið er á í kjarasamningum og taka gildi um áramótin.

Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin

Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784.

Spurning um óbreytt ástand eða ekki

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þróun undanfarinna daga sýna hversu lítið þurfi til svo bakslag komi í baráttuna við kórónuveiruna. Hann er nú að vinna að nýju minnisblaði til ráðherra, en segir ekki í spilunum að fara að herða aðgerðir.

TF-GRO út­kalls­hæf á ný

Flugvirkjar hafa lokið skoðun á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar. Reglubundinni skoðun lauk í kvöld og er þyrlan því orðin útkallshæf á ný samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Bent á að leita til prests skömmu áður en æxlið fannst

Lögfræðingur fjölskyldu konu, sem lést úr leghálskrabbameini í haust, hefur óskað eftir ítarlegri greiningu Landlæknis á leghálssýnum sem voru tekin hjá Krabbameinsfélaginu 2016 og 2018. Þá hefur verið kvartað undan heilbrigðisþjónustu á heilsugæslunni en heimilislæknir benti konunni í tvígang á að leita til prests réttur áður en æxlið fannst.

Búast við nýju fjölmiðlafrumvarpi

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að reynt hafi verið að ná samkomulagi milli stjórnarflokkanna um fjölmiðlafrumvarpið sem menntmálaráðherra lagði fram á síðasta ári og fjallar um opinberan fjárstuðning til einkarekinna fjölmiðla. Nú sé búist við að nýtt frumvarp verði lagt fram.  

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldréttum okkar segjum við frá því að sjö ára íslenskur drengur hafi veikst lífshættulega nú í haust af alvarlegri bráðabólgu sem tengist Covid-19.

Þórólfur, Drífa og Halldór í Víglínunni

Aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins, bólusetningar og alvarleg staða á vinnumarkaði eru á meðal mála sem verða til umræðu í Víglínunni, þjóðmálaþætti Stöðvar 2 í dag.Sunna Sæmundsdóttir fréttamaður fær til sín þau Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, Drífu Snædal, forseta ASÍ og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, og ræðir við þau um þessi mál og önnur í þættinum.Víglínan hefst klukkan 17:40 og er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.