Sérstakar áhyggjur af fólki með þroskahömlun sem býr við ofbeldi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. nóvember 2020 12:08 Ragna Björg Guðbrandsdóttir verkefnastýra Bjarkarhlíðar hefur sérstakar áhyggjur af fólki með þroskahömlun í þessu árferði. Stöð2 Rúmlega tvö hundruð manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis frá því í september. Verkefnastjóri segir að ástandið sé þungt á mörgum heimilum. Hún hefur sérstakar áhyggjur af fólki meðþroskahömlun sem eigi erfitt með að leita sér aðstoðar í þessu árferði. Í ár hafa 744 leitað til Bjarkarhlíðar miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis en allt árið í fyrra voru það 565 manns. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar segir að eftir að fyrstu bylgju kórónuveirufaraldurins lauk hafi verið stöðug fjölgun á brotaþolum sem leita til Bjarkarhlíðar. „Það má segja að það hafi verið jafnt og þétt nánast helmings auking miðað við hvern mánuð. En núna í nóvember sjáum við mikinn mun þá fór málunum að fækka þannig það var alveg greinilegt að fólk hlustaði á skilaboð í sambandi við sóttvarnir. Svo var líka breyting á þjónustunni hjá okkur og við erum bara með símaviðtöl og netviðtöl. Það er greinilegt að það eru ekki margir sem treysta sér til opna á svona erfið mál í gegn um síma eða netið,“ segir Ragna Björn og bætir við að heimilisofbeldismálum hafi ekki fækkað. „Sérstaklega ekki við þessar aðstæður þar sem við vitum það almennt að auka álag í fjölskyldum leiðir oft til aukins ofbeldis en það sem er að gerast er að fólk treystir sér ekki út úr húsi eða er bannað að fara eða það getur ekki hringt því það eru allir heima,“ segir Ragna Björg. Í september leituðu 74 til Bjarkarhlíðar, 86 leituðu þangað í október og 47 í nóvember.„Vissulega er þetta áhyggjuefni og það eru allir þjónustuaðilar að hugsa hvernig þeir geti sem best stutt fólk,“ segir Ragna. Hún viti að ástandið sé slæmt á mörgum heimilum.„Það getur verið mjög þungt. Þegar fólk er fast í ofbeldissambandi þá er þessi ofbeldishringur þar sem koma þessar sprengjur og síðan er komið með einhverjar mótvægisaðgerðir og öllu lofað. Þetta getur lengt þetta ferlið að komast út,“ segir Ragna. Hún hefur sérstakar áhyggjur af fólki með þroskahömlun sem verður fyrir ofbeldi. „Það er voða erfitt að bjóða því fólki upp á símtöl því það er erfiðara fyrir það þannig við höfum sérstakar áhyggjur af þeim hópi,“ segir Ragna Björg. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Rúmlega tvö hundruð manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis frá því í september. Verkefnastjóri segir að ástandið sé þungt á mörgum heimilum. Hún hefur sérstakar áhyggjur af fólki meðþroskahömlun sem eigi erfitt með að leita sér aðstoðar í þessu árferði. Í ár hafa 744 leitað til Bjarkarhlíðar miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis en allt árið í fyrra voru það 565 manns. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar segir að eftir að fyrstu bylgju kórónuveirufaraldurins lauk hafi verið stöðug fjölgun á brotaþolum sem leita til Bjarkarhlíðar. „Það má segja að það hafi verið jafnt og þétt nánast helmings auking miðað við hvern mánuð. En núna í nóvember sjáum við mikinn mun þá fór málunum að fækka þannig það var alveg greinilegt að fólk hlustaði á skilaboð í sambandi við sóttvarnir. Svo var líka breyting á þjónustunni hjá okkur og við erum bara með símaviðtöl og netviðtöl. Það er greinilegt að það eru ekki margir sem treysta sér til opna á svona erfið mál í gegn um síma eða netið,“ segir Ragna Björn og bætir við að heimilisofbeldismálum hafi ekki fækkað. „Sérstaklega ekki við þessar aðstæður þar sem við vitum það almennt að auka álag í fjölskyldum leiðir oft til aukins ofbeldis en það sem er að gerast er að fólk treystir sér ekki út úr húsi eða er bannað að fara eða það getur ekki hringt því það eru allir heima,“ segir Ragna Björg. Í september leituðu 74 til Bjarkarhlíðar, 86 leituðu þangað í október og 47 í nóvember.„Vissulega er þetta áhyggjuefni og það eru allir þjónustuaðilar að hugsa hvernig þeir geti sem best stutt fólk,“ segir Ragna. Hún viti að ástandið sé slæmt á mörgum heimilum.„Það getur verið mjög þungt. Þegar fólk er fast í ofbeldissambandi þá er þessi ofbeldishringur þar sem koma þessar sprengjur og síðan er komið með einhverjar mótvægisaðgerðir og öllu lofað. Þetta getur lengt þetta ferlið að komast út,“ segir Ragna. Hún hefur sérstakar áhyggjur af fólki með þroskahömlun sem verður fyrir ofbeldi. „Það er voða erfitt að bjóða því fólki upp á símtöl því það er erfiðara fyrir það þannig við höfum sérstakar áhyggjur af þeim hópi,“ segir Ragna Björg.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira