Innlent

Laun bæjar- og sveitarstjóra þurfa að endurspegla ábyrgð og álag

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Sigurður Ármann Snævarr, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Sigurður Ármann Snævarr, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Baldur Hrafnkell

Umræðan um launakjör bæjar- og sveitarstjóra er ósanngjörn að mati sviðsstjóra hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Miða þurfi laun þeirra við álag og ábyrgð. Sveitarfélögum er í sjálfvald sett hvort þau fari eftir leiðbeinandi reglum sambandsins um launakjör.

Háar tekjur bæjar- og sveitarstjóra og sveitarstjórnarmanna á landinu á síðasta ári hefur víða verið gagnrýnd og sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í hádegisfréttum Bylgjunnar að alltaf séu að koma upp fleiri og fleiri dæmi um, til að mynda óréttlátan launamun æðstu stjórnenda og starfsmanna sem hann sagði að ógnað gæti Lífskjarasamningnum sem undirritaður var í vor.

Samband íslenskra sveitarfélaga gerir launakönnun meðal kjörinna fulltrúa annars vegar og sveitarstjóra hins vegar á tveggja ára fresti og fékk sambandið svör frá 63 af 74 sveitarfélögum í fyrra.

Sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs sambandsins segir að framkomnar upplýsingar, í tekjublaði Frjálsrar verslunar, ekki sýna rétta mynd því mikil munur sé á heildartekjum og svo umsömdum launum.

„Í fréttum hefur verið talað um kjör bæjar- og sveitarstjórnarfulltrúa sem eru í aðalstarfi annarsstaðar og að lang stærsti tekna komi annarsstaðar frá,“ seigur Sigurður.

Umræðan ósanngjörn

Sigurður segir umræðuna ósanngjarna þar sem að helst í stærstu þéttbýliskjörnum séu kjörnir fulltrúar í fullu starfi sem slíkir. Varðandi sveitarstjóranna segir hann að hafa verði í huga að á síðasta ári voru bæjar- og sveitarstjórnarkosningar sem geti að einhverju leiti skýrt há laun.

„Og það þýðir að menn fengu biðlaun. Í vissum tilvikum þurftu sveitarstjórar að flytja úr einu sveitarfélagi í annað og hafa þá fengið greitt biðlaun. Svo er spurningin hvað eru há laun? Ef við horfum á ráðuneytisstjóra þá eru þeirra laun í kringum tvær milljónir á mánuði. Ef við horfum á laun forstjóra í fyrirtæki þá eru þau miklu hærri,“ segir Sigurður.

Samband íslenskra sveitarfélaga hafa gefið út leiðbeinandi reglur um launakjör kjörinna fulltrúa sem sveitarfélögin hafa kallað eftir en er þó í sjálfvald sett hvort farið sé eftir. Eru laun kjörinna fulltrúa annars vegar og sveitarstjóra hins vegar lág?
Eru þau lág?

„Það er alltaf spurning hvað eru há laun. Þetta er mikil vinna. þetta er mikil ábyrgð þannig að menn verða að meta launin út frá því eins og alltaf er,“ segir Sigurður.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.