Fleiri fréttir

Í vímu með vopn og fíkniefni í bílnum

Ökumaður og farþegi bifreiðar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi í Kópavogi reyndust vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

„Þeir ætluðu að ræna mér, stelpunni með kórónuna“

Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrverandi ungfrú heimur, segir að skæruliðar í El Salvador hafi reynt að ræna henni á árum áður. Það hafi gerst þegar hún heimsótti landið í kjölfar þess að vinna Miss World keppnina.

Þakklæti efst í huga í dag

Þakklæti til viðbragðsaðila er efst í huga konu sem missti tveggja ára bróður sinn í umferðarslysi og á systur sem slasaðist alvarlega í umferðinni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Karlmaður á fertugsaldri lést í vikunni eftir að hafa sprautað sig með kókaíni. Lögregla og læknar á Vogi merkja aukningu á þeim sem sprauta sig með efninu.

„Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta á fíkniefnaneytendur í auknum mæli sem sjúklinga fremur en glæpamenn.

Safnar sögum af hótunum og spillingu

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sett upp síðu þar sem hann safnar íslenskum sögum af hótunum atvinnuveitenda og spillingu.

Forstjóri Samherja veit ekki hvort lög voru brotin

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar honum bauðst að taka við stöðu forstjóra fyrirtækisins, seint á miðvikudagskvöld. Daginn eftir var tilkynnt að Þorsteinn Már Baldvinsson myndi draga sig í hlé meðan innri rannsókn fyrirtækisins á starfsemi Samherja í Namibíu stendur yfir, en hún er í höndum norskrar lögmannsstofu.

Ranglega sakaðar um verkfallsbrot

Þær Guðrún Selma Sigurjónsdóttir, Sonja Sif Þórólfsdóttir og Lilja Ósk Sigurðardóttir, blaðamenn á vef Morgunblaðsins, voru í gær ranglega sakaðar um brot gegn löglega boðuðum verkfallsaðgerðum Blaðamannafélags Íslands. Þær hafa nú fengið afsökunarbeiðni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Formaður VR vill að verkalýðshreyfingin horfi til þess að bjóða fram til alþingis. Afhjúpanir Samherjaskjalanna hafi sýnt fram á getuleysi stjórnmálanna til að taka á spillingu og vanmátt til að innleiða nauðsynlegar samfélagslegar breytingar að hans mati.

Lestur eykst með auknum vinsældum hljóðbóka

Lestur hefur aukist síðastliðin tvö ár og lesa landsmenn að meðaltali 2,3 bækur á mánuði samkvæmt nýrri könnun. Konur og barnafjölskyldur lesa mest og ungt fólk les mikið á öðrum tungumálum en íslensku.

Læknir segir aukna þörf á líf­stíls­tengdu inn­gripi hjá fólki

Læknar þurfa að leggja miklu meiri áherslu á lífstílstengd inngrip hjá sjúklingum að sögn yfirlæknis hjartalækninga á Landspítalanum. Nýjar tæknilausnir geti hjálpað hvað þetta varðar, til að mynda með notkun snjallsímaforrits í samskiptum við sjúklinga.

RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra

Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.

„Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir.

Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla.

Gleðiefni að samtalið um bækur lifi góðu lífi

Niðurstöður lestrarkönnunar sýna að lestur Íslendinga er að aukast. Konur og barnafjölskyldur lesa mest og ungt fólk les mikið á erlendum tungumálum. Val á lesefni virðist byggjast á samtali um bækur og ábendingum annarra.

Heimila að Ægir og Týr verði seldir

Meðal breytingartillagna sem samþykktar voru við aðra umræðu fjárlaga er heimild til handa fjármálaráðherra að selja varðskipin Ægi og Tý og kaupa eða leigja hagkvæmari skip í staðinn. Í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins fagnar Landhelgisgæslan umræddri heimild.

Sjá næstu 50 fréttir