Fleiri fréttir

Stíga­mót á­kveða að kæra niður­felld kyn­ferðis­brota­mál til mann­réttinda­dóm­stólsins

Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð.

ASÍ lýsir furðu á gagnrýni vegna ákvörðunar Katrínar

Alþýðusamband Íslands lýsir furðu sinni á fréttaflutningi undanfarinna daga og viðhorfum ýmissa stjórnmálamanna vegna þátttöku Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á þingi Norræna verkalýðssambandsins (NFS) á sama tíma og varaforseti Bandaríkjanna sæki landið heim.

Markús og Viðar Már kveðja Hæstarétt

Tveir af átta dómurum við Hæstarétt hafa beðist lausnar frá störfum. Um er að ræða þá Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseta réttarins, og Viðar Má Matthíasson.

Ráðherra efnir loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni

Félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum og lúta að því að Íbúðalánasjóði verði gert auðveldara að veita fjármögnun til uppbyggingar húsnæðis landsbyggðinni.

Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku.

Óraunhæft að Bretland gangi í EFTA

"Þeirri hugmynd hefur áður verið hreyft að Bretar gangi inn í EFTA, bæði af núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra, og gangi þá jafnvel inn í EES líka. Þessu hafa þó bæði ráðamenn í Noregi og Sviss verið andvígir,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.

Landsvirkjun tekur upp innra kolefnisverð

Landsvirkjun hefur tekið upp innra kolefnisverð í starfsemi sinni en þannig er settur verðmiði á hvert tonn sem losað er af koldíoxíði. Er Landsvirkjun fyrst íslenskra fyrirtækja til að taka upp þetta fyrirkomulag.

Hægur vindur og skýjað að mestu í dag

Útlit er fyrir fremur hæga suðaustlæga eða breytilega átt í dag. Skýjað verður að mestu, en bjartar yfir á Norðurlandi. Dálitlar skúrir á morgun, en þurrt að kalla norðaustantil.

Lögmaður Kristjáns Viðars fagnar stefnubreytingu

Lögmaður Kristjáns Viðars Viðarssonar, sem var sýknaður í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist ánægður með þá stefnubreytingu sem virðist hafa orðið hjá stjórnvöldum. Katrín Jakobsdóttir segist hafa ákveðið að taka upp þráðinn í málum sem varða skaðabætur til þeirra sem sýknaðir voru.

Landgræðsla innan þjóðgarðs hefur staðið yfir í tvo áratugi

Innan Vatnajökulsþjóðgarðs hefur endurheimt gróðurs staðið yfir síðan 1998 og með ágætum árangri að mati úttektaraðila. Stofnun miðhálendisþjóðgarðs þyrfti því ekki að hafa í för með sér að illa gróið land og örfoka melar yrðu festir í sessi. Miðhálendi Íslands er með stærstu eyðimörkum í allri Evrópu.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.