Fleiri fréttir

Halda til leitar að pari á Hornströndum

Björgunarsveitir úr bæjum Ísafjarðardjúps hafa verið kallaðar út vegna ungs pars í vanda á milli Fljótavíkur og Hlöðuvíkur á Hornströndum.

Segir vatnið eina gullið sem kemur úr Skaftáreldahrauni

Kalt vatn sem sprettur undan Skaftáreldahrauni er grunnur tveggja eldisstöðva í Skaftárhreppi sem báðar sérhæfa sig í bleikjueldi. Fiskeldisfræðingur, sem stýrir öðru fyrirtækinu, segir vatnið í raun eina gullið í Eldhrauni.

Sex ný smit greindust innanlands

Sex ný innanlandssmit kórónuveirunnar hafa greinst hér á landi í kvöld. Smitin tengjast öll einstaklingi sem kom til landsins 15. júlí síðastliðinn

Heyskapur á blússandi siglingu á Suðurlandi

Heyskapur hefur gengið einstaklega vel hjá bændum á Suðurlandi í sumar enda hefur veður verið þeim hagstætt. Reiknað er með að einhverjir bændur muni slá þrisvar.

Vilja sendiherrann sinn burt

Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar heyrum við í bandarískri konu sem býr á Íslandi sem segir samlanda sína skammast sín fyrir sendiherra sinn á Íslandi og vilja losna við hann.

Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi

Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra.

Fjögur af fimm smitum ótengd

Fimm innanlandssmit hafa greinst hér á landi á undanförnum dögum. Af þeim eru fjögur alfarið ótengd og er til að mynda ekki búið að finna uppruna smitsins sem kom upp á Rey Cup íþróttamótinu í gær. Smitrakning er enn yfirstandandi.

Reyndi að ræna gangandi vegfaranda í miðbænum

Maður var handtekinn í miðbænum í nótt eftir að hann ógnaði gangandi vegfarenda og reyndi að ná peningum af honum og hafði lögreglan þar að auki í nógu að snúast vegna skemmtanahalds íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Björguðu manni úr Hvítá

Á fimmta tímanum í dag brugðust björgunarsveitir á Suðurlandi snögglega við þegar tilkynning barst um mann sem var í sjálfheldu í Hvíta á rétt neðan við Brúarhlöð.

450.000 króna fegrunarstyrkir til bænda í Ásahreppi

Ásahreppur í Rangárvallasýslu veitir bændum á lögbýlum 450.000 króna styrk á bú til að fegra umhverfi bæjanna. Um 70 lögbýli fá styrk, sem þýðir rúmlega 30 milljóna króna framlag frá hreppnum.

Fimm stjórnarskrárfrumvörp lögð fram á Alþingi í haust

Forsætisráðherra leggur fram fimm frumvörp til breytinga á stjórnarskránni á haustþingi. Með því vill hún að þingið hafi góðan tíma til að vinna frumvörpin sem stjórnarskrárfrumvörp eru alltaf síðustu mál sem Alþingi afgreiðir fyrir kosningar sem verða 25. september á næsta ári.

Sjá næstu 50 fréttir