Telur heilkennið ekki endilega ástæðu til að bólusetja öll börn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 20:30 Valtýr Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Arnar Halldórsson Ekkert barn hefur greinst með svokallað bráðabólguheilkenni í kjölfar kórónuveirunnar hér á landi, en tilfellum hefur fjölgað erlendis. Heilkennið getur verið lífshættulegt en barnalæknir segir það þó ekki endilega vera ástæðu til að bólusetja börn við kórónuveirunni líkt og sakir standa. Greint var frá því í gær að sjö ára íslenskur drengur í Svíþjóð hefði veikst lífshættulega í haust af svokölluðu bráðabólguheilkenni sem rakið er til kórónuveirunnar. Hann var fullkomlega heilbrigður áður en hann fékk veiruna en er í dag langveikur, að sögn móður hans. Heilkennið leggst á börn og talið er að um fimmtíu slík tilfelli hafi komið upp í Svíþjóð. „Þetta er bólguviðbragð í líkamanum sem leggst á mörg líffærakerfi og veldur oft talsvert miklum veikindum. Þetta er í raun og veru nýtt fyrirbæri sem hefur komið fram á sjónarsviðið eftir að covid-veiran braust fram,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala hringsins. Hann segir að tilfelli hafi verið að koma upp í nágrannalöndum og að um eitt af hverjum fimm þúsund börnum geti þróað með sér heilkennið í kjölfar covid-sýkingar. „Ég held að þetta undirstriki fyrst og fremst það að við þurfum að bera virðingu fyrir þessari kórónuveiru og alls ekki vanmeta hvað hún getur gert. Hún hefur valdið gríðarlegum veikindum úti um allan heim. Sem betur fer höfum við verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá börn veikjast alvarlega. Mjög fá börn raunar,“ segir Valtýr, aðspurður hvort heilkennið undirstriki mikilvægi þess að bólusetja börn við kórónuveirunni. Börn fædd 2006 og síðar munu ekki fá bóluefni við veirunni, samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra. „Ég held að þetta eitt og sér sé ekki endilega lóð á þær vogarskálar að það eigi að bólusetja öll börn gegn covid.“ Valtýr segir að ef snögglega sé gripið til meðferðar þá gangi sjúkdómurinn oftast yfir á dögum eða vikum. „Þó eru jafnan oft einhvers konar eftirköst sem getur tekið vikur eða mánuði að ganga alveg til baka.“ Hver eru fyrstu einkenni og hvernig veit fólk hvort það eigi að leita læknisaðstoðar? „Það getur verið býsna flókið af því að einkennin eru margs konar en flest börn fá hita og einkenni frá meltingarveginum, oftast niðurgang en líka uppköst. Það er mikill slappleiki og almennt talsvert mikil veikindi. Það sem fólk á að gera núna sem endranær er að ef það hefur áhyggjur af veikindum barna sinna er að láta lækni kíkja á þau.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bráðabólguheilkenni ekki komið upp hjá barni hér á landi Sóttvarnalæknir segist ekki vita til þess að bráðabólguheilkenni hafi komið upp hjá barni hér á landi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um sjö ára íslenskan dreng í Svíþjóð sem veiktist lífshættulega af bráðabólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 30. nóvember 2020 11:46 Sjö ára drengur veiktist lífshættulega eftir að hafa fengið Covid-19 Sjö ára íslenskur drengur veiktist lífshættulega nú í haust af bráða- bólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 29. nóvember 2020 18:04 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Greint var frá því í gær að sjö ára íslenskur drengur í Svíþjóð hefði veikst lífshættulega í haust af svokölluðu bráðabólguheilkenni sem rakið er til kórónuveirunnar. Hann var fullkomlega heilbrigður áður en hann fékk veiruna en er í dag langveikur, að sögn móður hans. Heilkennið leggst á börn og talið er að um fimmtíu slík tilfelli hafi komið upp í Svíþjóð. „Þetta er bólguviðbragð í líkamanum sem leggst á mörg líffærakerfi og veldur oft talsvert miklum veikindum. Þetta er í raun og veru nýtt fyrirbæri sem hefur komið fram á sjónarsviðið eftir að covid-veiran braust fram,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala hringsins. Hann segir að tilfelli hafi verið að koma upp í nágrannalöndum og að um eitt af hverjum fimm þúsund börnum geti þróað með sér heilkennið í kjölfar covid-sýkingar. „Ég held að þetta undirstriki fyrst og fremst það að við þurfum að bera virðingu fyrir þessari kórónuveiru og alls ekki vanmeta hvað hún getur gert. Hún hefur valdið gríðarlegum veikindum úti um allan heim. Sem betur fer höfum við verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá börn veikjast alvarlega. Mjög fá börn raunar,“ segir Valtýr, aðspurður hvort heilkennið undirstriki mikilvægi þess að bólusetja börn við kórónuveirunni. Börn fædd 2006 og síðar munu ekki fá bóluefni við veirunni, samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra. „Ég held að þetta eitt og sér sé ekki endilega lóð á þær vogarskálar að það eigi að bólusetja öll börn gegn covid.“ Valtýr segir að ef snögglega sé gripið til meðferðar þá gangi sjúkdómurinn oftast yfir á dögum eða vikum. „Þó eru jafnan oft einhvers konar eftirköst sem getur tekið vikur eða mánuði að ganga alveg til baka.“ Hver eru fyrstu einkenni og hvernig veit fólk hvort það eigi að leita læknisaðstoðar? „Það getur verið býsna flókið af því að einkennin eru margs konar en flest börn fá hita og einkenni frá meltingarveginum, oftast niðurgang en líka uppköst. Það er mikill slappleiki og almennt talsvert mikil veikindi. Það sem fólk á að gera núna sem endranær er að ef það hefur áhyggjur af veikindum barna sinna er að láta lækni kíkja á þau.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bráðabólguheilkenni ekki komið upp hjá barni hér á landi Sóttvarnalæknir segist ekki vita til þess að bráðabólguheilkenni hafi komið upp hjá barni hér á landi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um sjö ára íslenskan dreng í Svíþjóð sem veiktist lífshættulega af bráðabólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 30. nóvember 2020 11:46 Sjö ára drengur veiktist lífshættulega eftir að hafa fengið Covid-19 Sjö ára íslenskur drengur veiktist lífshættulega nú í haust af bráða- bólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 29. nóvember 2020 18:04 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Bráðabólguheilkenni ekki komið upp hjá barni hér á landi Sóttvarnalæknir segist ekki vita til þess að bráðabólguheilkenni hafi komið upp hjá barni hér á landi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um sjö ára íslenskan dreng í Svíþjóð sem veiktist lífshættulega af bráðabólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 30. nóvember 2020 11:46
Sjö ára drengur veiktist lífshættulega eftir að hafa fengið Covid-19 Sjö ára íslenskur drengur veiktist lífshættulega nú í haust af bráða- bólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 29. nóvember 2020 18:04