Fleiri fréttir

Ó­sam­mála því að réttindi neyt­enda séu ekki tryggð í nýju frum­varpi

Frumvörp vegna nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins voru samþykkt í ríkisstjórn á föstudaginn og koma til kasta þingsins eftir helgi. Umdeildasta ráðstöfunin er að ferðaskrifstofum verði heimilt að gefa út inneignarnótur í stað þess að endurgreiða ferðir sem ekki hafa verið farnar.

Meira en helmingur nemenda finnur fyrir depurð

Samband íslenskra framhaldsskólanema sendu út könnun á alla framhaldsskóla landsins og var meðal annars spurt hvort nemendur finndu fyrir kvíða eða depurð. Samkvæmt niðurstöðum finna um 56 prósent nemenda fyrir depurð og um þriðjungur nemenda finnur fyrir kvíða.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fjölskylda konu, sem slasaðist alvarlega eftir árekstur við ökutæki sem lögreglan hafði veitt eftirför, íhugar að stefna ríkislögreglustjóra. Stjúpdóttir konunnar segir hana aldrei eiga eftir að ná fullum bata. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Ferðamenn og fíkniefni í Víglínunni

Á meðan stjórnvöld og þing eru á kafi í kófi kórónuveirunnar gægðust þau út úr fíkniefnakófinuþegar Alþingi veitti frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými brautargengi. Ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræðir stöðu ferðaþjónustunnar og Halldóra Mogensen stöðuna í fíkniefnastríðinu í Víglínunni í dag.

„Störfin munu aldrei grípa alla“

Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir stöðu námsmanna hér á landi grafalvarlega.

Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum í morgun

Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum klukkan ellefu í morgun. Biskup Íslands segir að þrátt fyrir að helgihald geti nú farið fram inni í kirkjum standi til að halda áfram að streyma messum á netinu.

Vilja fá að bjóða landsmönnum út í Hrísey í sumar

Hríseyingar stefna ótrauðir á það að lokka Íslendinga út í eyjuna í sumar. Formaður Ferðamálafélags eyjunnar lofar nógu plássi og engum troðningi fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á inniveru vetrarsins.

Berbakt áskorun gengur á milli hestamanna

Skemmtileg áskorun gengur nú á milli hestamanna á samfélagsmiðlum þar sem þeir keppast við að beisla hest og leggja hnakkinn á hann sitjandi berbakt á hestinum með tilheyrandi kúnstum.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Læknir við Landspítalann er afar gagnrýninn á að hleypa eigi ferðamönnum til landsins gegn veiruprófi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Hættur við forsetaframboð

Magnús Ingberg Jónsson, verktaki og forsetaframbjóðandi, er hættur við forsetaframboð sitt.

Íslendingur kom að sögulegum aðskilnaði síamstvíbura

Íslenskur barnasvæfingarlæknir kom að umönnun samtengdra stvíbura sem tókst að skilja að í vel heppnaðri aðgerð í lok síðasta árs. Tvíburasysturnar eiga framtíðina fyrir sér en innan við fjórðungur lifir aðgerðina af.

Samið við Icelandair um lágmarksflugsamgöngur í sumar

Til greina kemur að bæta flugferðum til Kaupmannahafnar og New York við ferðir til Boston, London og Stokkhólms með nýjum samningi sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert við Icelandair. Samningurinn er sagður tryggja lágmarksflugferðir til Evrópu og Bandaríkjanna fram undir lok júní.

Sjá næstu 50 fréttir