Fleiri fréttir

Hálfétinn fálki fannst við miðbæ Akureyrar

Dauður, hálfétinn fálki fannst skammt frá líkamsræktarstöðinni World Class við miðbæ Akureyrar í fyrradag. Náttúrufræðingur telur líklegt að hræætur hafi gætt sér á hræinu.

Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum

TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður.

Fjárlaganefnd skoðar hvort falin aðhaldskrafa sé á Landspítalanum

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, segir vísbendingar um að fjármálaráðuneytið vanreikni kostnað sem fellur á stofnanir við að uppfylla kjarasamninga. „Það er falin aðhaldskrafa ef svo er satt,“ sagði Björn Leví.

Borgin þurfi fleiri milljarða frá ríkinu vegna faraldursins

Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillgöu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins.

Lognið á undan storminum

Fagurbleik sólarupprás og nær alger stilla gladdi íbúa á suðvesturhorni landsins í morgun. Það var þó aðeins lognið á undan storminum því gular- og appelsínugular viðvaranir vegna hríðaveðurs eða storms taka gildi á mest öllu landinu síðar í dag.

Allt eins líklegt að sóttvarnalæknir mæli með reglugerð með styttri gildistíma

Það er alveg eins líklegt að sóttvarnalæknir muni í minnisblaði sínu til ráðherra mæla með að næsta reglugerð um sóttvarnaaðgerðir gildi til skemmri tíma en ekki fram yfir jól líkt og komið hefur til tals. Sóttvarnalæknir segir veiruna enn lúra úti í samfélaginu og því þurfi að fara hægt i sakirnar.

Móðir Ævars Annels biðlar til fólks að segja frá

Leit lögreglu að Ævari Annel Valgarðssyni, tvítugum Reykvíkingi, hefur engan árangur borið. Hans hefur verið leitað síðan á föstudaginn þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir honum.

Forseti ASÍ segir SA vera að gíra sig upp gegn launahækkunum um áramót

Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins segir það komoa spánskt fyrir sjónir að laun hafi hækkað mest á Íslandi innan OECD í kórónuveirufaraldrinum. Forseti ASÍ segir atvinnurekendur vera að gíra sig upp í andstöðu við samningsbundnar launahækkanir um áramótin.

Kostnaður við innanlandsflug geti lækkað um allt að 80%

Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára.

Gular viðvaranir orðnar appelsínugular

Veðurstofa Íslands hefur uppfært þær viðvaranir sem taka gildi í kvöld vegna hríðarveðurs á Ströndum og Norðurlandi vestra og á miðhálendinu.

Ekki séð svona atvinnuleysistölur á Íslandi áður

Forstjóri Vinnumálastofnunar segir um 25 þúsund manns hér á landi nú án atvinnu að hluta eða að öllu leyti. Slíkar tölur hafi ekki sést áður hér á landi. Atvinnuleysisbætur verði hækkaðar um áramótin.

Óttast að fólk fari að slaka á

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hættu á því að fólk fari að slaka á nú þegar smitum á landinu fari fækkandi. Sjö greindust með kórónuveirusmit í sýnatöku í gær og voru aðeins tveir af þeim í sóttkví.

Bein útsending: Klasastefna í mótun

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að mótun klasastefnu fyrir Ísland. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stendur í dag fyrir fjarfundi þar sem farið verður yfir þá vinnu og kallað eftir umræðu og athugasemdum.

Skíðlogaði í bíl í Seljahverfi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út laust fyrir klukkan hálftvö í nótt vegna elds sem hafði kviknað í bíl á bílastæði í Seljahverfinu.

Greið og örugg braut loksins komin í gegnum Hafnarfjörð

Langþráð samgöngubót varð að veruleika í dag þegar 3,2 kílómetra kafli Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar, breikkaði úr tveimur akreinum í fjórar. Jafnframt voru akstursstefnur aðskildar með umferðareyju og vegriðum á milli.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.