Fleiri fréttir

Landspítalinn boðar fólk til vinnu klukkan fimm í fyrramálið

Starfsfólk á deildum með sólarhringsstarfsemi á Landspítalanum er beðið um að mæta til vinnu klukkan fimm í fyrramálið ef það hefur tök á. Þetta eru skilaboð frá viðbragðsstjórn Landspítalans vegna óveðursins sem reiknað er með að skelli á landinu seint í kvöld og nótt.

Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra

Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað.

Opin fyrir því að semja sérstaklega við starfsfólk á leikskólum

Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segist vera opin fyrir því að ræða kjör starfsfólks á leikskólum sérstaklega. Ótímabundið verkfall Eflingarstarfsfólks sem skellur á laust fyrir miðnætti á mánudag sé mikið áhyggjuefni.

Formaður SI segir ruðningsáhrif af lokun Isal verða gríðarleg

Formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði segir stöðuna hjá Isal grafalvarlega og óttast um hag starfsmannanna. Það yrði mikið högg fyrir þá og bæjarfélagið hætti fyrirtækið starfsemi. Formaður Samtaka iðnaðarins segir að lokun Isal myndi hafa gríðarleg áhrif á fjölmörg önnur fyrirtæki og starfsmenn þeirra.

Lögregla vill að Eyjamenn taki óveðurspána alvarlega

Lögreglan í Vestmannaeyjum bendir að afar slæm veðurspá er fyrir landið og hefur veðurstofan sett á appelsínugula viðvörun fyrir landið allt. Veðrið verður verst á spásvæði Suðurlands og þar eru Vestmannaeyjar undir.

Stór skjálfti í Rússlandi mældist á Íslandi

Jarðskjálfti að stærð 6,9 varð austur af Rússlandi upp úr klukkan hálf ellefu í morgun. Skjálftinn skilaði sér á kort Veðurstofu Íslands sem skjálfti upp á 3,7 nærri Borgarnesi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. Farið verður yfir málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Björn rekinn frá Sorpu

Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs.

Boðar samninganefndir SA og starfsmanna ISAL á fund

Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík og Samtaka atvinnulífsins á fund næstkomandi föstudags í ljósi tíðinda morgunsins af mögulegri lokun álversins.

Sjá næstu 50 fréttir