Innlent

Bein útsending: Klasastefna í mótun

Samúel Karl Ólason skrifar
Fundurinn hefst klukkan níu á ávarpi Þordísar Kolbrúnar Gylfadóttur, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra.
Fundurinn hefst klukkan níu á ávarpi Þordísar Kolbrúnar Gylfadóttur, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að mótun klasastefnu fyrir Ísland. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stendur í dag fyrir fjarfundi þar sem farið verður yfir þá vinnu og kallað eftir umræðu og athugasemdum. Fundurinn ber titilinn „Nýsköpunarvistkerfi atvinnulífsins – Klasastefna í  mótun“.

Klasar eru efnahagsleg vistkerfi sem notaðir eru til að bæta samkeppnishæfni og verðmætasköpun jafnt fyrirtækja, atvinnugreina, landsvæða og þjóða.

Fundurinn hefst klukkan níu en áhorfendur geta sent inn spurningar á slido.com með kóðanum #klasar. Hægt er að fylgjast með fundinum hér fyrir neðan.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Ávarp: Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Innsýn í vinnu við stefnumótun: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans

Pallborð:Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Fjártækniklasans

Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku Sesselja Barðdal, framkvæmdastjóri EIMS og Kaffi Kú

Gylfi Magnússon, prófessor við HÍ

Umræðustjóri er Ásta Kristín SigurjónsdóttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.