Veirunni líkar vel að flakka á milli fólks í fjölskyldu- og vinahópum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 09:10 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það almenningi að þakka hversu mjög smitum hefur farið fækkandi undanfarið. Vísir/Egill Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist mjög ánægður með þátttöku almennings í sóttvarnaaðgerðum undanfarnar vikur. Fólk hafi staðið sig gríðarlega vel og það sjáist á fækkun smita þar sem tölurnar fara ekki niður af sjálfu sér. Það sé öllum almenningi að þakka að þetta sé að koma niður. Hann minnir þó á að allri hópamyndun fylgi áhætta, vissulega mismikil, en áhættan sé alltaf til staðar. Hann hafi til dæmis áhyggjur af aðventuboðum og veisluhöldum í aðdraganda jóla því vitað sé að það sé akkúrat við slíkar aðstæður sem fólk gleymi sér. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með 1. desember og sögðu bæði Þórólfur og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, í viðtölum um helgina að ef þróunin í faraldrinum heldur áfram eins og verið hefur sé hægt að fara í einhverjar afléttingar í byrjun næsta mánaðar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, varar hins vegar við því að fara í tilslakanir. Þórólfur sagði í Bítinu að hann sjálfur hefði sagt að fara þyrfti varlega í afléttingar á aðgerðum. „En við þurfum náttúrulega líka að slaka á. Við höfum sagt það að ef þetta fer niður og tilefni gefst til þá reynum við að slaka eins og við teljum öruggt að gera. En auðvitað verða alltaf skiptar skoðanir um það hvort það eigi að slaka, hvort það sé slakað of mikið eða hvort það sé að slaka of mikið. Þannig hefur þetta allan tímann verið og verður vafalaust áfram,“ sagði Þórólfur. Íþróttastarf barna og unglinga á leik- og grunnskólaaldri var aftur leyft í liðinni viku en enn eru líkamsræktarstöðvar og sundlaugar lokaðar og íþróttastarf fullorðinna óheimilt. Þjálfarar í handbolta og körfubolta hafa gagnrýnt þetta og kallað eftir því að fá að æfa í lokuðum hópum. Þórólfur kvaðst hafa heyrt þessa gagnrýni og óskir en bað menn um að horfa á heildarmyndina. „Menn eru svolítið fastir í sínu boxi. Heildarmyndin er sú að við höfum verið að reyna að takmarka myndun hópa af hvaða toga sem er. Við erum ekki endilega að flokka hópa niður í litla áhættuhópa eða mikla áhættuhópa. Það hefur skilað þessum árangri að við erum að ná þessu alveg niður og það er að ganga bara mjög vel. Þá munum við reyna að aflétta. Við erum að biðja fólk um að skoða þessa heildarmynd og fara ekki of hratt því veiran er ekki endilega að spyrja nákvæmlega um í hvaða hópi einstaklingar eru. Auðvitað er áhættan mismunandi mikil, en öll hópamyndun, það er áhætta þar ef það kemur bara enn sem er smitaður inn í hópinn.“ Mikið til unnið að halda smitum í lágmarki Þá minnti hann á í sambandi við aðventuboðin að undanfarið hefði það verið svo að faraldurinn hefði haldið áfram hjá hópum sem væru að hittast. „Það eru fjölskylduboð og fjölskylduhópar og vinahópar sem þetta kemur upp í og vinnustaðir og þvíumlíkt og þarna líkar veirunni vel að flakka á milli manna, á slíkum stöðum,“ sagði Þórólfur. Aðspurður hvort hægt væri að komast hjá því að slík smit kæmu upp, hvort það kæmu ekki alltaf upp einhver svona smit, svaraði Þórólfur játandi. „Jú, jú það getur alveg gert það en eftir því sem við höfum minna smit í samfélaginu því ólíklegra er að eitthvað svona komi upp. Ef við erum með mikið smit í samfélaginu þá kemur þetta bara upp hvar sem er og inn á vinnustaði og jafnvel staði þar sem eru viðkvæmir hópar, þó að fólk sé að reyna að passa sig, þá getur hún smyglað sér inn þannig að ég held að það sé mikið til unnið að halda þessu í lágmarki,“ sagði Þórólfur. Skilar tillögum sínum til ráðherra fyrir helgi Hann gerir ráð fyrir að skila tillögum sínum um áframahaldandi sóttvarnaaðgerðir til ráðherra fyrir helgi með þeim fyrirvara að geta breytt tillögunum ef eitthvað gerist í faraldrinum sem kalli á breytingar. „Ég ætla að sjá hvað gerist núna. Ég er kominn með hugmyndir og búinn að viðra þær við mitt fólk. Það er of snemmt að koma með tillögur núna, það getur ýmislegt gerst núna í vikunni,“ sagði Þórólfur. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist mjög ánægður með þátttöku almennings í sóttvarnaaðgerðum undanfarnar vikur. Fólk hafi staðið sig gríðarlega vel og það sjáist á fækkun smita þar sem tölurnar fara ekki niður af sjálfu sér. Það sé öllum almenningi að þakka að þetta sé að koma niður. Hann minnir þó á að allri hópamyndun fylgi áhætta, vissulega mismikil, en áhættan sé alltaf til staðar. Hann hafi til dæmis áhyggjur af aðventuboðum og veisluhöldum í aðdraganda jóla því vitað sé að það sé akkúrat við slíkar aðstæður sem fólk gleymi sér. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með 1. desember og sögðu bæði Þórólfur og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, í viðtölum um helgina að ef þróunin í faraldrinum heldur áfram eins og verið hefur sé hægt að fara í einhverjar afléttingar í byrjun næsta mánaðar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, varar hins vegar við því að fara í tilslakanir. Þórólfur sagði í Bítinu að hann sjálfur hefði sagt að fara þyrfti varlega í afléttingar á aðgerðum. „En við þurfum náttúrulega líka að slaka á. Við höfum sagt það að ef þetta fer niður og tilefni gefst til þá reynum við að slaka eins og við teljum öruggt að gera. En auðvitað verða alltaf skiptar skoðanir um það hvort það eigi að slaka, hvort það sé slakað of mikið eða hvort það sé að slaka of mikið. Þannig hefur þetta allan tímann verið og verður vafalaust áfram,“ sagði Þórólfur. Íþróttastarf barna og unglinga á leik- og grunnskólaaldri var aftur leyft í liðinni viku en enn eru líkamsræktarstöðvar og sundlaugar lokaðar og íþróttastarf fullorðinna óheimilt. Þjálfarar í handbolta og körfubolta hafa gagnrýnt þetta og kallað eftir því að fá að æfa í lokuðum hópum. Þórólfur kvaðst hafa heyrt þessa gagnrýni og óskir en bað menn um að horfa á heildarmyndina. „Menn eru svolítið fastir í sínu boxi. Heildarmyndin er sú að við höfum verið að reyna að takmarka myndun hópa af hvaða toga sem er. Við erum ekki endilega að flokka hópa niður í litla áhættuhópa eða mikla áhættuhópa. Það hefur skilað þessum árangri að við erum að ná þessu alveg niður og það er að ganga bara mjög vel. Þá munum við reyna að aflétta. Við erum að biðja fólk um að skoða þessa heildarmynd og fara ekki of hratt því veiran er ekki endilega að spyrja nákvæmlega um í hvaða hópi einstaklingar eru. Auðvitað er áhættan mismunandi mikil, en öll hópamyndun, það er áhætta þar ef það kemur bara enn sem er smitaður inn í hópinn.“ Mikið til unnið að halda smitum í lágmarki Þá minnti hann á í sambandi við aðventuboðin að undanfarið hefði það verið svo að faraldurinn hefði haldið áfram hjá hópum sem væru að hittast. „Það eru fjölskylduboð og fjölskylduhópar og vinahópar sem þetta kemur upp í og vinnustaðir og þvíumlíkt og þarna líkar veirunni vel að flakka á milli manna, á slíkum stöðum,“ sagði Þórólfur. Aðspurður hvort hægt væri að komast hjá því að slík smit kæmu upp, hvort það kæmu ekki alltaf upp einhver svona smit, svaraði Þórólfur játandi. „Jú, jú það getur alveg gert það en eftir því sem við höfum minna smit í samfélaginu því ólíklegra er að eitthvað svona komi upp. Ef við erum með mikið smit í samfélaginu þá kemur þetta bara upp hvar sem er og inn á vinnustaði og jafnvel staði þar sem eru viðkvæmir hópar, þó að fólk sé að reyna að passa sig, þá getur hún smyglað sér inn þannig að ég held að það sé mikið til unnið að halda þessu í lágmarki,“ sagði Þórólfur. Skilar tillögum sínum til ráðherra fyrir helgi Hann gerir ráð fyrir að skila tillögum sínum um áframahaldandi sóttvarnaaðgerðir til ráðherra fyrir helgi með þeim fyrirvara að geta breytt tillögunum ef eitthvað gerist í faraldrinum sem kalli á breytingar. „Ég ætla að sjá hvað gerist núna. Ég er kominn með hugmyndir og búinn að viðra þær við mitt fólk. Það er of snemmt að koma með tillögur núna, það getur ýmislegt gerst núna í vikunni,“ sagði Þórólfur. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent