Þakklæti efst í huga í dag Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. nóvember 2019 19:00 Þakklæti til viðbragðsaðila er efst í huga konu sem missti tveggja ára bróður sinn í umferðarslysi og á systur sem slasaðist alvarlega í umferðinni. Árleg alþjóðleg minningarathögn um fórnarlömb umferðarslysa var haldin við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í dag. Fimm hafa látist í umferðarslysum hér á landi í ár. Þetta er áttunda árið þar sem athöfnin fer fram hér á landi og fórnarlamba umferðarslysa er minnst. Sambærilegar athafnir voru haldnar víða um land í dag og einnig víða um heim á vegum Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudegi í nóvember þessari minningu. Athöfnin í Fossvogi byrjaði á því að þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við spítalann. Sú hefð hefur skapast hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verða. Dagurinn hér á landi er þannig bæði tileinkaður viðbragðsaðilum, fórnarlömbum og aðstandendum þeirra.Fimm látist í ár Frá fyrsta skráða umferðarslysinu árið 1915 hafa 1573 látist í umferðinni á Íslandi. Þegar athöfnin var haldin á sama tíma í fyrra höfðu þrettán manns látið lífið það ár. Fimm hafa látist í ár. „Það eru fimm of margir þrátt fyrir að umferðarslysin séu færri í ár. Við eigum aldrei að þurfa að sætta okkur við slys,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra sem hélt erindi á athöfninni. Að meðaltali slasist árlega 178 manns alvarlega í umferðinni hér á landi. Slysin séu eitt af þurftarfrekustu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar og kosti samfélagið mikla fjármuni og vinnu. „Þá eru ótaldar allar sálarkvalirnar, sorgin og vonbrigðin sem eru óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að fólki í blóma lífsins er skyndilega kippt í burtu eða það svipt færninni til þess að lifa og starfa með eðlilegum hætti,“ sagði Sigurður Ingi. Þakklæti efst í huga Ásu Ása Ottesen missti tveggja ára gamlan bróður sinn í umferðarslysi árið 1997 og í sumar slasaðist systir hennar alvarlega í umferðarslysi. Þakklæti er henni efst í huga í dag. „Til allra sem komu að slysstað og allra sem koma að aðhlynningu sjúklinga og öllu þessu frábæra teymi sem tekur utan um fólk. Sjúklinga og aðstandendur,“ segir Ása. Hún segir aðskilað akstursstefna líkalega hafa geta komið í veg fyrir slysin sem systir hennar og bróðir lentu í. Litli bróðir hennar lenti í árekstri þegar tvær bifreiðar sem ekið var í gagnstæða átt rákust saman og systir hennar þegar hún ætlaði sér að taka fram úr á sama tíma og önnur bifreið. „Ferðamönnum hefur fjölgað og mér finnst bara að það eigi að tvöfalda vegina þannig það sé ekki svona hættulegt að mæta bíl og að allir þurfi ekki að vera taka fram úr og annað. Allavega á þessum hættulegustu köfum,“ segir Ása. Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Þakklæti til viðbragðsaðila er efst í huga konu sem missti tveggja ára bróður sinn í umferðarslysi og á systur sem slasaðist alvarlega í umferðinni. Árleg alþjóðleg minningarathögn um fórnarlömb umferðarslysa var haldin við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í dag. Fimm hafa látist í umferðarslysum hér á landi í ár. Þetta er áttunda árið þar sem athöfnin fer fram hér á landi og fórnarlamba umferðarslysa er minnst. Sambærilegar athafnir voru haldnar víða um land í dag og einnig víða um heim á vegum Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudegi í nóvember þessari minningu. Athöfnin í Fossvogi byrjaði á því að þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við spítalann. Sú hefð hefur skapast hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verða. Dagurinn hér á landi er þannig bæði tileinkaður viðbragðsaðilum, fórnarlömbum og aðstandendum þeirra.Fimm látist í ár Frá fyrsta skráða umferðarslysinu árið 1915 hafa 1573 látist í umferðinni á Íslandi. Þegar athöfnin var haldin á sama tíma í fyrra höfðu þrettán manns látið lífið það ár. Fimm hafa látist í ár. „Það eru fimm of margir þrátt fyrir að umferðarslysin séu færri í ár. Við eigum aldrei að þurfa að sætta okkur við slys,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra sem hélt erindi á athöfninni. Að meðaltali slasist árlega 178 manns alvarlega í umferðinni hér á landi. Slysin séu eitt af þurftarfrekustu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar og kosti samfélagið mikla fjármuni og vinnu. „Þá eru ótaldar allar sálarkvalirnar, sorgin og vonbrigðin sem eru óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að fólki í blóma lífsins er skyndilega kippt í burtu eða það svipt færninni til þess að lifa og starfa með eðlilegum hætti,“ sagði Sigurður Ingi. Þakklæti efst í huga Ásu Ása Ottesen missti tveggja ára gamlan bróður sinn í umferðarslysi árið 1997 og í sumar slasaðist systir hennar alvarlega í umferðarslysi. Þakklæti er henni efst í huga í dag. „Til allra sem komu að slysstað og allra sem koma að aðhlynningu sjúklinga og öllu þessu frábæra teymi sem tekur utan um fólk. Sjúklinga og aðstandendur,“ segir Ása. Hún segir aðskilað akstursstefna líkalega hafa geta komið í veg fyrir slysin sem systir hennar og bróðir lentu í. Litli bróðir hennar lenti í árekstri þegar tvær bifreiðar sem ekið var í gagnstæða átt rákust saman og systir hennar þegar hún ætlaði sér að taka fram úr á sama tíma og önnur bifreið. „Ferðamönnum hefur fjölgað og mér finnst bara að það eigi að tvöfalda vegina þannig það sé ekki svona hættulegt að mæta bíl og að allir þurfi ekki að vera taka fram úr og annað. Allavega á þessum hættulegustu köfum,“ segir Ása.
Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira