Fleiri fréttir

Vill starfandi verkalýðsforingja á þing

Koma þarf starfandi verkalýðsforingjum inn á þing að mati formanns framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Flokkurinn hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu kosningum.

Reynslubolta í launadeilu við RÚV sagt upp störfum

Félag fréttamanna, stéttarfélag stórs hlutfalls fréttamanna á Ríkisútvarpinu, telur það sæta furðu að yfirstjórn Ríkisútvarpsins láti niðurskurð hjá stofnuninni bitna á fréttastofunni.

„Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað“

Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni.

Lofar konunni sinni að koma heim

Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson segist hafa gefið eiginkonu sinni loforð um að koma heim úr svaðilför sinni. Hann ætlar að taka ákvarðanir sínar í klifrinu út frá því. Það drífur hann áfram að sjá íslenska fánann á toppi K2.

Einhugur um rannsókn á vistheimilum og kallað eftir gögnum

Velferðarnefnd Alþingis er einhuga um að nauðsynlegt sé að rannsaka aðbúnað, þjónustu og meðferð fullorðins fólks með fatlanir, þroskahömlun og geðræn veikindi sem dvalið hefur á stofnunum og meðferðarheimilum á Íslandi.

Mjög rólegt hjá lögreglunni í nótt

Mjög rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá miðnætti og fram á morgun að hennar sögn og aðeins komu fjögur verkefni inn á hennar borð á tímabilinu.

Kári varar við væntan­legum til­slökunum Víðis og Þór­ólfs

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir ekki langt í að hægt verði að fara í frekari afléttingar á aðgerðum hér á landi. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill ekki sjá neinar breytingar hér á landi fyrir jólin.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við hjúkrunardeildarstjóra á Landakoti sem segjast finna til mikillar ábyrgðar vegna hópsýkingar sem þar kom upp - þrátt fyrir að hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð í erfiðum aðstæðum. Þær segjast hafa upplifað gríðarlega mikla sorg.

Nýr Landspítali og spilling í Víglínunni

Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri uppbyggingar á nýjum Landspítala mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttmanns til að ræða framkvæmdina og hverju spítalinn mun breyta og ekki breyta. Þá verður rætt við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur doktor í þjóðfræði um spillingu en hún gaf nýverið út bók um þau mál.

Sérstakar áhyggjur af fólki með þroskahömlun sem býr við ofbeldi

Rúmlega tvö hundruð manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis frá því í september. Verkefnastjóri segir að ástandið sé þungt á mörgum heimilum. Hún hefur sérstakar áhyggjur af fólki meðþroskahömlun sem eigi erfitt með að leita sér aðstoðar í þessu árferði.

Fimm greindust smitaðir og allir í sóttkví

Fimm manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands síðasta sólarhringinn. Þeir voru allir í sóttkví við greiningu samkvæmt nýjustu tölum landlæknis og almannavarna.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.